Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 10
föstudagur 23. janúar 200710 Fréttir DV Frelsaði systkini sín aF silungapolli Í umræðunni sem skapast hefur um barnaheimili fyrr á tímum og þá rannsókn sem fara á fram á starfsemi þeirra hefur nafn doktors Gunnlaugs heitins Þórðarsonar oft komið við sögu. Gunnlaugur átti sæti í Barna- verndarráði Íslands og varð síðar formaður þess. Hann var maðurinn sem sá til þess að Breiðuvík og Bjargi var lokað og í samtali við fyrrum eig- inkonu hans, Herdísi Þorvaldsdóttur, leikkonu, hér í blaðinu sagði hún: „Gunnlaugur var einstakur mað- ur, duglegur, góður og örlátur. Eft- ir að hann hætti sem forsetaritari fékk hann lögmannsréttindi og rétt til að vinna að sínum málum utan vinnutímans í ráðuneytinu.Gunn- laugur vann mörg störf og í mörg ár vann hann fyrir Rauða krossinn og í barnaverndarnefnd. Það voru mjög tímafrek og slítandi störf og fólk hringdi á öllum tímum og í alls konar ástandi, oftast til að kvarta eða jafn- vel hóta. Gunnlaugur bar hag barna fyrst og fremst fyrir brjósti og átti stóran þátt í því að stúlknaheimilinu Bjargi og drengjaheimilinu í Breiðu- vík var lokað.“ Um þátt doktor Gunnlaugs í lok- un stúlknaheimilisins Bjargs á Sel- tjarnarnesi sagðist Gísla Gunnars- syni sagnfræðingi svo frá í viðtali við DV fyrir hálfum mánuði: „Á þessum tíma átti Gunnlaugur Þórðarson lögmaður sæti í Barna- verndarráði Íslands. Hann hélt í fyrstu að ég væri einhver óeirðar- seggur en eftir að Þjóðviljinn birti grein um Bjargsmálið 20. október 1967, snerist hann mjög harkalega gegn Bjargi. Það var í raun og veru hann, með aðstoð Símons Jóhanns Ágústssonar, prófessors í sálarfræði, sem lokaði Bjargi. Barnaverndarráð Íslands var svo lamað fram til ársins 1970 að Gunnlaugur Þórðarson var gerður að formanni þess og hann var hvatamaður þess að Breiðuvík var lokað.“ Markaði djúp spor í barnssál- inni Nokkrum árum áður en þetta var, eða árið 1960, sat Gunnlaugur heit- inn þegar í Barnaverndarráði Ís- lands. Þangað leitaði tólf ára drengur eftir aðstoð til að frelsa systkini sín af barnaheimili, þar sem honum fannst þau ekki eiga að vera. Þegar hann fékk engan stuðning frá kerfinu, greip hann til eigin ráða. Hann rændi systkinum sínum af barnaheimil- inu Silungapolli. Snáðinn var Davíð Oddsson, síðar forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri. Fortíðin hvílir þungt á fjölskyldu Davíðs og þeir ættingjar sem DV tal- aði við forðast að koma fram og tala um Silungapoll og hvers vegna syst- kinin voru vistuð þar. Sjálfur er Davíð í fríi í útlöndum og þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali af honum. „Það var enginn vondur við okk- ur á Silunga- polli og ráðskonan var okk- ur sér- staklega góð,“seg- ir bróð- ir Dav- íðs, sem biður um að nafns hans sé ekki getið af tillitssemi við aðstandendur. „Auðvitað langaði okkur alltaf heim. Það markar djúp spor í sálu barns að vera tekið af heimilinu.“ Þegar Dav- íð hafði frelsað systkini sín úr vistinni mun hann hafa sagt þeim að þegar hann yrði stór myndi hann sjá til þess að Silunga- pollur yrði jafnaður við jörðu. Litlu systkinin litu mikið upp til stóra bróð- ur, sem með ástina að vopni réðst í það að frelsa þau, en þótt þau hafi vissulega viljað trúa hon- um hefur þau vart órað fyrir að þessi bróðir ætti síðar eftir að verða einn af valdamestu mönnum þjóðarinnar. Maðurinn sem var borgarstjóri árið 1984 þegar Silungapollur var jafnað- ur við jörðu. Með ofurást að vopni „Engir krakkar eru svo slæmir að þeir séu ekki betur komnir hjá for- eldrum sínum en í einhverri stofnun eða fyrirtæki úti í sveit,“ sagði Davíð síðar við doktor Gunnlaug Þórðar- son hæstaréttarlögmann, sem vitn- aði til þess samtals í bók Eiríks Jóns- sonar, „Davíð - líf og saga“, sem kom út árið 1989. Gunnlaugur segir þar að með ofurást að vopni hafi Davíð gripið til þess ráðs að ræna systkin- um sínum af Silungapolli þegar hon- um fannst kerfið bregðast. Lék á kerfið Davíð var víst ekki hár í loftinu, en sálin var stór. Hann lék á kerfið, tók lög og rétt í eigin hendur og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.