Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 36
FösTUdagUr 30. mars 200736 Sport DV Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvals- deildinni. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 55 stig, einu stigi meira en Liverpool sem er í fjórða sæti. Liðin hafa þrisvar sinnum mæst á leiktíðinni, tvisvar á heimavelli Liverpool og einu sinni á heimavelli Arsenal. Óhætt er að segja að Arsen- al hafi haft yfirhöndina í viðureign- um liðanna. Fyrsti leikurinn fór fram 12. nóvember á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal, þar sem heimamenn unnu örugg- an sigur, 3-0, með mörkum frá Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas. 6. janúar tók Liverpool á móti Ars- enal á Anfield í ensku bik- arkeppninni. Ars- enal vann þann leik 3-1 með tveimur mörkum frá Tom- as Rosicky og einu frá Thierry Henry. Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool í leiknum. Þremur dögum síðar tók Liverpool aftur á móti Arsen- al, nú í deildarbikarn- um. Leikmenn Arsenal fóru á kostum og unnu 6-3. Brasilíu- maðurinn Julio Baptista skor- aði fjögur mörk fyrir Arsen- al, Jeremie Aliadiere eitt og Alexandre Song eitt. Robbie Fowler, Steven Gerrard og Sami Hyypia skoruðu sitt markið hver fyrir Liverpool. Arsenal hefur sem sagt unnið þrjá leiki gegn Liverpool á leiktíð- inni, skorað 12 mörk og fengið á sig fjögur. Liverpool vann leik liðanna á An- field á síðustu leiktíð, 1-0, með marki frá Luis Garcia. Hann verður þó fjarri góðu gamni að þessu sinni vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Liver- pool og Arsenal í deildarbikarnum fyrr á þessari leiktíð. Annar leikmaður Liverpool sem missir af leiknum er Harry Kewell, en hann hefur ekkert getað spilað með liðinu á leiktíðinni vegna meiðsla. Að öðru leyti eru allir leikmenn klárir í slaginn hjá Liverpool. Hjá Arsenal eru tveir markahæstu leikmenn liðsins meiddir. Robin van Persie varð fyr- ir því óláni að fótbrotna í leik gegn Manchest- er United fyrr á leik- tíðinni og Thierry Henry er kviðslit- inn. Þá er Theo Wal- cott meiddur á öxl og leikur ekk- ert meira með á þessari leiktíð. Jermaine Pennant, leik- maður Liverpool, telur að liðið sem vinnu r leikinn á laugardaginn endi í þriðja sæti deildarinnar. „Það lið sem vinnur leikinn endar í þriðja sæti. Fyrir þær sakir er þetta einn stærsti leikur tímabils- ins. Fyrir utan þennan leik þá eiga bæði lið frekar auðvelda leiki eftir og því er þetta mjög mikilvægur leikur. Ef við spilum eins og við getum best þá ættum við að vinna leik- inn. Þeir hafa unnið okkur nokkrum sinnum á þessari leiktíð, þannig að það er kominn tími á að við vinnum,“ sagði Pennant. Liverpool og Arsenal eru und- ir stjórn tveggja af færustu fram- kvæmdastjórunum í boltanum í dag, Rafael Benitez og Arsene Wenger. Benitez segir að hann beri mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Ars- enal. „Mér finnst hann vera frábær stjóri. Horfið á liðið áður en hann kom og horfið svo á liðið eins og það er núna. Arsenal spilar góðan fót- bolta og hefur unnið marga titla,“ sagði Benitez. Síðustu tvö tímabil hafa Liver- pool og Arsenal spilað fimm leiki og þeim hafa verið skoruð 20 mörk. Síðasta 0-0 jafnteflið í innbyrgðis- leik liðanna leit dagsins ljós 9. janúar 1999. dagur@dv.is LiverpooL sæti L s J T m st 4. Liverpool 30 16 6 8 44:20 54 TiTLar Deildarmeistaratitlar: 18 evrópukeppni meistaraliða/Meis- taradeild evrópu: 5 evrópukeppni félagsliða: 3 enska bikarkeppnin: 7 Deildarbikarkeppnin: 7 arsenaL sæti L s J T m st 3. arsenal 29 16 7 6 51:24 55 TiTLar Deildarmeistaratitlar: 13 evrópukeppni bikarhafa: 1 enska bikarkeppnin: 10 Deildarbikarkeppnin: 2 síðusTu Tíu Leikir Liðanna 29. jan. 2003 Liverpool - arsenal 2-2 Mörk Liverpool: John Arne Riise og Emile Heskey Mörk Arsenal: Robert Pires og Dennis Bergkamp 4. okt. 03 Liverpool - arsenal 1-2 Mark Liverpool: Harry Kewell Mörk Arsenal: Sami Hyypia (sjálfsm.) og Robert Pires 9. apr. 04 arsenal - Liverpool 4-2 Mörk Arsenal: Thierry Henry 3 og Robert Pires Mörk Liverpool: Sami Hyypia og Michael Owen 28. nóv. 04 Liverpool - arsenal 2-1 Mörk Liverpool: Xabi Alonso og Neil Mellor Mark Arsenal: Patrick Vieira 8. maí 05 arsenal - Liverpool 3-1 Mörk Arsenal: Robert Pires, Jose Anto- nio Reyes og Cesc Fabregas Mark Liverpool: Steven Gerrard 14. feb. 06 Liverpool - arsenal 1-0 mark Liverpool: Luis garcia 12. mar. 06 arsenal - Liverpool 2-1 Mörk Arsenal: Thierry Henry 2 Mark Liverpool: Luis Garcia 12. nóv. 06 arsenal - Liverpool 3-0 Mörk Arsenal: Mathieu Flamini, Kolo Toure og William Gallas 6. jan. 07 Liverpool - arsenal 1-3 Mark Liverpool: Dirk Kuyt Mörk Arsenal: Tomas Rosicky 2 og Thierry Henry 9. jan. 07 Liverpool - arsenal 3-6 Mörk Liverpool: Robbie Fowler, Steven Gerrard og Sami Hyypia Mörk Arsenal: Julio Baptista 4, Jeremie Aliadiere og Alexandre Song Fyrri viðureignir Liðanna samtals: 197 Liverpool sigrar: 79 arsenal sigrar: 70 Jafntefli: 48 L=leikir, s=sigrar, J=jafntefli, T=tap, M=mörk skoruð : mörk fengin á sig, s=stig Liverpool - Arsenal arsenal hefur farið illa með Liverpool á leiktíðinni. Á laug- ardaginn gefst leik- mönnum Liverpool tækifæri til að hefna ófaranna þegar arsenal kemur í heimsókn á anfield. skepnan Julio Baptista gengur gjarnan undir gælunafninu skepnan. Hann skoraði fjögur mörk í síðasta leik liðanna. Hefur vaxið ásmegin Craig Bellamy fór ekki vel af stað með Liver- pool en hefur sýnt hvers hann er megnugur að undanförnu. Hörkutækling Leikir Liverpool og arsenal hafa oft einkennst af hörðum tæklingum og hér gerir Xabi alonso sig líklegan til að brjóta á Thierry Henry. skoraði tvö mörk Tomas rosicky skoraði tvö mörk gegn Liverpool í enska bikarnum en hann hefur skorað þrjú mörk alls fyrir arsenal í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.