Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 40
föstudagur 30. mars 200740 MERKIR ÍSLENDINGAR ættfræði Ættfræði DVKjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum liðna viku, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.isU m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Ættfræði DV Í fréttum var þetta helst... 29 mars 1947 Hekla gýs eftir dvala Helgi Pjeturss f. 1. apríl 1872, d. 28. janúar 1949 í heila öld Þegar klukkuna vantaði nítján mín- útur í sjö að morgni 29 mars, 1947, hófst gos í Heklu sem þá hafði ekki látið á sér kræla frá því í apríl 1846. Örfáum mínútum síðar varð snar- pur jarðskjálfti sem fannst um nán- ast allt Suðurland. Þá jókst gosið mjög. Eins og hendi væri veifað log- uðu eldar á fjögurra kílómetra langri rifu í Heklugjá, mikill vatnselgur hljóp í Rangá og gífurlegur gosmökk- ur steig til himins svo engu var líkara en Heklutindur lyftist. Mökkurinn náði þrjátíu kílómetra hæð á aðeins hálftíma frá því gosið hófst en lækk- aði síðan niður í tólf kílómetra hæð. Þessum hamförum fylgdu drunur og dynkir sem heyrðust víða um landið, til dæmis allt til Vestfjarða. Upphaf gossins Jarðfræðingar og fréttamenn flugu austur strax fyrsta morguninn og fljótlega kom í ljós að tveir hraun- straumar runnu niður hlíðar Heklu. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur fór, ásamt tveimur fylgdarmönnum, upp á norðurbrún Heklu á þriðja gosdeginum og virtist honum þá að um væri að ræða sjö gosgýja og hraunstrauma frá þeim. Fjöldi fólks vildi nú verða vitni að þessum sögulegu hamförum. Flug- félag Íslands og Loftleiðir stóðu fyr- ir útsýnisferðum fyrstu dagana. Á fyrsta degi gossins varð lögreglan í Reykjavík að leysa úr umferðarteppu á Hellisheiðinni. Svart haglél Gosinu fylgdi frá upphafi mikið ösku- og vikurfall. En þar sem vind- ur stóð af norðan féll vikurinn á af- mörkuð svæði í byggð. Mest varð vik- urfallið í innri hluta Fljótshlíðarinnar og undir Eyjafjöllum. Á þessum slóð- um varð vikurlag á túnum 3-4 þuml- unga þykkt. Þá varð mikið öskufall í Vestmannaeyjum og sjórinn þar bik- svartur af ösku. ,,Ég man fyrsta gosdaginn eins og hann hefði gerst í gær’’ – segir Guð- jón Andrésson, fyrrv. forstöðumaður Ökuprófanna og lengi leigubílstjóri og ökukennari, en hann fæddist og ólst upp í Berjanesi undir Austur- Eyjafjöllum. ,,Þetta var fermingar- vorið mitt og afmælisdagurinn minn, en auk þess hafði ég eignast lítinn bróður daginn áður. Þegar ég og elsti bróðir minn komum út þennan morgun héldum við að komið væri haglél. En haglið vildi ekki bráðna í hárinu á okkur og svo var það óneit- anlega grunsamlegt á litinn. Auk þess dimmdi óhugnanlega yfir öllu og fyrr en varði var öll jörð orðin biksvört af þessum óhugnaði. Við höfðum hins vegar ekki grænan grun um það hvað væri á seyði enda engin útsending frá úrvarpinu svona snemma.’’ Búsifjar og öskujeppar ,,Ég man að þetta urðu miklar búsifjar fyrir bændur í okkar sveit. Öllum skepnum var haldið í húsum af ótta við eitranir og við krakkarn- ir urðum að sækja vatn fyrir kýrnar. Síðan var hestum og öðrum stórgrip- um komið út í Landeyjar og austur í Mýrdal. Lítið sem ekkert var heyj- að um sumarið og þetta setti held- ur betur strik í búreikninginn undir Fjöllunum.’’ En fengu bændur ekki bætur fyrir skaðann? ,,Ó jú. Heldur betur! Eða það fannst þeim a.m.k. Á þessum skömmtunar- og haftatímum gat enginn eignast bíl nema vera annað hvort læknir eða þekkja ráðherra. Nú ákváðu yfirvöld að þeir bændur sem orðið höfðu fyrir umtalsverðu tjóni fengju leyfi til að kaup nýja Willis jeppa. Ég held að karlarnir hafi nú ekki fengið neinn afslátt á jeppun- um. En bara leyfið sjálft voru mik- il fríðindi. Fyrr en varði voru allir komnir á Willis jeppa undir Fjöllun- um, hvort sem þeir höfðu bílpróf eða ekki. Pabbi hafði að minnsta kosti ekki bílpróf þegar hann fékk sinn.’’ Heklugos og íslensk jarðvísindi Gosið 1947 er með stærri Heklu- gosum enda hafði Hekla þá ekki rumskað í heila öld. Á þeim tíma hafði jarðvísindum fleygt mjög fram. Nú kom fram á sjónarsviðið kynslóð íslenskra náttúruvísindamanna sem margir hverjir áttu eftir að geta sér gott orðspor fyrir stórmerkar frum- kvöðlarannsóknir. Fyrir slíka vísinda- menn var Heklugosið einstakt og stórbrotið tilefni til margvíslegra at- hugana og rannsókna. Meðal þekkt- ustu jarðvísindamanna Íslendinga á þessum tíma má nefna Guðmund Kjartansson, Sigurð Þórarinsson og Trausta Einarsson, en þeir komu all- ir mjög við sögu hins merka vísinda- rits, Eruption of Hekla 1947-48. Steinþór Sigurðsson Margir íslenskir jarðvísindamenn hafa átt það sammerkt að vera djarf- ir ferða- og fjallagarpar sem víluðu ekki fyrir sér návígi við óútreiknan- legar eldstöðvar, straumhörð jök- ulfljót, rannsóknarleiðangra inná jökulauðnir eða svaðilfarir út í Surts- ey. Sem dæmi um slíka ofurhuga má nefna þá Jón Eyþórsson sem hóf skipulegar jöklarannsóknarferðir, Sigurjón Rist vatnamælingamann og Þorbjörn Sigurgeirsson, þó auðvitað séu þeir miklu fleiri. Eins manns verður þó alltaf minnst þegar hugað er að tvísýnum leiðangr- um íslenskra náttúrufræðinga. Það er Steinþór Sigurðsson, náttúrufræð- ingur og fyrsti framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Hann lærði náttúrufræði við Kaupmannahafnar- háskóla með stjörnufræði sem sér- grein, kom hann heim 1930 og vann við landmælingar vegna sjóliðsfor- ingjakortanna megnið af fjórða ára- tugnum. Þar sýndi hann fádæma af- köst er hann mældi upp miðhálendið frá Hofsjökli og austur á firði auk alls Suð-Austurlands. Þá kom sér vel að Steinþór var þrautreyndur ferðamað- ur, mikill skíðakappi og nánast þind- arlaus göngugarpur. Sem framkvæmdastjóri Rann- sóknarráðs mun Steinþór öðrum fremur hafa skipulagt rannsóknir á Heklugosinu 1947. Ásamt vini sín- um, Árna Stefánssyni, gerði hann kvikmynd um Heklugosið sem Sig- urður Þórarinsson las inn á. Sú mynd var sýnd í háskólum víða um heim og þótti þá einhver merkasta kvikmynd- aða heimild um eldgos sem völ var á. Steinþór var einmitt að vinna við Heklu að gerð myndarinnar sunnu- daginn 2. nóvember 1947, er hann varð fyrir glóandi hellu sem valt fram af hraunbrúninni og lést hann sam- stundis. ,,Ég man vel eftir tilviki frá sumr- inu 1947 er við vorum með pabba við eldstöðvarnar. Hann festi tóma Coce-flösku við langan vír og hélt henni yfir hraunkvikunni til að sýna okkur hvernig hitinn afmyndaði flöskuna. Þessi náttúruundur greypt- ust í barnssálina’’ – segir sonur Stein- þórs, Sigurður, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands. Á morgun eru nákvæmlega 135 ár frá fæðingu dr. Helga Pjeturss, jarðfræð- ings og heimspekings. Helgi var son- ur Pjeturs Pjeturssonar, bæjargjald- kera og lögreglumanns í Reykjavík, og konu hans, Önnu Sigríðar Vigfús- dóttur Thorarensen tónlistarkenn- ara, en hún var systir Guðrúnar, langalangömmu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Pjetur og Anna Sigríður bjuggu í einnar hæðar timburhúsi í dönskum stíl við vestanverðan Smiðjustíginn milli Hverfisgötu og Laugavegs. Um aldamótin 1900 byggði Pjetur síð- an tvílyft timburhús með bárujárni fyrir neðan gamla húsið og á suð- vestur horni Smiðjustígs og Hverf- isgötu. Þar var Helgi síðan búsettur til dauðadags en húsið var rifið um miðjan sjöunda áratuginn. Helgi lauk cand.mag.-prófi í nátt- úrusögu og landafræði við Háskól- ann í Kaupmannahöfn 1897, og doktorsprófi í jarðfræði 1905, fyrstur Íslendinga. Helgi er án efa í hópi merkustu náttúrufræðinga þjóðarinnar. Jarð- fræðirit hans, samin á árunum 1900-1912, ollu straumhvörfum í jarðfræði þess tíma og lögðu grunn- inn að skilningi nútímamanna á jarðsögu Íslands. Hann setti með- al annars fyrstur fram og rökstuddi þá kenningu að Ísöld skiptist í mörg hlýskeið og jökulskeið. Um 1912 söðlaði Helgi um og snéri sér að gjörólíkum viðfangs- efnum. Hann setti þá til dæmis fram kenningar um eðli drauma og komst að þeirri niðurstöðu að vitund okk- ar lifði af líkamsdauðann og ætti sér framhaldslíf í öðrum líkama á ann- arri plánetu. Fyrsta rit Helga af sex um þessi málefni kom út 1922 og heitir Nýall. „Nokkur íslensk drög til heimsfræði og líffræði.“ Eins og að líkum lætur hefur þessi líffræði Helga ekki þótt jafn vísindaleg og jarðfræði hans. Engu að síður eign- uðust þessar kenningar þó nokkra áhangendur og málssvara sem stofnuðu Félag Nýalssinna og starf- ræktu það alla tuttugustu öldina. Steinn Steinarr lætur þess ein- hvers staðar getið í viðtali að Helgi sé í raun eini íslenski heimspeking- urinn. Halldór Laxness var einn- ig á sinn hátt svolítið veikur fyrir Helga. Í Kristnihaldinu sækir Hall- dór flest fræðiheiti dr. Goodmans Sýngmanns í Nýalsrit Helga, og í Grikklandsárinu staðhæfir Halldór að Helgi sé einn mesti stílisti þjóð- arinnar, fyrr og síðar. Helgi lést 28. janúar 1949.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.