Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Síða 28
Lögmannsstofan LOGOS heldur um þessar mundir upp á 100 ára afmæli sitt. fram hefur kom- ið í fréttum að af þessu tilefni hafi verið undirritað- ur samningur á milli fyrirtækisins og Háskóla Íslands um að hið fyrrnefnda muni „kosta“ stöðu lektors við lagadeild Háskóla Íslands næstu þrjú árin. Í Morgunblaðinu í gær er vísað í fréttatilkynningu þar sem haft er eftir Páli Hreinssyni, forseta laga- deildar HÍ, að samningurinn endurspegli traustið sem elsta og ein stærsta lögmannsskrifstofa lands- ins beri til deildarinnar. „Þetta metnaðarfulla fram- tak efli bæði deildina sjálfa og lögfræðilegar rannsóknir á íslenskum rétti. Samningurinn sé auk þess í samræmi við þá stefnu deildarinnar að leggja aukna áherslu á tengsl við atvinnulífið…“ Þetta er ekki fyrsta háskólastaðan sem fyrirtæki kaupir við Háskóla Íslands. Þetta er einfaldlega sú nýjasta og í samræmi við stefnu háskólans. Með þessari stefnu er háskólinn smám saman að breyta um eðli, hættir að vera sjálfstæð opinber stofnun en verður í síauknum mæli háð fjármagnseigendum, hinum nýju valdhöfum Íslands, sem á sviði háskóla- menntunar sem á öðrum sviðum samfélagsins, móta stefnu og áherslur. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að LOGOS sé ágætt og heiðvirt fyrirtæki. Það hlýtur að verða fyr- irtækinu álitsauki að „eiga“ kennara við Háskóla Ís- lands. Athygli vekur hins vegar að forseti lagadeildar HÍ skuli snúa dæminu við: Það hljóti að vera laga- deild Háskóla Íslands til álitsauka að Logos skuli láta svo lítið að stíga þetta skref. Spurningin er svo þessi: Hvar dregur Háskóli Ís- lands línurnar? Væru allar lögmannstofur landsins velkomnar inn fyrir dyr Háskóla Íslands, eða aðeins þær elstu og stærstu? Hve margar stöður eru nú kost- aðar af fyrirtækjum við Háskóla Íslands? Þetta þarf að upplýsa og í þjóðfélaginu þarf að fara fram um- ræða um hvað fólk vill í þessum efnum. Þjóðfélag okkar hefur verið að taka miklum breytingum á und- anförnum árum. Lýðræðið hefur þokað fyrir pen- ingavaldi – auðvaldi – sem gerist stöðugt fyrirferð- armeira á öllum sviðum þjóðlífsins. Fánar fyrirtækja blakta við Listasafn Íslands, Þjóðminjasafnið og peningamenn seilast eftir áhrifum í heilbrigðisgeira, í skólakerfi og á sviði vísinda og mennta. Að sjálf- sögðu er mikilvægt að atvinnulífið sýni vísindum og rannsóknum áhuga. Það gerir atvinnulífið hins veg- ar á sínum forsendum, sem eðli máls samkvæmt eru hagsmunatengdar. Spurningin snýst um verkaskiptingu á milli fyr- irtækja og hins opinbera og þar með um áherslur, áhrif og vald. Fram til þessa hafa menn lagt mikið upp úr sjálfstæði Háskóla Íslands. Er sá tími liðinn að slík hugsun sé í öndvegi höfð? föstudagur 23. febrúar 200728 Helgarblað DV Engum öðrum en Íslendingum dytti í hug að borga 200–250 króna seð- ilgjald fyrir að njóta þeirrar náðar að fá senda reikninga. Gjaldið er marg- faldur pappírs- og póstkostnaður sendibréfs og er þar á ofan ný uppfinn- ing í veraldarsögunni. Í Evrópu yrði uppreisn, ef reynt yrði að koma á slíku gjaldi. Aðeins Íslendingar eru svo kúgaðir af langvinnu okri, að þeir telja það eðlilegan gang samfélagsins. Okur er ekki bara stundað af bönkum og sím- um, tryggingum og olíu. Það er stundað af öllum þeim fyrirtækjum, sem leyfa sér að rukka seðilgjöld. Hátt verðlag og hugmyndarík gjöld eru afleið- ing af eymd þjóðarinnar. Brynjólfur og Friðrik Einu sinni hélt ég, að Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sófusson væru meðal merkisbera frjálsrar samkeppni, teldu markaðshagkerfi beztu leið almennings. Nú eru báðir lengi búnir að vera þekktir okrarar, forstjórar einkavæddra einokunarfyrirtækja, Brynjólfur hjá Símanum og Friðrik hjá Landsvirkjun. Svo langt eru þeir leiddir í einokun, að þeir hafa orðið að játa ólöglegt samráð um að hindra samkeppni og um að skipta með sér markaði. Brynj- ólfur er sagður vera upphafsmaður glæpsins og hafa ginnt Friðrik til sam- starfs. Síminn var sektaður um 55 milljónir og Landsvirkjun um 25 milljón- ir. Skiptimynt fyrir okrara. Einkavæðing var fáokun Markaðsfræðin segir, að verðlagseftirlit sé óþarft, því að frjáls sam- keppni sjái um að halda niðri verði. Þessu höfum við trúað og þess vegna aflagt brokkgenga ríkisstofnun verðlags. Veruleikinn er hins vegar annar. Einkavæðing breytti bara einokun í fáokun. Þar hefur samkeppni í bezta falli reynzt tímabundin. Ungt dæmi er frjálsa rafmagnið, sem ekki hefur lækkað reikninga fólks. Fáokun er eðlilegt lokastig, hvort sem upphaf hennar er einokun eða sam- keppni. Nú síðast er bifreiðaskoðun komin á lokastig einokunar, Frumherji hefur étið Aðalskoðun. Einkavæðing ríkisins býr jafnan til fáokun, alls ekki samkeppni. Hæstu vextir Evrópu Karl Marx og Friedrich Engels bulluðu mikið, en höfðu þó að því leyti rétt fyrir sér, að rökrétt niðurstaða markaðslögmála er einokun. Fyrirtæki éta hvert annað, unz tvö eða þrjú standa til málamynda eftir og semja um markaðinn. Þetta kölluðu þeir, að borgarastéttin æti sjálfa sig. Við þekkjum þetta vel hér. Samkeppni er aðeins á afmörkuðum sviðum, svo sem í bílainnflutningi, sumarferðum og í nýlenduvöru. Skiptir þá engu, hvort önnur fyrirtæki auglýsa grimmt eins og bankarnir. Þeir auglýsa ekki bætt kjör, enda hafa þeir vond kjör fyrir alla og hæstu vexti í Evrópu. Þolgæði þjóðarinnar Við berum okkur stundum saman við Norðurlönd og teljum ekki miklu meira okrað á okkur en á nágrönnunum. Við berum okkur síður saman við meginland Evrópu, þar sem verðlag er aðeins tveir þriðju á við það, sem hér er. Og við berum okkur alls ekki saman við Bandaríkin, þar sem bara er hálft íslenzkt verðlag. Á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og í Japan eru vextir 0–3 pró- sent og hafa lengi verið. Hér á landi þola kjósendur, að vextir séu 10–20%. Samt er stór hluti þjóðarinnar ungt fólk, sem stendur andspænis húsnæð- iskaupum og sér ekki nokkra leið til að ráða við þau, þótt kaup sé gott og yfirvinna nóg. Verðskyn lagaðist ekki Endurreist verðlagseftirlit gæti afnumið seðilgjöld og lækkað verð á þjónustu fyrirtækja á sviðum síma, orku, olíu og trygginga, einkum þó banka, sem eru gráðugastir. Í árdaga Hannesar Hólmsteins var þó sagt, að eftirlit borgara skuli leysa eftirlit ríkis af hólmi, því annars verði ekki til neitt verðskyn fólks. Við höfum lengi prófað að hafna verðlagseftirliti, en samt hefur verð- skyn Íslendinga ekki lagast um eina spönn. Eitt af merkustu lögmálum markaðshagfræðinnar gildir nefnilega ekki í landi, sem á Evrópumet í vöxt- um. Jónas Kristjánsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. 200 króna seðilgjald Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson Háskólastöður til sölu? Kjallari ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.