Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað föstudagur 30. mars 2007 39 „Ég uppgötvaði mér til mikillar hrellingar að eftir að ég var orðin mamma var ég orð- in annars flokks þjóð- félagsþegn. Fram að því að ég kaus að vera heima og ala upp börn- in mín, hafði ég aldrei orðið vör við karlremb- ugang eða kvenfyrir- litningu. Allt í einu var það orðin fyrirstaða að vera heimavinnandi húsmóðir.“ henni var ég svo í grænum jakka sem ég saumaði á mig.“ Skrapp úr vinnunni í keppnina „Miss World“ Þegar Ásdís skráði sig til náms á fyr- irsætuskóla í London, vissi hún ekki að áður en að því kæmi að hún settist þar á skólabekk hefði hún verið kjörin önn- ur fegursta stúlka Íslands. „Já, ég skellti mér í Fegurðarsam- keppni Íslands árið 1978 og varð í öðru sæti. Það leiddi til þess að ég var send í keppnina „Miss World“ sem hald- in var í London, en sigurvegarinn fór í „Miss Universe“. Það þótti nú ekki fínt að taka þátt í fegurðarsamkeppni á þessum tíma og skólafélagar mínir í MH, félagarnir í Heimdalli og mamma áttu ekki til orð yfir mig! Þetta þótti sko bera vott um greindarskort! Pabbi var sá eini sem skildi mig, enda leikari og hann skildi þörfina fyrir að sýna sig.“ Eftir námið í fyrirsætuskólanum fékk Ásdís fjölda tilboða. Einu þeirra þurfti hún að hafna þar sem keppnin um Ungfrú heim fór fram sömu daga og tökurnar voru áætlaðar. „Mér fannst svo eðlilegt að segja að ég gæti því miður ekki tekið þetta verkefni að mér því ég væri að fara að keppa í „Miss World“ – en þá varð uppi fótur og fit! Meðleigjendur mínir litu mig allt öðrum augum eftir þessa uppgötvun og það lá við að fólk bukk- aði sig og beygði fyrir mér! Þetta var ævintýralegt líf, ég flutti úr kommún- unni í leiguíbúðinni - þar sem ég hafði þurft að merkja eggin mín svo enginn borðaði þau! – inn á fimm stjörnu hótel og lifði drottningarlífi í hálfan mánuð! Síðan tók við daglegt líf og ég starfaði sem fyrirsæta í tæp tvö ár fyrir bresk og þýsk fyrirtæki.“ Svo kvaddi hún Bretland – en bara til bráðabirgða - og hélt til náms í hönnun í Los Angeles. „Ég var staðráðin í að verða hönn- uður, kom heim fór í Öldungadeild- ina í MH og vann með í tískuverslun- um. Tveimur árum seinna fór ég út í nám og lauk BA prófi í því sem kallast „Fashion Merchandising and design“ (tískuvörufræði og tískuhönnun). Ég var í tvö ár í Los Angeles og lauk nám- inu frá sama skóla í London.“ Mæður ekki gjaldgengar í stjórnmálum Ásdís segist vera fædd pólitísk og hefur alltaf stutt Sjálfstæðisflokkinn. Hún var kjörin varaformaður Heim- dallar árið 1981 og sat síðar í stjórn Hvatar. „Afi minn var mjög pólitískur, sem og mamma. Ég held ég hafi fæðst pólitísk. Pabbi var hins vegar meira „easy going“ leikari. Hann hefði átt að verða óperusöngvari á Ítalíu hann pabbi, hann er besti maður í heimi, mikill sögumaður, skrifar sögur og ljóð og er mikill listamaður. Þegar ég bjó á Akureyri, ´89-´91, var ég á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn- arkosningum og var varaformað- ur Jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar hálft kjörtímabil.“ En hvað, hvers vegna hættirðu af- skiptum af stjórnmálum? „Ég uppgötvaði mér til mikill- ar hrellingar að eftir að ég var orðin mamma var ég orðin annars flokks þjóðfélagsþegn. Fram að því að ég kaus að vera heima og ala upp börnin mín, hafði ég aldrei orðið vör við karl- rembugang eða kvenfyrirlitningu. Allt í einu var það orðin fyrirstaða að vera heimavinnandi húsmóðir. Mið- stelpan mín er mikill feminísti og það er mikið talað um pólitík á heimil- inu, en ég er alveg sannfærð um að það verður aldrei fullkomið jafnrétti fyrr en við förum að meta það að það þarf að sinna börnum. Ég tók að mér hlutastörf eftir að stelpurnar mínar fæddust, en lagði aðal áhersluna á að sinna þeim. Ég var heimavinnandi í tíu ár og var þar með dæmd úr leik. Ég hafði alltaf þráð að eignast börn og gat ekki hugsað mér að hafa beðið til þrítugs eftir að sjá drauminn rætast til þess eins að setja barnið í hendurnar á öðrum að ala það upp. Það var ekki það sem mig hafði dreymt um. Við vorum blönk en það var þess virði að vera hjá stelpunum. Ég saumaði allt á þær og brúðarfötin á okkur Gumma auk þess sem ég tók að mér sauma fyrir aðra.“ Diza með zetu Umræddur Gummi er Guðmund- ur Sigurbjörnsson, byggingameist- ari, „þorpari“ frá Akureyri og gamall skíðakappi segir hún mér. Fundum þeirra bar óvænt saman fyrir tuttugu árum. „Vinkona mín bauð okkur í mat. Guðmundur var þá nýfráskilinn, við horfðumst í augu og höfum ekki skil- ið síðan. Við bjuggum á Akureyri í rúm tvö ár, en urðum að flytja suður vegna atvinnuástandsins þar. Nú búum við í Kópavogi með dætrunum þrem- ur, kettinum Cleo Laine, hvolpinum Yoko Ono og svarta labradorhundin- um Tryggi.“ Ásdís rekur verslunina Dizu, en það fyrirtæki stofnaði hún upphaflega árið 1986 sem „Diza fatahönnun“. „Þá hannaði ég lopajakka, peys- ur og einkennisfatnað, meðal ann- ars fyrir Hampiðjuna, tannlæknastof- ur og fleiri,“ segir hún en svo kynntist hún heimi fjölmiðlanna. „Um tíma sá ég um þáttinn „Í takt við tímann“ í Sjónvarpinu ásamt Jóni Gústafssyni og Elínu Hirst; sá um þáttinn „Í dags- ins önn“ vikulega í útvarpinu,var flug- freyja nokkur sumur, kenndi fatahönn- un við Tómstundaskólann og skrifaði tískupistla fyrir Morgunblaðið...“ Þegar ég spyr hvort hún hafi virki- lega aldrei unnið í frystihúsi skellir hún upp úr. „Hvað heldurðu?! Auðvitað vann ég í frystihúsi. Þar tíndi ég orma úr fiskum... en reyndar bara í sex vikur. Ég var ekki lengi að stökkva til þegar ég uppgötvaði að það vantaði stelpu í sjoppuna! Einn vetur vann ég á dæg- urmálaútvarpi Rásar 2, tók mér svo frí í nokkur ár og síðustu þrjú árin hef ég rekið verslunina mína Dizu. Zetan er þarna vegna þess að vinkona mín í Bretlandi vildi bera nafnið mitt rétt fram og með því að skrifa það „Aus- diz“ tókst henni það. En ég verð að segja það, að af öllum þeim störfum sem ég hef gegnt er móðurhlutverkið það lang skemmtilegasta.“ Fordekraður dugnaðarforkur Það er auðvitað dæmigert að búð- in fyllist af viðskiptavinum á slag- inu ellefu. Þegar Ásdís fer að pakka inn bútasaums-tehettu fyrir einn við- skiptavinanna, spyr ég hana hvaðan þessar tehettur séu fluttar inn. „Þær eru ekki innfluttar,“ svarar hún brosandi. „Ég hef verið að sauma þessar bútasaumshettur í ellefu ár og þær hafa verið seldar í Te og Kaffi, Whittard of London – og í verslunum víða um land. Ég fór út í bútasaum- inn til að hafa eitthvað að gera. Núna stend ég hins vegar frammi fyrir því að hætta að selja efni og breyta Dizu í tískuverslun. Það er sorglegt, en efna- vöruverslanir eru að líða undir lok á Íslandi.“ Í ljósi þess hversu mikla sjálfsbjarg- arviðleitni þessi kona hefur, stenst ég ekki mátið að spyrja hana hvern- ig henni hafi tekist að verða svona sjálfbjarga með fjóra eldri bræður sér við hlið. Ofdekruðu þeir þig virkilega ekki? „Nei... - Og þó... Þegar ég var kom- in í menntaskóla vildi Jón bróðir ráða í hvernig fötum ég færi á böll, Hreinn var á gægjum bak við gardínur þeg- ar ég kom heim af böllunum til að tryggja að ég skilaði mér heim á rétt- um tíma og örugglega ein (!), Magn- ús sat og hlustaði á sorgarsögurnar og sagði mér að það kæmi að því einn daginn að ég hitti einhvern sem þyldi mig nákvæmlega eins og ég væri og Guðjón, sá elsti, tók annaðhvort upp seðlaveski eða bíllyklana ef ég nefndi nafnið hans í ákveðnum tón. Ég er fordekruð!“ Áður en ég kveð Ásdísi spyr ég hana hvernig tískuvöruverslun við meg- um eiga von á í haust þarna á horni Laugavegs og Frakkastígs. „Þar verður lögð áhersla á peysur. Minn stíll, sem er eins og ég er sjálf. Sígild með uppábroti, eða eins og Bretinn segir: „Classic with a twist“! Ég er íhaldssöm og sígild – en vil ekki neina flatneskju. Þessi verslun verð- ur mitt mótvægi við alheimsvæðing- unni. Búðin verður sköpuð eftir mín- um hugmyndum, engar keðjur, engar eftirlíkingar.“ annakristine@dv.is Fordekraður dugnaðarforkur Ásdís Loftsdóttir er ósérhlífin, hugmyndarík og hörkudugleg. fjórir eldri bræður vernduðu hana, hlustuðu á hana og hún segir þá hafa dekrað sig. Á bikini baðfötum á sviði „stelpurnar mínar sögðu nú bara: „mamma! Þú varst ekki með nein brjóst!“ þegar þær sáu þessa mynd. Stuttklippt í sjónvarpinu Þegar Ásdís fór að vinna í sjónvarpinu skipti hún um stíl og varð stutthærð og virðuleg! Fyrsta fyrirsætumyndin apríl 1977. Í „Miss World“ kjólnum Ásdís á leið í keppnina „miss World“. Sigurvegari Ásdís vann til verðlauna í hönnunarkeppni skólans sem hún nam við í Los angeles. Heppni að hönnuðurinn gat sjálfur sýnt eigin framleiðslu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.