Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2007, Page 57
DV Helgarblað föstudagur 23. febrúar 2007 57 Tæplega á dagskrá Tónlistarhátíðin South by Southwest er árlegur viðburður í höfuðborg Texas-fylk- is, Austin. Á hátíðinni er boðið upp á gríðarlega tónlistardagskrá og vandaða kvik- mynda- og margmiðlunardagskrá í leiðinni. Íslenskar hljómsveitir hafa jafnan farið út og spilað á hátíðinni og í ár er engin breyting þar á, en fjögur íslensk bönd eru á dagskránni sem er nú fullskipuð. 1500 bönd Tónlistarhátíðin South by Southwest, eða Suð-suðvest- ur, verður haldin í Austin í Tex- as í Bandaríkjunum í mars eins og vaninn hefur verið undanfar- in ár. Markmið hátíðarhaldara er að vera með sem fjölbreyttasta tónlist og um leið reyna að koma hæfileikafólki í kynni við bæði fjölmiðla og bransalið. Í ár munu yfir þúsund hljómsveitir koma fram á hátíðinni, eða 1493 í heild- ina. Hljómsveitirnar deilast yfir 64 tónleikastaði um borgina og mæta yfir 2000 blaðamenn á svæðið. South by Southwest er ekki aðeins tónlistarhátíð heldur einnig kvik- mynda- og margmiðlunarhátíð. Í ár spila fjórar íslenskar hljóm- sveitir á hátíðinni. Bang Gang með Barða Jóhannsson í farar- broddi, söngkonan Hera, Músík- tilraunasigurvegarar Mammút og Reykjavík! sem gaf út plötuna Art- ic Landscapes, glaciers, opress- ion, religion & alcohol síðasta sumar og fékk afbragðsdóma fyrir. Hljómsveitin Jakobínarína spilaði á hátíðinni í fyrra og vakti gífur- lega athygli blaðamanna. Piltarnir fengu skrifað um sig í hinum ýmsu miðlum og hafa síðan þá fetað enn lengra framabrautina. Á hátíðinni spilar líka einn færeyskur frændi; Teitur, en sá þykir afbragðstón- listarmaður. Fleiri hljómsveitir frá Norðurlöndum eru svo á sín- um stað og ber þar helst að nefna Datarock, Architecture in Hels- inki, Junior Senior, Peter Bjorn & John og síðast en ekki síst Under Byen, sem er sögð nokkurs konar Sigur Rós Danmerkur. Á dagskrá hátíðarinnar má inni á milli finna stærri sveitir á borð við Lily Allen, The Automatic, Badly Drawn Boy, Bloc Party, Chuck D, Razorlight, RJD2, Sage Francis, The Stooges, dori@dv.is Reykjavík! Verður borginni vonandi til sóma. Morrissey tónlistarmaðurinn Morrissey spilaði á hátíðinni í fyrra við góðar undirtektir. Barði Jóhannsson Hefur þegar vakið umtal í bandaríkjunum og spilar í austin í texas í mars. Amy Winehouse og Kings of Leon. South by Southwest er stórglæsileg tónlistarhátíð og ærlegt framtak. Hátíðin byrjar þann 14. mars og stendur til 18. mars. „Ég veit ekki hvort það var U2, The Rolling Stones eða Oasis sem byrjaði á þessu „ég er besta hljóm- sveit í heimi og fjandinn hirði hin- ar“ hugarfari, en það er gjörsam- lega óþolandi,“ segir Win Butler, söngvari hljómsveitarinnar Arcade Fire í viðtali við tónlistartímaritið NME. Í viðtalinu fer Win mikinn um ástand tónlistarbransans og segir að markaðssetningin sé farin að ráða þar ríkjum. „Sumar hljómsveit- ir eru bara að heilaþvo fólk til þess að kaupa tónlist. Það er þannig sem 90% af þessum tónlistarbransa eru. Það er verið að selja tónlist eins og skemmtisiglingar eða brauðristar,“ segir Win reiður. Enn fremur seg- ir hann að hljómsveitin hans hugsi alls ekki svona. „Það er ekki eins og við viljum ekki velgengni en að sama skapi viljum við ekki neyða tón- list okkar ofan í fólk. Það er bölvað kjaftæði að vera í einhverri keppni um hver er mesta rokkstjarnan,“ segir Win. Hljómsveitin Arcade Fire hefur heldur betur sótt í sig veðrið undanfarið. Hljómsveitin var stofn- uð í Kanada árið 2003 og gaf út sína fyrstu plötu, Funeral, árið 2004. Þann 6. mars næstkomandi kemur út næsta breiðskífa þeirra sem ber heitið Neon Bible. Það verður gam- an að sjá hvernig skaphundurinn Liam Gallagher bregst við tali Wins, en hann hefur hingað til ekki leyft neinum að komast upp með múður í sinn garð. dori@dv.is Liam Gallagher Verður eflaust æfur þegar hann sér ummæli butlers. Hera Mætir keik til leiks á south by southwest. sendir U2 og oasis Tóninn Win Butler, söngvari Arcade Fire, fer ófögrum orðum um kollega sína í nýju viðtali: Win Butler segir að góð tónlist snúist ekki um hver sé mesta rokkstjarnan. Hljómsveitin The Streets hefur unnið hörðum höndum að nýrri plötu upp á síðkast- ið. Maðurinn á bak við bandið, Mike Skinner, segir að vinnsla nýju plötunnar sé frábrugðin fyrri plötum. „Ég ákvað að skrifa alla textana fyrst og sníða svo tónlist í kringum þá, en það hef ég ekki gert áður,“ segir Skinner. Í þetta skiptið notast Skinner líka við lifandi hljóðfæri eins og píanó, tromp- et, fiðlu og flautu, en áður hefur hann einungis notast við sömpl og hljóðgervla. Ekkert hefur enn verið sagt til um hvenær platan kemur út, en það verður eflaust á þessu ári. ný sTreeTs- plaTa í vændUm Samkvæmt New York Busin- ess-tímaritinu hefur gítarleik- arinn Slash ákveðið að gefa út ævisögu. Slash sem er nú í hljómsveitinni Velvet Revolver er þekktastur fyrir störf sín í hljómsveitinni Guns N’ Roses, en Slash hætti ásamt söngv- ara sveitar- innar, Axl Rose, árið 1996. Það er blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Anthony Bozza sem verður Slash til halds og trausts í bókarskrifunum, en sá hjálpaði einnig rokkaranum Tommy Lee við að skrifa ævisögu sína. Bókin er væntanleg í haust og er það HarperCollins sem gefur út. ævisaga frá slash á leiðinni Ekki er víst að verði af end- urkomu rokkarans Davids Lee Roth í hljómsveitina Van Halen. Talsmaður sveit- arinnar gaf út yfir- lýsingu 2. febrúar þar sem kom fram að hljómsveitin, skipuð uppruna- legum meðlimum hennar, myndi fara á tónleikaferð og leika í yfir 40 borgum í Banda- ríkjunum. David Lee Roth, sem hefur ekki spilað með bandinu í 23 ár, og Van Halen-bræðurnir voru mjög vongóðir eftir æfingar í vikunni en nú hefur túrnum verið frestað um óákveðinn tíma en ekki hafa fengist neinar skýr- ingar hvers vegna. van halen salT- ar endUrkomU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.