Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 30. mars 200734 Sport DV Lið Vals og HK eru bæði taplaus eftir jól og hafa verið í nokkrum sér- flokki nánast í allan vetur. HK gerði jafntefli við Íslandsmeistara Fram í síðasta leik, þar sem gestirnir jöfn- uðu eftir að leiktíminn rann út. Á sama tíma vann Valur bikarmeistara Stjörnunar og hafa tveggja stiga for- ustu á HK fyrir leikinn. Árni Stefánsson einn helsti hand- boltagúru landsins dvelur þessa dag- ana á Spáni, þar sem hann vinnur við að leigja út hús. Hann fylgist þó engu að síður vel með deildinni og spáir HK sigri. „Þetta verður alveg rosalegur leikur, það er ljóst að ef Valur vinnur þennan leik eru þeir búnir að klára mótið. Það eru ekki margar umferðir eftir og við ramman reip að draga hjá HK og hinum liðunum sem eru að elta, vinni Valur leikinn. Þó ég sakni að vísu úrslitakeppn- inar, þá virðist þetta mótafyrirkomu- lag að svínvirka og er sanngjarnast. Það lið sem stendur sig best yfir all- an veturinn fagnar sigri og verður Íslandsmeistari. Það hafa verið fullt af leikjum að undanförnu uppá líf og dauða á toppnum og ekki síður botninum. Ég held að HK vinni þetta, ég hef trú á því . Valsarar mega tapa leikn- um án þess að það hafi úrslitaáhrif og það er stundum vont að vera með það í hausnum, að mega að tapa. Það getur komið aftan að manni. Ég held að HK muni spila grimma vörn og Agustas Strazdas komi til með að reyna trufla Markús, það er lykillinn að því að stoppa Valsmenn. Stoppa Markús og passa að hann komist ekki í gang. Valdimar Þórsson er búinn að spila vel í vetur, algjör lykilmaður í liði HK og þegar hann nær sér á strik eru þeir íllviðráðanlegir en að sama skapi þegar hann spilar ílla, eru þeir vængbrotnir. Valur er með gott lið, þeir eru með besta mannskapinn. Nú er svo kom- ið að þeir geta klárað dæmið. Það er spurning hvort þá langi mikið til að vinna titilinn. Ég held að HK verði viljugari, koma sennilega grimmir inn og vinna leikinn. En þetta verður hörkuslagur og tvísýnn. Kæmi mér ekki á óvart ef hann endaði með einu marki í blálokinn,“ sagði Árni. Stærsti leikur HK Gunnar Magnússon aðstoðar- þjálfari HK segir að Valsmenn verði að vinna leikinn á laugardag ef þeir ætli sér ekki að missa titilinn til HK. „Þetta er bara eins og hver annar leikur, kannski í stærri kanntinum,“ sagði Gunnar í léttum dúr. „Okkar vika hefur verið hefð- bundin,við tókum mánudaginn til að átta okkur á markinu sem Jóhann skoraði gegn okkur á sunnudag og menn þurftu aðeins að jafna sig eftir það. Svo hvíldum við á þriðjudag en höfum æft stíft eftir það og mætum tilbúnir til leiks á laugardag. Við spiluðum frábærlega á köfl- um á móti Fram og við reynum að nýta okkur þessa góðu kafla þar og ætlum að byggja ofan á það, vonand eflir það okkur og styrkir enn frekar. Valsmönnum var spáð titilinum og allir hafa reiknað með að þeir vinni mótið. Það áttu fáir von á því að við myndum blanda okkur í barátt- una og í raun lít ég á leikinn þannig að Valsmenn verði að vinna okkur ef þeir ætla ekki að eiga það á hættu að tapa titlinum til okkar. Það verður ekkert stórkostlegt áfall ef við verðum ekki meistarar í ár en hins vegar ætlum við að gera eins og við getum fyrst við erum komn- ir í þessa stöðu. Þessi leikur er einn sá mikilvægasti í sögu handboltans í HK, kannski fyrir utan bikarúrslita- leikina.“ Gunnar segir að styrkleiki HK sé góð vörn, og þar fyrir aftan sé góður markvörður. „Við erum sterkir varnarlega, bún- ir að fá okkur fæst mörk í deildinni. Egidijus Petkevicius er búinn að vera frábær fyrir aftan og svo höfum við verið að skora mikið úr hraðaupp- hlaupum og hröðum sóknum. Við erum hins vegar lélegir í því að halda einhverju forskoti og róa tempóið í leiknum. Við erum bara slakir í því, ekki okkar styrkleiki,“ segir Gunnar og hlær. Stemningin í Digranesi hefur verið góð í allan vetur undir dyggri STÆRSTI LEIKUR TÍMABILSINS Stórskytta Valdimar Þórsson hefur verið drjúgur fyrir HK í vetur og er kominn í íslenska landsliðið. Sannkallaður toppslagur verður í DHL deild karla á Laugardag, þar sem tvö efstu lið deildarinnar Valur og HK mætast. Valur hefur tveggja stiga forustu á HK þegar fjórar umferðir eru eftir og betri innbyrðis viðureign við HK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.