Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 2
Bankar og fjármálastofnanir keppast nú við að freista barna á ferming- araldri með tilboðum um sparnað- arleiðir og möguleika á ýmiskonar vinningum, gegn því að börnin komi í viðskipti og leggi inn peninga sem þau fá að gjöf, á bundinn reikning til átján ára aldurs. Stóru bankarnir, Landsbankinn, Byr, Kaupþing, Spron og Glitnir bjóða fermingarbörnum upp á misjöfn tilboð, bæði mótfram- lög þegar peningar eru lagðir inn á reikningana og möguleika á vegleg- um vinningum. Mótframlög bankana eru frá tvö þúsund krónum og upp í fimm þús- und krónur, gegn því að þau börnin leggi inn peninga á verðtryggða fram- tíðarreikninga. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að ef börn leggja inn þrjátíu þúsund krónur eða meira fái þau fimm þúsund króna mótframlag frá bankanum. Að auki lenda öll fermingarbörn sem stofna reikning í potti þar sem dregið verður um fartölvur og iPod spilara. Byr bíður börnum að stofna lok- aðan reikning áður en þau fermast og mun sparisjóðurinn borga tvö þús- und krónur inn á reikninginn fyrir hvert innlegg frá fjölskyldu og velunn- urum. Í kaupbæti fá fermingarbönin fjóra bíómiða og fleira. Öll ferming- arbörn sem opna reikninga hjá Glitni og Spron fara sjálfkrafa í pott um að vinna Playstation 3 leikjatölvu. Vara við auglýsingaherferðum sem beinast að börnum. Björk Einisdóttir framkvæmdar- stjóri Heimils og skóla - landssam- taka foreldra gagnrýnir auglýsinga- herferðir sem snúa beint að börnum. Hún segir þær sérstaklega fyrirferða- miklar í kringum fermingar. „Með nokkurri vissu er hægt að segja að sum íslensk fyrirtæki líti á börn sem peningavélar, markhóp sem auðvelt er að ná til og sannfæra til að koma vöru og þjónustu á fram- færi með það að markmiði auðvitað að selja hana. Þetta verður sérstaklega áberandi í kringum fermingarnar. Við hjá Heimili og skóla - landssamtök- um foreldra höfum lagt ríka áherslu á að börn séu ekki neytendur í fyllsta skilningi orðsins. Það er mikilvægt að auglýsendur hafi það í huga og láti það alfarið vera að beina auglýs- ingum að börnum í hvaða formi sem þær eru. En ábyrgðin er foreldranna og mikilvægt að þeir séu meðvitað- ir um ofangreint og leiðbeini börn- um sínum í umhverfi sem einkennist af hraða, nýrri tækni og sívaxandi og beinni markaðssókn,“ segir hún. Jákvætt og uppbyggilegt Áki Sveinsson, forstöðumað- ur Markaðs- og sölumála hjá Glitni segir auglýsingaaðferðir Glitnis ekki beinast beint að börnum, en bank- inn sendir öllum börnum á ferming- araldri tvö þúsund og fimmhundruð króna inneign á framtíðarreikning bankans, óháð því hvort þau séu í viðskiptum. „Það eru fyrst og fremst foreldrar og velunnarar barna sem við erum að stíla á. Við viljum hvetja fólk til þess að gefa uppbyggilega gjöf. Þetta eru allt bundnir reikningar til átján ára aldurs og við teljum það betri kost heldur en að gefa pening í umslagi sem þau geta eytt í næstu búð. Okkur finnst þetta vera bæði já- kvætt og uppbyggilegt.“ Áki segir að ekkert sé rangt við auglýsingaaðferðir bankans. „Aug- lýsingar okkar eru ekki stílaðar beint á börn. Við sendum öll okkar tilboð í lokuðum umslögum sem eru stíluð á forráðamenn barnsins og það eru engar skuldbindingar. Fólk ræður al- veg hvort það þiggur þetta tilboð eða ekki.“ föstudagur 30. mars 20072 Fréttir DV Bankarnir keppast nú við að freista fermingarbarna með tilboðum um góða ávöxtun á fermingarpeningunum. Bankarnir bjóða flestir gjafir í kaupbæti og fermingarbörn sem stofna reikning lenda oft í potti, þar sem þau geta unnið tölvur og iPod spilara. Björk Einisdóttir framkvæmdarstjóri Heimilis og skóla gagnrýnir slíkar aðferðir. Líta á börn sem peningavéLar ValgEir Örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Björk Einisdóttir framkvæmdarstjóri Heimilis og skóla varar við því að beina auglýsingum að börnum. Hún segir mikilvægt að ekki sé litið á börn sem neytendur í orðsins fyllstu merkingu. Heimili og skóli samtökin leggjast gegn auglýsingum sem beinast að börnum. nefbraut mann Maður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa slegið mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann nef- brotnaði. Atvikið átti sér stað við Grand rokk í Reykjavík fyrir rúmu ári síðan. Þá var hann einnig fundinn sekur um vopnalagabrot þar sem hann var með hníf á sér um- rætt sinn. Refsing mannsins var ákvörðuð með hliðsjón af því að sýnt hafi verið fram á að sá sem nefbrotnaði hafi átt fyrsta höggið í slagsmálunum. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Fullur sat fastur Þrír voru teknir fyrir ölvunar- akstur á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan hálf ellefu í gærmorgun til klukkan eitt. Einn var tekinn á Dalbraut í Kópvogi, annar á Stuðlahálsi í Reykjavík og sá þriðji á Álftanesi. Sá síðast nefndi hafi ekið bíl sín- um útaf og sat þar fastur. Þegar lögreglan fór að athuga með bíl- inn kom í ljós að bílstjórinn sat ölvaður undir stýri. Varðstjóri lögreglunnar segir það koma öðru hverju fyrir að fólk sé tekið fullt undir stýri á miðjum degi, í miðri viku. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Söfnun fyrir veika móður Ung kona, Ásta Lovísa Vil- hjálmsdóttir, berst hetjulegri baráttu við krabbamein og sagði sögu sína í fjölmiðlum í vetur. Nýjustu rannsóknir sýna að lyfja- meðferð virkar ekki lengur og eina von hennar um bata, er að komast í lyfjameðferð í New York. Ásta Lovísa er iðin við að halda úti bloggsíðunni 123.is/ crazyfroggy og höfðu yfir 100 manns sent henni hvatningar- orð í framhaldi fregna hennar af slæmum niðurstöðum. Fólk hefur tekið sig saman og opnað styrktarreikning til að gera Ástu Lovísu kleift að leita þeirra lækn- inga sem brýn þörf er á að hún fái. Reikningsnúmerið er 0525- 14-102510, og kennitala 090876- 5469. DV kaupir Krónikuna Dagblaðið-Vísir útgáfufélag keypti í gær allt hlutafé í Fréttum, útgáfufélagi vikuritsins Krón- ikunnar. Eftir kaupin kemur Krónikan ekki út áfram í óbreyttri mynd. Öllu starfsfólki Krónikunnar verður boðið starf hjá DV. Þegar hefur verið gengið frá ráðningu Sigríðar Daggar Auðunsdótt- ur, ritstjóra Krónikunnar, í starf umsjónarmanns helgarblaðs DV og Valdimars Birgissonar í starf markaðs- og sölustjóra áskrifta. Breyting verður á dreifingu DV á næstunni. Innan nokkurra vikna verður hægt að kaupa DV í áskrift alla útgáfudaga blaðsins en hingað til hefur aðeins verið hægt að kaupa helgaráskrift að blaðinu. Eftir örfáa daga verður unnt að kaupa áskrift að DV á netinu. Baráttusamtökin ætla að bjóða fram á landsvísu: Heildartekjur undir hálfri milljón skulu óskertar Baráttusamtökin ætla að bjóða fram á landsvísu en að þeim standa eldri borgarar, öryrkjar og Höfuð- borgarsamtökin. „Okkur gengur vel og við verðum vör við mikinn stuðn- ing, ekki síst frá ungu fólki sem er ánægjulegt því kjörin munu ekkert breytast á næstu árum, náum við ekki inn á þing,“ segir Arndís Björns- dóttir formaður Baráttusamtakanna. Framboðið var kynnt fyrir blaða- mönnum í gær og segir Arndís að unnið sé að því að raða á lista og nið- urstaða þeirrar vinnu verður kynnt fljótlega. Baráttuorð samtakanna eru jöfnuðu, lýðræði og velferð. Á málaefnaskrá er meðal annars að tekjur lífeyrisþega og öryrkja verði aldrei lægri en 210 þúsund krónur á mánuði og á upphæðin að hækka í samræmi við launavísitölu. Það sama á að gilda um þá sem unnið hafa heima við barnauppeldi og því ekki aflað lífeyrisréttinda á vinnu- markaði. Þá vilja samtökin að bætur skerðist ekki ef heildartekjur er und- ir 500 þúsundum krónum á mánuði. Arndís segir líka miklu máli skipta að skattleysismörk verði ekki lægri en 150 þúsund krónur og hækki í sam- ræmi við launavísitölu. „Fólki sem hefur nokkuð góð laun mun bregða í brún þegar tekjur þeirra minnka kannski fjórfalt þeg- ar lífeyrisgreiðslur taka við. Öryrkj- ar fara illa út úr kerfinu eins og það er í dag og þeir sem geta unnið létt störf eiga að fá það og halda bótum sínum óskertum,“ segir Arndís full- viss um að enginn fari á örorkubætur ótilneyddur, þar sem því fylgi slæm- ur stimpill. Arndís segir að krefja eigi lífeyr- isstjóðina sem eigi 1600 milljarða og fái 300 milljarða í vexti á ári um að byggja íbúðir fyrir eldriborgara og leigja þær út á hóflegu verði. Þannig yrði eldri borgurum gert kleift að selja eignir sínar, svo þeir gætu notað andvirði þeirra til að lifa betur. Eins ættu sjóðirnir að sjá sóma sinn í að byggja dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir hluta af sínum vaxtargróða. „Nýir flokkar fá engan fjárstuðn- ing á meðan gömlu flokkarnir fá 410 milljónir króna úr ríkissjóði. Þetta er ekki lýðræði,“ segir Arndís. hrs@dv.is arndís Björnsdóttir, Örn sigurðsson og Dóra Pálsdóttir Kostningaskrifstofa verður opnuð eftir helgi til að byrja með að rauðgerði 39. samtökin óska eftir fjárstuðningi og sjálfboðaliðum til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.