Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 53
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 53 “Ég er að fara gefa út plötu og á henni eru meðal annars Hjalti Úrsus, Bjartmar Guðlaugs- son, Erpur Eyvindarsson, Unnur Birna, Jóhanna Guðrún, dúettinn Hljómur, Alli Rúts og Gústi Aska,” segir útvarpsmaðurinn og skemmtikraft- urinn Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi Jr eins og hann er kallaður. “Platan kemur út í lok mars eða byrjun apríl og heitir Peppið fell- ann.,” segir Steindi en þar verður húmorinn í fyrirrúmi. “Þetta verða tíu lög og tíu hljóðskets- ar. Til dæmis er rapplag með Hjalta Úrsus og svo tek ég líka Týndu kynslóðina með Bjartmari.” “Þetta byrjaði allt sem grín hjá mér og vin- um mínum. Við vorum og erum alltaf að taka upp vídjósketsa og gera grínlög til að skemmta hvor öðrum. Síðan var ég bara kominn með svo mikið efni að ég ákvað að fara bara alla leið og gera plötu.” Í útvarpinu virka daga “Ég er í loftinu á Flass 104,5 alla daga milli tíu og eitt,” en auk þess að vera vinna í tónlist- inni hefur Steindi vakið athygli að undanförnu fyrir frumlegt og fyndið útvarpsefni. “Ég er að reyna gera þátt fyrir fólk sem vill fá eitthvað meira útúr útvarpi en bara hlusta á tónlist,” segir Steindi sem fjallar um málefni líðandi stundar á fyndinn hátt að eigin sögn. Húmorinn í fyrirrúmi “Þátturinn byggist mikið upp á föstum lið- um, sketsum, útvarpsleikritum og öðru upp- teknu efni,” en meðal fastra liða eru til dæmis Á trúnó með Steinda Jr og Helgartremminn. “Í Helgartremmanum hringir fólk til dæmis inn og segir mér frá því þegar það datt í það um helg- ina og át heilt oststykki eða setti smokk á hest.” Steindi segist einn- ig ræða það mikið við hlustendur sína um hversu lélega skeggrót hann sé með. “Ég hringi líka mikið til Færeyja og tala um málefni líðandi stundar og annað sem liggur mér á hjarta.” “Það er ekki komið á hreint ennþá hvar platan verður seld en hún mun kosta 1000 krónur,” segir Steindi að lokum og bendir fólki á heimasíðuna www.myspace.com/steind- ijr til að kynna sér tónlistina og myndböndin frekar. asgeir@dv.is RappaR með Hjalta ÚRsus Velski leikarinn Rhys Ifans var mættur í sjónvarpsþátt Jay Leno á miðvikudaginn var. Leikarinn sem er þekktastur fyrir leik sinn í kvik- myndunum Notting Hill og Little Nicky var mættur til þess að kynna nýjustu kvikmynd sína, Hannibal Rising. Rhys gerði mikið að gamni sínu og talaði meðal annars um hve auðveldlega hann sofnaði í leikhúsi og hve vandræðalegt það væri. Til dæmis nefndi hann sýn- ingu sem hann fór á í Bretlandi, líklega einhverja af sýningum Vest- urports, þar sem leikarar töluðu um “endurkomuna til Íslands.”. Innan skamms var Rhys sofnaður en vaknaði svo upp með látum og ópum þegar hann fékk martröð um að hrapa niður gjá á Íslandi. Sagði Rhys að hver einasti leikhúsgest- ur hefði mænt á sig og leikararnir á sviðinu líka. Í framhaldinu birt- ist svo leikhúsdómur hjá The Daily Mail þar sem gagnrýnandi sagði að kvöldið hefði verið hálf leiðinlegt, fyrir utan hinn “sífulla” Rhys Ifans sem hefði sofnað og vaknað upp með þvílíkum ópum að hverjum einasta gesti hefði brugðið. Rhys nefndi sýninguna ekki á nafn og ítrekað við Leno að þótt hann léki sjálfur á sviði, gæti hann ekki hald- ið sér vakandi á leiksýningum. DReymDi ÍslanD Í leikHÚsi Útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Steinþór Hróar Steinþórsson betur þekktur sem Steindi Jr gefur út plötuna Peppið fellann í vor þar sem hann rappar meðal annars með Hjalta Úrsus. Einnig koma fram á plötunni Bjart- mar Guðlaugsson, Erpur Eyvindarsson og Unn- ur Birna ásamt fleirum. Steindi Jr er í útvarpinu á Flass 104,5 alla virka daga milli 10 og 13. Gettu betur hefst í kvöld Átta liða úrslit í Spurninga- keppni framhaldsskólanna eru ljós og því er keppnin komin í sjónvarp. Fyrsta keppnin er í kvöld og þá eigast við lið Menntaskólans í Kópavogi og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Einnig eru lið Versló, MA, MS, MR, ME og MH komin áfram og er síðasta viðureign í átta liða úrslitum háð þann 16.mars. Spyrill er Sigmar Guðmundsson og í stöðu dómara og spurninga- höfundar er Davíð Þór Jónsson. ÓlátaGarður opnar í kvöld Sérstök sýning á vegum Vetr- arhátíðar opnar í kvöld, í gömlu kartöflugeymslunni við höfða. Sýningin ber heitið Ólátagarður- inn og eru það hópur listamanna sem áður hafa fengist við graffiti sem sjá um verkin. Á sýningunni má sjá ljósmyndun, video-list, innsetningar og verk á striga. Sagt er í lýsingunni að sýningin sé ómótstæðileg fyrir öll skilning- arvit. Sýning er aðeins í dag og á morgun. forsala á skÓla- ball að hefjast Skólaball pose.is verður haldið á Nasa laugardaginn 10.mars. Á ballinu koma fram hljómsveitin Á móti Sól með Magna fremst- an í fararbroddi, rapparinn Bent & Dj Danni Deluxe og síðast en ekki danstónlistar tvíeykið Dj Ghozt & Brunhein. Forsala miða hefst mánudaginn 26.febrúar í verslun skór.is í kringlunni. Verð fyrir skólafólk er 1500 krónur en 2000 fyrir aðra. Aldurstakmarkið er 20 ár. Tekur upp myndband Steindi hefur þegar gert myndbönd við nokkur laganna á plötunni. Hjalti Úrsus Rappar með Steinda Jr á plötunni Peppið fellann. Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr gefur út plötu í vor þar sem fjöldi þekkta einstaklinga kemur fram. Rhys Ifans sofnaði í leikhúsi og fékk martröð þar sem hann féll niður gjá á Íslandi. Rhys Ifans sagðist í þætti Jay Leno hafa sofnað í leikhúsi og dreymt sig falla niður gjá á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.