Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 13
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 13 Heimur Heyrnarlausra Framhald á næstu opnu Sumir taka svo djúpt í árinni að kalla það glæp að sett voru lög árið 1962 um skólaskyldu heyrn- arlausra barna frá fjögurra ára aldri. Það þýddi að mörg börn utan af landi og úr nágrannasveit- arfélögum Reykjavíkur voru vist- uð á heimavist Heyrnleysingja- skólans, fyrst í Stakkholti og síðar í Vesturhlíð. Reyndar var það svo að þar bjuggu líka börn úr Reykja- vík, enda þótti æskilegt að heyrn- arlausir dveldu á heimavistinni. „Það var reynt að gera heima- vistina eins heimilislega og hægt var. Húsin voru þrjú og í hverju þeirra voru „foreldrar“; oftast hjón sem ráku hvert heimili þar sem bjuggu fimm upp í sjö börn,“ segir einn viðmælenda blaðsins. Minningar bernskunnar „Einhverju sinni þegar ég var úti að leika mér með vinum mín- um þegar ég var kornung tók ég eftir því að mamma fór að pakka fötunum mínum í tösku,“ segir viðmælandi blaðsins, kona sem biður um nafnleynd þar sem fjöl- skyldu hennar hafi reynst erfitt að horfast í augu við hvernig lífið var, þótt hún hafi aðeins gert það sem þurfti á þeim tíma. „Mamma gat ekki útskýrt fyrir mér hvað hún var að gera því þótt ég væri ekki alveg heyrnarlaus var ég mjög heyrnar- skert. Þegar ferðatöskurnar voru tilbúnar náði mamma í bílinn og benti mér á að koma núna því við værum að fara. Ég var undrandi á þessu umstangi, en kvaddi og kyssti systkini mín og ömmu mína. Mamma og pabbi sátu fram í og ég aftur í á hörðu og óþægilegu sæti og horfði fram á milli sætanna. Ég vinkaði út um bílgluggann til syst- kina minna og ömmu.“ Mamma og pabbi fóru án þess að kveðja Frásögn stúlkunnar ber okkur um hlykkjótta vegi að norðan suð- ur til Reykjavíkur. Fyrstu nóttina í Reykjavík svaf hún milli foreldra sinna í húsi gamallar konu, en daginn eftir beið hennar nýtt líf. „Við komum að mjög stóru, hvítu húsi. Þetta var Heyrnleys- ingjaskólinn í Stakkholti. Fyr- ir utan voru mörg börn að leika sér. Ég horfði undrandi í kringum mig þegar ég gekk fram hjá og inn í húsið. Við gengum upp á aðra hæð. Þar var Brandur, sem þá var skólastjóri. Ég horfði undrandi á hann og hélt mér fast í mömmu. Við gengum inn í stóra stofu þar sem krakkar voru úti um allt, bað- andi höndum út í loftið. Ég hélt í mömmu og starði steinhissa á krakkana baða út höndunum. Þeir toguðu í mig og bentu mér að koma að borða. Ég lét undan en togaði mömmu með mér. Ég settist við matarborðið og borðaði en mamma stóð fyrir aftan mig á meðan. Krakkarnir við borðið töluðu eitthvað með höndunum. Meðan ég var að borða og fylgjast með krökkunum stakk mamma af og pabbi líka. Þau voru bæði horf- in. Þegar ég áttaði mig á því að þau voru horfin missti ég stjórn á mér og grét og grét. Ég leitaði að þeim úti um allt en þau voru horfin. Ég hágrét og lét öllum illum látum.“ Í faðmi huggara „Heyrnarlaus kona tók mig í fangið og reyndi að hugga mig en ég hágrét og spriklaði í fanginu á henni. Að lokum fór ég með henni upp í svefnherbergi þar sem ég settist á rúmið og hélt áfram að hágráta. Hún reyndi eins og hún gat að hugga mig og háttaði mig síðan. Ég snökti enn og fékk að sofa við hliðina á henni. Ég grét mikið næstu daga en jafnaði mig svo smám saman. Hægt og bítandi fór ég að læra táknmálið, tákn eins og mamma og pabbi og aðlagað- ist hópnum betur. Þessi kona tók mig reglulega með heim til sín um helgar. Ég svaf í hjónarúminu hjá henni. Ég kallaði hana alltaf mömmu og eiginmann hennar sem var heyrandi kallaði ég pabba. Á jólunum fór ég ekki heim til for- eldra minna frekar en önnur börn í skólanum. Brandur skólastjóri átti dóttur sem kom sem jólasveinn og gaf öllum krökkunum jólagjöf, við dönsuðum í kringum jólatréð og höfðum það skemmtilegt.“ Þegar leið að sumri kom frændi stúlkunnar og sótti hana. Hún hélt að dvöl sinni á heimavistinni væri þar með lokið. „En þá vildi ég ekki fara, harð- neitaði og fór að hágráta. Ég hékk utan í konunni sem ég kallaði mömmu en hún reyndi að ýta mér frá sér og hvetja mig til að fara með frænda mínum. Ég hágrét og harðneitaði að fara en að lokum féllst ég á það. Frændi minn bauð mér inn í bílinn og ég var mjög sár og leið þegar ég settist inn í hann. Hann ók þó nokkurn spotta þar til við vorum komin á flugvöllinn. Við flugum með risastórri flug- vél til Danmerkur þar sem ég fór í heyrnarmælingu. Þegar ég fór um borð í flugvélina hafði ég ekki hugmynd um hvert ég væri að fara. Flugferðin var löng. Ég varð flugveik og kastaði upp. Við lent- um í stórri borg og ókum að stór- um spítala. Þar mældu læknarn- ir heyrnina og skoðuðu mig alla. Nokkrum dögum síðar flugum við aftur heim til Íslands. Ég fór með frænda mínum og við ókum langa leið eftir hlykkjóttum vegin- um alla leiðina norður. Mamma varð ofsalega glöð að sjá mig en ég hékk utan í frænda mínum og sagði mömmu að fara. Pabbi hvatti mig til að fara til mömmu. Sár og hrædd kvaddi ég frænda minn og fór til mömmu. Smátt og smátt rifjuðust minningarnar upp, um mömmu og systkini mín. Með tímanum aðlagaðist ég lífinu þar og naut sumarsins.“ „Ég er búin að vera í Heyrn- leysingjaskólanum!“ Það var ekki fyrr en leið að hausti að barnið gerði sér grein fyr- ir að dvölin heima var bara sum- ardvöl. „Ég brast í grát þegar ég áttaði mig á að ég væri aftur að fara í skólann. Ég grét og grét og Brand- ur reyndi að hugga mig en ég grét og vildi ekki vera nálægt honum og hékk utan í frænda mínum. Þegar við komum að stóra, hvíta skólahúsinu grét ég og sagði: „Ég er búin að vera í Heyrnleysingja- skólanum. Ég er búin að vera þar. Nei, nei, nei!“ Frændi minn bað mig um að koma með sér. Ég fór með honum inn í skólann sár og niðurdregin. Þar sá ég þessa konu sem ég hafði kallað mömmu, flýtti mér til hennar og kúrði mig upp að henni. Ég kvaddi frænda minn og þurrkaði tárin þegar ég horfði á eftir honum. Huggari minn leiddi mig áfram. „Komdu, viltu mat? Ertu ekki svöng? Komdu með mér.“ Ég fór með henni og fékk mér að borða. „Núna áttu að fara að sofa. Komdu, við skulum hátta saman,“ sagði hún. Ég snökti með- an við gengum upp í svefnher- bergi. „Nú átt þú að fara að sofa,“ sagði hún ákveðið en blíðlega. Í svefnherberginu voru mörg rúm sem lágu í röð báðum megin í her- berginu. Rúmin voru með hvítum rimlum eins og á spítala. „Háttaðu nú,“ sagði konan. Ég háttaði mig og barðist við tárin. „Ég er ekki heyrnarlaus!“ sagði ég en þá lagði hún til að hún svæfi hjá mér þessa fyrstu nótt. Við lögðumst í rúmið hlið við hlið. Það tók mig nokkra daga að jafna mig. Þá varð allt í lagi og ég gat leikið mér með krökkun- um. Svona gekk þetta ár eftir ár, ég flakkaði á milli skólans og heim- ilis míns meðan ég var í Heyrn- leysingjaskólanum. Ég fór heim á jólunum og á sumrin. Fyrsta árið mitt gat ég ekki farið heim um jól- in en eftir það fór ég alltaf heim og hafði gaman af því í hvert skipti.“ Fjögurra ára á heimavist heyrnarlausra: Grét af söknuði eftir foreldrum sínum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.