Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 43
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 43 Á að leyfa klÁmrÁðstefnu Á Íslandi? Hafsteinn Þórólfsson, söngvari og lagaHöfundur: „Ég hef ekki kynnt mér þetta mál til fulls, en út frá siðfræðilegu sjónarmiði og hugsjónum mínum tel ég ekki rétt að klámráðstefna sé haldin hér á landi. Ég held það sé ekki gott að fá landkynningu út frá þessari ímynd og við eigum ekki að bjóða klámiðnaðinn velkominn.“ Katrín s. óladóttir, framKvæmdastjóri: „Klámráðstefna er svo stórt orð. Hvernig eigum við að banna eina ráðstefnu en leyfa aðra? Við höfum ekki hugmynd um um hvað verður fjallað á þessari ráðstefnu. eftir því sem fjölmiðlar hafa greint frá er ekki talið að um neitt ólögmætt sé að ræða. Þetta fólk virðist koma í sama tilgangi og aðrir, ræða sín mál og fara í bláa lónið! Hvernig getum við auglýst okkur sem ráðstefnuland en bannað á sama tíma eitthvað sem við vitum í raun ekkert um? Við leyfum klámbúllur á landinu en hneykslumst svo á komu þessa hóps. Ég treysti þeim sem veittu leyfi fyrir ráðstefnunni til að hafa kynnt sér inntak hennar áður en samþykki var veitt.“ arnar gauti, verslunarmaður: „Já, þetta er iðnaður eins og allt annað, þótt það séu til slæmar myndir af honum. Þetta eru framleiðendur á efni og allir kaupa það, hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. Það er örugglega til klám í hillum hjá alþingismönnunum líka. Þetta er eins og með rauðvín í búðum, við megum ekki kaupa það af því að stjórnmálamennirnir leyfa það ekki, en svo fara þeir til útlanda og þá finnst þeim ekkert sjálfsagðara en að kaupa vín í búðum. ef klám er innan velsæmismarka, sem ég tel það vera, þá er þetta fullkomlega eðlilegt.“ stefán máni, ritHöfundur: „Ég vil leyfa þetta, ég nenni ekki að búa í þjóðfélagi þar sem allt er bannað, það á bara að leyfa allt. það á að setja reglur um hlutina. Mér finnst að það eigi að leyfa allar ráðstefnur, svo lengi sem það eru reglur um þær. Þetta er sama og með bjórsölu, það á að leyfa hana og að auglýsa hana sömuleiðis.“ Bryndís scHram: „spurt er: finnst þér að eigi að leyfa klám- ráðstefnu á Íslandi? svar: Ofstækismenn í bandaríkjunum náðu því fram á sínum tíma að banna ulysses eftir James Joyce á þeirri forsendu, að það væri klámrit. Hefði sá dómur staðið, væri obbinn af heims- bókmenntunum, ásamt helstu kvikmyndum samtímans, kominn á bannlista. svo að ég tali nú ekki um afþreyingarefnið bandaríska, sem er þeirra helsta útflutningsgrein, og íslenskir foreldrar nota til þess að hafa ofan af fyrir börnum sínum í fjarveru sinni. eigum við ekki að banna þetta allt saman? Á ríkisstjórnin að hafa vald til að banna fundi, sem hún er á móti? Viljum við það? Verður þá ekki næsta mál að stimpla náttúruverndarsinna hryðjuverkamenn og banna fundi þeirra? Ég held, að ríkisstjórn og alþingi ættu fyrst að biðjast afsökunar á meðsekt Íslands um innrásina í Írak og blóðbaðinu þar, áður en þeir taka sér vald til að banna fundahöld að eigin geðþótta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.