Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 42
föstudagur 30. mars 200744 Helgarblaðið DV Matgæðingur vikunnar er Guðný Aradóttir, einkaþjálfari og stafgöngu- leiðbeinandi, sem Hrafnhildur Há- konardóttir, einkaþjálfari, skoraði á í síðustu viku með þeim orðum að Guðný væri alltaf að hóta að bjóða sér í mat en stæði aldrei við það! Nú er næstum öruggt að Hrafnhildi verði boðið í girnilega súpu og heilsudrykk til Guðnýjar. „Fyrri uppskriftina fékk ég hjá þeim hjónum Degi B. Eggertsyni og Örnu Einarsdóttur, en þau buðu mér ásamt fleirum í mat um daginn og ég kolféll fyrir súpunni eins og aðrir í matarboðinu,“ segir Guðný. „Ég ákvað að deila uppskriftinni sem Dagur sendi mér með lesendum DV. Súpan er mjög saðsöm og auðveld í eldun og þar af leiðandi tilvalin að elda meðan skrafað er við gesti. Ég er sjálf búin að elda súpuna fyrir fjölskylduna og hún hitti í mark og þótti mjög góð - hvílir sennilega aðra rétti sem eru eld-aðir fyrir fjölskylduna. ,,Kærar þakkir Dag- ur fyrir uppskriftina. Ekki spillir fyr- ir að drekka svo sem eitt hvítvínglas með súpunni !“ Súpan l tOm KHa KaI l thai Chicken-coconut soup l 3 bollar kjúklingasoð l 1 dós (14OZ) kókosmjólk l 1/3 bolli engifer, fínt saxað l 1 bolli kjúklingabringa skorin í bita l 1/2 bolli villtir sveppir l 1 1/2 teskeið lime -safi l 2 matskeiðar hrásykur l 1 matskeið thai fiskisósa l 2 teskeiðar thai chilli massi (paste) l 1/2 bolli Kóríanderlauf l Chilli saxað eða dverg chilli ( má sleppa) Setjið saman kjúklingasoð, kókos- mjólk og engifer í stóran pott, látið suðuna koma upp og hrærið í eina mínútu. Bætið kjúklingnum í og hrær- ið í aðra mínútu. Að lokum eru svepp- um, lime safa, hrásykri, chilli massan- um og fiskisósunni bætt út í og hrært í eina mínútu á meðan suðan kemur upp. Hellið í skálar og setjið kóríand- erlaufin ofan á. Til að hafa súpuna sterkari, bætið þá ofan á hverja skál sneið af chilli. Með súpunni má bera fram til dæmis hrísgrjón og þá eru þau sett út í súpuna, eins má setja núðlur út í hana. Einnig er gott að bera fram ferskt salat eða ristað brauð. Græni heilSudrykkurinn „Hér er ekki um eiginlega uppskrift samkvæmt kokkabókum að ræða, heldur er bara slurkað í þetta og mæli- einingin aðallega lófinn.“ l spínat l ruccola salat l Vatn l gulrætur l avakado l mangó l Banani l radísur l dass af ávaxtasafa Allt sett saman í blandara og klaka bætt í eftirá. Ég mæli eftir tilfinningu í þennan drykk, salatið gæti rúmast í hálfri könnu í blandaranum, um það bil fjórar litlar gulrætur, tvær radísur, 1/2 avakado og vatnið að smekk, eftir því hvað drykkurinn á að vera þunn- ur. Til að auðvelda þetta má segja að best sé að hafa 60% græna og 40% ferska ávexti og helst, lífrænt ræktað græmeti og ávexti, gott er að bæta ör- lítið af engifer út í drykkinn, það gerir hann enn bragðmeiri. Drykkinn hef ég sem rúsínuna í pylsuendanum eða bara einan og sér sem millibita hvort heldur sem er fyrir eða eftir æfingu. Hann er bæði orku- og próteinríkur og góður fyrir melt- inguna. Drykkurinn er ómissandi í undirbúningi mínum fyrir Hvanna- dalshnjúk sem ég ætla að kífa í vor með félögum mínum hjá Íslands- pósti og svo býður mín Kilimanjaro, þangan stefni ég í haust með hópi frá Ferðafélagi Íslands. Hægt er að láta hugmyndaflug- ið ráða um hvað drykkurinn verður görugur og um að gera að prófa sig áfram. Eins er bara hægt að nota af- ganginn af salatinu sem haft var með matnum kvöldið áður, en þá verður það að hafa verið án olíu. Steikt grænmeti með klettasalati Fyrir 6-8 l 1 eggaldin l 1 kúrbítur l 2 rauðar papríkur l 2 gular papríku l 125 g klettasalat l 3 msk ólífuolía l 50 g svartar ólífur með steini l 50 g grænar ólífur með steini sjávarsalt l nýmalaður svartur pipar l 4 msk balsamico skerið eggaldinið í aflangar sneiðar og síðan í stafi. saltið og látið standa í 30 min, skolið þá upp úr köldu vatni. skerið kúrbítinn í stafi og papríkurnar í strimla. stekið allt grænmetið í ólífuolíunni í 5-7 mín. takið grænmetið af pönnunni og kælið. Blandið grænmetinu saman við klettasalatið og ólífurnar. Veltið upp úr balsamico rétt áður en það er borið fram og kryddið með salt og pipar. U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Ljósfælið vín Það er ekki sama hvernig vín er geymt. Það þarf að geymast á dimmum stað því talið er að ljós geti haft skaðleg áhrif á litarefni og gæði vínsins. Það er ástæða þess að vínflöskur eru litaðar. Kampavín og freyðivín eru sérstaklega viðkvæm fyrir ljósi. Það er líka gott að hafa í huga að það er misskilningur að öll vín batni við geymslu. flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Guðný Aradóttir einkaþjálfari og stafgönguleiðbeinandi Matgæðingurinn Lambalæri með eplum og grófu sinnepi Fyrir 6-8 l 1 úrbeinað lambalæri l 1 epli, Coxorange l 3 hvítlauksrif l 2 msk grófkornótt sinnep l salt l nýmalaður svartur pipar l 4 stilkir steinselja, helst ítölsk skerið epli og hvítlauksrif í litla teninga og blandið saman við sinnepið. Nuddið lærið upp úr salti og pipar. Komið eplafyllingunni inn í lærið ásamt steinseljunni. Lokið lærinu og bindið saman með mat- arsnæri. steikið í ofni við 190°C í 1 klst og 45 mín. Látið kjötið standa í 10 mín áður en það er skorið í sneiðar. Berið gjarnan fram með chutney (kryddaðri sultu). Súpa oggrænn hollustudrykkur Guðný skorar á Hafdísi Jónsdóttur, Dísu í World Class, að vera næsti matgæðingur DV: „Ég ætla að skora á Dísu, því eins og alþjóð veit er Dísa hollustan út í gegn og ég veit að hún eldar mjög góðan fisk. Ég skora einnig á hana að koma með góðan hollustudrykk.“ Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Fundur í miðborginni Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.