Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 25
 „Íbúðin var ekki stór, þannig að þegar við systkinin fengum að gista, var borðstofustólum raðað saman og á þeim sváfum við. Ég gisti oft hjá þeim og fannst þá skemmtilegast ef Davíð gisti líka, því ég leit svo upp til hans. Mér fannst enginn komast í hálfkvisti við Davíð bróður. Hann var alltaf sjálf- um sér nógur og gaf svo mikið af sjálf- um sér.“ Með nesti í Hallargarðinn „Íja frænka var heimskona, þótt aldrei hefði hún farið til útlanda. Við fórum oft í Hallargarðinn, við hús Thors Jensen, og þá tók Íja frænka með teppi og nesti. Hún sagði að svona væri þetta í útlöndum; fólk sæti í almenningsgörðum og léti fara vel um sig. Þetta voru dýrðarstundir og það ríkti sannkallaður ævintýrablær yfir mörgu sem hún Íja gerði fyrir okk- ur.“ Fjárráð voru ekki mikil á þessum tíma, en engu að síður sá Íja til þess að frændsystkinin gætu notið lista og kvikmynda. „Vinkona Íju var sætavísa í Þjóð- leikhúsinu og hún bauð Íju stund- um í leikhús með okkur. Þegar búið var að slökkva ljósin vísaði hún okk- ur í auð sæti með litla vasaljósinu sínu og spenningurinn við leikhúsferðirn- ar var ekki sístur sá að vita hvort við fengjum sæti. Stundum var allt fullt og þá stóðum við upp við vegginn. Íja fór með okkur á bíó og keypti handa okkur bækur í Fornbókaversluninni við Laufásveg.“ Héldu niðri í sér andanum meðan útvarpsleikritin voru flutt Lillý Valgerður segir að þær mæð- gur hafi ekki eytt miklum tíma í bakst- ur; þær hafi gjarnan keypt kökur í bak- aríi, en alltaf var til nóg af öllu þegar gesti bar að garði. „Þær voru ákaflega gestrisnar og góðar konur,“ segir Lillý Valgerður með miklum hlýhug. „Þessi ár á Laufásveg- inum eru mér ofarlega í huga, eins og aðrir staðir sem þær bjuggu á, kannski líka vegna þess að þetta var fyrir tíma sjónvarpsins og því mikið um að þær töluðu og spiluðu við okkur. Þær áttu útvarp og með þeim hlustuðum við á útvarpsleikritin og önduðum ekki á meðan!“ Þegar Lillý Valgerður var níu ára gömul gisti hún sem oftar hjá Íju og ömmu sinni, sem þá voru fluttar í Skipholt. Um nóttina veiktist amma hennar mikið og lést að morgni 27. desember árið 1961. „Við Íja frænka vöktum yfir henni alla nóttina og ég man hversu heitt ég bað Guð um að hún væri ekki dáin,“ segir Lillý Valgerður og bætir við að amma hennar hafi verið bænheit kona sem kenndi þeim bænirnar. „Amma var kistulögð heima, þá var algengt að húskveðja færi fram á heimilun- um. Það var allt í miklu meira návígi þá en núna og dauðinn var eðlilegur hlutur, meira að segja í augum níu ára barns.“ En brotthvarf ömmu Valgerðar breytti engu í sambandi Íju við bróð- urbörn sín. „Íja hélt áfram að rækta samband- ið við okkur alla tíð. Þegar hún lést, árið 1983, var hún jarðsett við hlið ömmu og afa í elsta hluta Fossvogs- kirkjugarðs. Við leiði foreldra sinna og systur hafði Íja sett niður reynitré sem nú trónir stórt og voldugt við grafreit þeirra. Nokkrum árum eftir lát Íju fór- um við Ástríður mágkona mín í Stein- smiðjuna í Kópavogi að velja stein á leiðin. Við sáum einn, sem var eins og fótspor í laginu, en var sagt að þetta væri náttúrugrjót sem ætti að saga niður og hann væri því ekki falur. En við fengum nú að kaupa hann á end- anum. Við syskinin höfum haft þann sið að hittast við þetta leiði á aðfanga- dag og minnast liðinna stunda.“ Clinton hitti systkinin sama dag Talsímadaman Íja var ákaf- lega stolt af frændsystkinum sínum. Lillý gleymir því aldrei, hversu mikill viðburður það var í lífi Íju þegar Davíð útskrifaðist sem stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og Íju var boðið að vera viðstödd í Háskólabíói. Það var með stærri stundum í hennar lífi. „Og ég hugsa oft til þess hversu gaman amma og Íja hefðu haft af því að fylgjast með Davíð bróður í líf- inu,“ segir hún brosandi. „Þær hafa ábyggilega haft hönd í bagga með því þegar ég skrapp einu sinni úr vinn- unni í Ráðhúsinu út í bókaverslun Ey- mundssonar við Austurstræti og hitti þar mann sem ég kannaðist við. Hann rétti mér höndina og sagði:“What´s your name?“ Ég sá auðvitað strax að þetta var Bill Clinton, og varð svo um að ég dró bara upp miða og bað hann að skrifa nafnið sitt á hann! Þá bætti hann við: „And Lilly, where are you from?“ Ég var nú ekkert að segja hon- um að ég væri systir Davíðs Oddsson- ar, sem hann var að fara í kvöldmat til nokkrum klukkutímum síðar.“ Mikið var hann Clinton heppinn! Þegar hún kvaddi Bill Clinton í bókabúðinni, kom upp í huga hennar mynd sem hún segir mér frá. „Þegar við Davíð vorum börn, lét pabbi kaupa fyrir sig leikfangaherstöð frá Ameríku. Herstöðin var sett upp hjá ömmu og Íju frænku á Laufásveg- inum og henni stjórnaði Davíð bróð- ir tímunum saman. Þarna, skáhallt á móti bandaríska sendiráðinu, var lítill gutti að verja landið á sinn hátt. Þess- ari mynd brá fyrir í huga mér þegar ég gekk úr bókabúðinni: Bandaríski her- inn á Keflavíkurflugvelli. Bandaríska sendiráðið á Laufásvegi. Og í lítilli kjallaraíbúð skáhallt á móti sendiráð- inu sat lítill strákur og stjórnaði leik- fangaherstöð. Á borðstofustólum sátu amma, á peysufötum og Íja frænka og dáðust að drengnum. Þarna mættust gamli og nýi tíminn áreynslulaust. Aldrei hefði þær órað fyrir því að þessi litli strákur ætti eftir að fara í heim- sókn í Hvíta húsið í Washington enda löng leiðin frá Laufásvegi að Penns- ylvania breiðstræti í Washington. Hitt er ég þó viss um. Hefði Íja lifað það að sjá Bill Clinton fara í heimsókn til Davíðs hefði hún sagt: „Mikið er hann Clinton heppinn að fá að heimsækja Davíð!“ annakristine@dv.is DV Helgarblað föstudagur 30. mars 2007 25 „Ég held að Íja hafi nú bara verið að dekra kisu, enda var hún ákaflega góð við börn og dýr. Ég hugsa að Íja hefði kosið að smjör- klípuaðferðin væri notuð í ögn jákvæðari merkingu en nú ert gert, en ef það léttir lund hjá fólki að nota þetta orð og Íja hefur tök á að fylgjast með því, þá hef- ur hún örugglega bara gaman af!“ Með frændsystkinunum Íja lét sér annt um bræðabörn sín. Hér er hún með Lillý, 12 ára, runólfi 8 ára og davíð, 16 ára. Mæðgur á leið í bíltúr „Það þótti ekkert smáræði að vera boðið í bíltúr á þessum árum og þær puntuðu sig upp!“ segir Lillý um þessa mynd. Íja heimskona, sem aldrei fór til útlanda „Íja fór með okkur í Hallargarð- inn með teppi og nesti. slíkt sagði hún að fólk í útlöndum gerði, enda vissi hún það af dönsku bókunum sem hún las.“ Lillý Valgerður með hundinn Gretti „Ég held að Íja hafi nú bara verið að dekra kisu, enda var hún ákaflega góð við börn og dýr,“ segir Lillý um þá aðferð Íju að setja smjörklípu á kisuna sína. Davíð „Þegar við davíð vorum börn, keypti lét pabbi kaupa fyrir sig leikfangaherstöð frá ameríku. Herstöðin var sett upp hjá ömmu og Íju frænku á Laufásveginum og henni stjórnaði davíð bróðir tímunum saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.