Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.03.1979, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ 9 séu búin mannréttindi, sambærileg öðrum þegnum þjóðfélagsins. Hitt skýtur skökku við að 700—800 fatlaðir íslendingar, sem hafa möguleika á að fá lækningu meina sinna, séu látnir bíða árum saman eftir að- gerð, vegna þess að starfsemi þessari er of þröngur stakkur skorinn. Mikið hefur verið ritað og rætt um ,,tap- rekstur" sjúkrahúsa. Einn sjúkrahúsmaður lét í þessu sambandi hafa eftir sér í fjöl- miðli að „arðsemisjónarmið verður að ráða“ og taldi einnig að til álita gæti komið hvort læknisfræðileg arðsemi hreinsibúnaðar í verksmiðju gæti ekki jafnast á við læknis- fræðilega arðsemi bæklunarskurðdeildar. Að sjálfsögðu eru spítalar í íslenzku nútíma- þjóðfélagi ekki reknir með ágóða fyrir aug- um, hér er um félagslega sameign þjóðar- innar að ræða, um mannúðarmál, sem dregur til sín kostnað. Hver hefur tapað því fjár- magni, sem notað er til þess að lækna sjúka? Meðan sjúklingar fá lækningu á sjúkrahúsi er það ekki rekið með tapi. Talað hefur verið um bruðl á íslenzkum sjúkrahúsum ásamt hinum sívaxandi kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Hér verður að greina milli kostnaðar við læknisfræðlegar aðgerðir annars vegar og félagslegar, tryggingamála- legar aðgerðir hins vegar. Megin hluti kostn- aðaraukningarinnar er á sviði hinnar síðar- nefndu. Pað er aldrei „bruðl" að lækna sjúka sé það gert á réttan hátt. Hins vegar er það bruðl að láta sjúkling, sem gera má starf- hæfan, bíða langtímum eftir lækningu. Varpa má fram þeirri spurningu hversu mikill þjóðhagfræðilegur akkur sé í því að breyta fötluðum öryrkja í vinnandi skatt- borgara eða gera hjálparvana sjúkling að sjálfbjarga einstakling, sem dvalið getur á heimili sínu óháður hjálp hins opinbera. Lækningar eru vandfundið orð í „debattin- um“ upp á síðkastið. Nú heitir það: fyrir- byggjandi, heilsugætandi, endurhæfandi, mengunarvarnandi og líknandi aðgerðir. Allt er þetta vafalaust gott og nauðsynlegt, en vel flestir sjúkdómar fara nú samt sínu fram þrátt fyrir allar slíkar aðgerðir. Að lokum kemur svo að því að reyna verður að lækna hinn sjúka. Ástæða væri til að gera heildarúttekt á spítalakerfi þjóðarinnar í þeim tilgangi að fá samanburð á því m.a. hvar í kerfinu mestu verður áorkað í lækningaskyni. Þegar talað er um lækningaframleiðni er átt við þann fjölda sjúklinga, sem læknaðir verða á tíma- einingu. Til þess að mat geti komið á slíka framleiðni, verður áðurnefnd heildarúttekt að gera mögulegan samanburð á virkni hinna ýmsu eininga í sjúkrahúskerfi landsins. Stefán Haraldsson. NFPU Den XVI Nordiske Kongres om Psykisk Udviklingshæmning 1979 Norðurlandasamtök um málefni þroskaheftra (Nordisk forbund for psykisk udviklingshæmn- ing — NFPU) halda þing í Reykjavík dagana 8.—10. ágúst n.k. Samtökin voru formlega stofnuð árið 1963 og hafa haldið Norðurlandaþing 4. hvert ár. Nokk- ur slík þing voru haldin fyrir stofnun samtak- anna og telst þetta það 16. í röðinni og er það fyrsta, sem haldið er á Islandi. Forseti NFPU er nú dr. med. Jón Sigurðsson, fyrrv. borgarlæknir í Reykjavik, en formaður samtakanna hefur frá upphafi verið N.E. Bank- Mikkelsen, deildarstjóri I danska félagsmála- ráðuneytinu. Styrktarfélag vangefinna í Reykjavík sér um framkvæmd þingsins. Það er opið öllum, sem vinna að málum þroskaheftra: fagfólki, að- standendum og öðrum áhugamönnum. Þessi þing hafa jafnan verið fjölsótt, þótt Islendingar hafi sjaldnast séð sér fært að sitja þau vegna fjarlægðar frá þingstöðunum. í framkvæmdanefnd þingsins hérlendis eru Sigríður Ingimarsdóttir, aðalfulltrúi NFPU á Islandi, Magnús Kristinsson forstjóri, formaður Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík, Gréta Bachmann forstöðukona, Gunnar Þormar tann- læknir og Tómas Sturlaugsson framkvæmda- stjóri St'yrktarfélagsins. Þátttökugjald fyrir Islendinga er kr. 15.000. Þeir, sem hug hafa á að sækja þingið einungis einn dag, greiði kr. 5.000. Gjald fyrir þátttöku í undirbúningsfundum (preseminar) þ. 7. ágúst er kr. 500. Sá fundur er ekki ætlaður öðrum en þeim er sitja allt þingið. Eyðublöð fyrir þátttökutilkynningar og dag- skrá þingsins fást á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Laugavegi 11, Reykjavík, sími 15941 og á skrifstofu Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Hátúni 4A, Reykjavík, sími 29570. Á báðum þessum stöðum eru gefnar nánari upplýsingar um þingið. Framkvæmdanefnd þingsins og stjórn NFPU vonast eindregið eftir því, að sem flestir sjái sér fært að sækja þetta fyrsta Þing samtakanna hérlendis, fræðast og skiptast á skoðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.