Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Qupperneq 16
Júlía G. Sveinsdóttir og tvíbura- bróðir hennar fæddust heyrnar- laus árið 1964. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og því gátu systkin- in dvalið heima meðan þau sóttu kennslu við Heyrnleysingjaskól- ann. Júlía er fagstjóri í táknmáli við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Hún er einnig menntaður kennari og þroskaþjálfi og er í meistara- námi í uppeldis- og menntunar- fræði við Háskóla Íslands. „Það hefur margt breyst á síð- astliðnum árum og áratugum, en engu að síður er margt óunn- ið,“ segir Júlía. „Flestir viðurkenna núna að táknmál er mál, en það þarf að viðurkenna það með laga- setningu. Túlkaþjónusta hefur breytt miklu. Með túlkaþjónustu getum við átt samskipti við heyr- andi fólk eins og ég við þig núna. Takmarkaður aðgangur að túlka- þjónustu er hins vegar hindrun og það eru fyrst og fremst pening- ar sem ráða því. Heyrnarlaust fólk hefur nú aukinn aðgang að fram- haldsnámi sem ekki var áður en það þýðir einfaldlega að við get- um aflað okkur menntunar og unnið önnur störf en sjómennsku og saumaskap, sem lengi vel voru einu störfin sem heyrnarlausum buðust. Nú er hugmyndafræði í kennslu heyrnarlausra tvítyngi sem þýðir að táknmálið er kennslumál og íslenskan er ritmál. Svo er líka notaður túlkur í kennslunni.“ Börnin misstu tengingu við fjölskyldu sína Júlía bendir enn fremur á nýja tækni, heyrnartæki sem grædd eru inn í höfuð barna. „Sú tækni gefur þeim einhvers konar heyrn sem hjálpar til við að læra íslensku. Vonandi fá þau að læra vel bæði málin og geta valið hvort málið þau nota við mismun- andi aðstæður.“ Að mati Júlíu hafði það skaðleg áhrif á börn að vera tekin frá for- eldrum sínum fjögurra ára að aldri og búið til nýtt heimili á heimavist. „Auðvitað hafði það slæm áhrif,“ segir hún. „Þau höfðu lítil samskipti áður en þau voru tekin en með flutningi af heimilinu var algjörlega skorið á samskiptin5 við foreldrana og fjöl- skylduna. Þetta olli miklu ör- yggis- leysi hjá börnunum og þau misstu tengingu við fjölskyldu sína. Fæst- ir þekkja foreldra sína vel. Aðr- ir heyrnarlausir urðu fjölskylda þeirra, enda segjast þau flest eiga tvær fjölskyldur, „döff“ fjölskyld- una og blóðfjölskylduna.“ Bækurnar notaðar ár eftir ár... Við forvitnumst betur um hvernig heyrnarlausum var kennt á árum áður. „Aðaláherslan var lögð á að lesa af vörum. Það voru fáir nemendur í bekk eða að meðaltali fjórir. Við sátum í hálfhring og kennarinn talaði með skýrum munnhreyf- ingum. Hann reyndi að tala skýrt og einfalt mál og endurtók oft. Kannski náði einn nemandi inni- haldinu og þá einbeitti hann sér að næsta en stundum gátu nemendur túlkað til hinna það sem kennarinn hafði sagt. Allt var á mjög einföld- uðu máli. Við fengum ekki bækur í hendurnar heldur sátu kennararn- ir eftir kennslu og einfölduðu efni bókanna yfir á mjög takmarkað mál. Þeir unnu mikið en því mið- ur fengum við mjög takmarkað ís- lenskt mál út úr þessu. Ef við feng- um bækur, þá voru þær notaðar ár eftir ár og voru ætlaðar yngstu bekkjunum. Ég lék mér við önn- ur heyrnarlaus börn og við lékum okkur eins og heyrandi börn nema að við töluðum saman á táknmáli.“ Vissum ekki hvað misnotkun var Í ljósi nýjustu upplýsinga um kynferðislega misnotkun á heyrn- arlausum, telur þú að þau börn hafi reynt að vekja athygli á því á sinn hátt? „Já, ég veit um nokkur dæmi um slíkt. Ég man eftir einum dreng sem reyndi að segja frá því að hon- um hefði verið nauðgað en eng- inn skildi hann. Við vissum ekki hvað misnotkun var og höfðum engan aðgang að neinni umræðu um hvað mátti og hvað mátti ekki. Hann fékk bara klapp á kollinn og gafst upp á að reyna að segja frá og fór með það. Enn fremur veit ég það frá konu sem var tíu ára þeg- ar hún sá tvo einstaklinga gera eitthvað sem hún segist hafa vit- að að var rangt. Hún fór til fullorð- ins starfsmanns og sagði honum frá. Hann spurði hana bara hvaða vitleysa þetta væri í henni. Hún fór inn í herbergið sitt á heimavistinni og leið mjög illa. Síðar var þessi kona sjálf misnotuð og enn þann dag í dag treystir hún sér ekki til að stíga fram, segja sögu sína og fá hjálp. Það er margt hræðilegt sem ég hef heyrt og mér kom því um- ræðan um misnotkun á heyrnar- lausum ekki á óvart. Lítill dreng- ur úti á landi varð fyrir hroðalegri nauðgun og gerandinn reyndi að drekkja honum. Það varð honum til lífs að einhver heyrði ópin. Þessi maður hefur líka geymt söguna með sjálfum sér og aðeins sagt ör- fáum sem hann treystir frá þessu. Það er gríðarlega sárt að horfa upp á fólk sem hefur þjáðst áratugum saman.“ föstudagur 23. febrúar 200716 Helgarblað DV Ný tækNi gefur voN Heimur HeyrNarlausra Með lögum númer 13 frá 1962 var lögleidd kennsluskylda fjögurra ára barna sem voru heyrnarlaus eða heyrnar- lítil. Sumir ganga svo langt að kalla þessa lagasetningu „glæp“, því flestum barnanna var gert að dvelja á heimavist Heyrnleysingjaskólans og voru þar með svipt rétti sínum til að alast upp við eðlilegt heimilislíf með foreldrum sínum og syst- kinum. Börnin höfðu lítil samskipti við fjölskylduna og það olli hjá þeim öryggisleysi sem þau hafa mörg hver glímt við fram á fullorðinsár.For- eldrar þurftu meðal annars að grípa til þess ráðs að skilja barn sitt eftir á heimavistinni, án þess að kveðja það. Hvernig útskýrir foreldri fyrir fjögurra ára heyrnarlausu barni að það sé „farið að heiman“? Í ljósi nýrra upplýsinga um misnotkun á heyrn- arlausum börnum hefur almenningi orðið ljóst hversu þýðingarmikið það er að táknmál verði viðurkennt sem mál; að sem flestir geti skilið heyrn- arlausa og talað við þau á þeirra máli. Kennurum við Heyrnleysingjaskólann seint á áttunda áratugnum var gert að kenna börnunum fyrst og fremst íslensku; aðrar námsgreinar væru ekki markmið í sjálfu sér. Sú kennslu- aðferð leiddi til þess að heyrnarlaust fólk fékk ekki menntun og útskrif- aðist 16-18 ára með lestrargetu á við átta ára börn. Fyrstu táknmálstúlk- ar þjóðarinnar voru „frumsýndir“ á sviði Þjóðleikhússins árið 1986 á norrænni menningarhátíð heyrnar- lausra. Táknmálstúlkarnir voru kenn- arar sem fengu bestu kennsluna frá heyrnarlausum nemendum sínum. Á vefsíðunni www.valdis.muna.is er áskorun til stjórnvalda að viðurkenna táknmál sem opinbert mál á Íslandi við hlið íslensku og að styðja aðgerðir félags heyrnarlausra til þess að koma félagsmönnum til hjálpar. Um sextán hundruð manns höfðu skrifað undir áskorunina þegar DV fór í prentun. Hámenntuð þrátt fyrir heyrnarleysið Júlía g. sveinsdóttir er kennari og þroskaþjálfi og stundar meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði, auk þess sem hún er fagstjóri í táknmáli hjá samskiptamiðstöð heyrnarlausra. „Þau höfðu lítil samskipti áður en þau voru tek- in en með flutningi af heimilinu var algjörlega skorið á samskiptin við foreldrana og fjölskyld- una. Þetta olli miklu öryggisleysi hjá börnun- um og þau misstu tengingu við fjölskyldu sína. Fæstir þekkja foreldra sína vel.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.