Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 25
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 25 Rithöfundurinn Baugalín þurfti að þola margra ára kynferðisofbeldi af hálfu fósturföður síns sem þá starfaði sem lögreglumaður. Einnig urðu syst- ur hennar fyrir barnagirnd mannsins. Sjálf var Baugalín send á hið alræmda uppeldisheimili Breiðavík þegar hún var tólf ára gömul. Hún var fyrst kvenna til þess að bókfesta hrikalegasta mein sem nútímasamfélög þurfa að kljást við, kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Eitraður þagnarhjúpur kynfErðisofbEldis gerist sem gerir það að verkum að ráðamenn þjóðarinnar breyti þessum lögum þannig að glæp- ir gegn börnum fyrnist aldrei,“ segir Baugalín, sem líður eins og kerfið, íslenskt samfélag og fjöl- skyldan hafi brugðist henni gróf- lega. Engin þeirra systra getur sótt rétt sinn eða komið manninum á bak við lás og slá vegna þess sem hann gerði þeim. Hann er enn lif- andi í dag en starfar ekki lengur innan lögreglunnar. „Ég er hamingjusöm í dag“ Að skrifa sannleikann um líf sitt hefur hjálpað Baugalín gríðarlega mikið. Hún segist þó eiga mikið eftir í því að takast á við reynslu sína. Hún segir frelsistilfinning- una við það að bókfesta það sem hún upplifði og varpa skugganum af sálarlífi sínu undarlega góða. Hún vann ötult starf innan Stíga- móta þegar hún var um þrítugt og segir það hafa hjálpað sér gríðar- lega mikið. „Ég hvet bara alla sem eiga svona reynslu að koma fram með sögu sína. Það hjálpar bæði þeim sem eru fórnarlömb ofbeldis og þeim sem vilja vinna að málefn- um kynferðislega misnotaðra barna,“ segir hún. Aðspurð hvern- ig henni líði í dag segir Baugalín: „Ég er hamingjusöm í dag,“ og hún ætlar ekki að láta margra ára kynferðisofbeldi buga sig. „Í fjölskyldu minni urðu mikil uppgjör þegar ég sagði frá kynferðislega ofbeld- inu sem ég var beitt - þar sem sumir stóðu með mér og vildu kæra fóstur- pabba minn en mamma þaggaði snögglega niður í þeim í eitt skipti fyrir öll með því að hóta því að drepa sig.“ Skólaheimilið í Kópavogi baugalín flúði misnotkunina á skólaheimilið í Kópavogi. Beitt kynferðisofbeldi rithöfundurinn baugalín þurfti að þola hrikalegt kynferðisofbeldi í fjölda ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.