Læknablaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 80
46
LÆKNABLAÐIÐ
ingu. Þá mótmœlir fundurinn eindregið, að
starfsemi hnykkis skuli byggjast á tilvísun
læknis, sem gefur meðferð hans þar með rang-
lega læknisfræðileg tengsl, þar sem tilvísandi
læknir hefur ekki möguleika til að segja fyrir
um meðferðina."
„Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á
Akureyri 23.—24. júní 1978 telur landlækni
hafa sýnt ámælisverð vinnubrögð, þegar hann
mælti með útgáfu starfsleyfis til handa hnykki
og átti þátt í nauðsynlegri breytingu á lækna-
lögum til að gera leyfisveitinguna mögulega.
Fundurinn átelur landlækni fyrir að hafa gert
þetta þrátt fyrir andstöðu læknadeildar Há-
skóla Islands, sem honum ber að hafa samráð
við lögum samkvæmt, og vissu um, að menntun
hnykkis er að engu leyti sambærileg við
menntun lækna.“
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn á
Akureyri 23.—24. júní 1978 skorar á heilbrigð-
isráðuneytið að skipa nú þegar nefnd til að
semja marklýsingu fyrir svokallað kandidatsár.
Nefnd þessi sé skipuð fulltrúum frá Félagi
ungra lækna, læknadeild Háskóla Islands og
heilbrigðisráðuneytinu. 1 marklýsingunni komi
skýrt fram, hver sé tilgangur kandidatsársins,
hvaða þjálfun kandidatinn á að fá og hvaða
verk hann á að geta leyst af hendi, er þjálfun
lýkur.“
„Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn á
Akureyri 23.-24. júni 1978 skorar á heilbrigðis-
ráðuneytið og læknadeild Háskóla Islands, að
kannaðir verði möguleikar þess, að íslenzkir
læknar geti lagt stund á framhaldsnám í heim-
ilislækningum í Bretlandi/'
GreinargerS
Eins og nú er háttað málum er krafizt ótak-
markaðs breks lækningaleyfis, til þess að
leggja megi stund á heimilislækningar í Bret-
landi. Islenzkt læknispróf er ekki viðurkennt i
Bretlandi, nema fyrir tímabundið lækninga-
leyfi, og er það Þrándur í Götu þeirra, er vilja
stunda nám í heimilislækningum þar. Þvi er
mjög brýnt að fá lausn á Þessu máli, annað
hvort með samningi um gagnkvæma veitingu
lækningaleyfa eða með undanþágu frá General
Medical Council.
„Aðalfundur L.I. 1978 átelur harðlega þann
drátt, sem orðið hefur á rannsókn saksóknara
ríkisins á ásökunum í fjölmiðlum á árinu 1972
um meint vítavert gáleysi lækna við útgáfu
lyfseðla. Rannsókn þessari, sem fram fer að
Frá aðalfundi L.í. á Akureyri í júní 1978.