Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 30. mars 200724 Helgarblað DV Orðið „smjörklípa” hefur farið eins og eldur um sinu í þjóðfélaginu á síð- ustu mánuðum. Virðulegir pólitíkus- ar, lögmenn, ritstjór- ar, unglingar, dómar- ar og bloggarar nota orðið við ýmis til- efni en alls óvíst er hvort fólk viti hvað- an smjörklípuað- ferðin er upphaf- lega. Við kynnumst heimi hönnuðar smjörklípuaðferðar- innar. Ungir sem aldnir nota orðið smjör- klípa í ræðu og riti, en tilurð orðsins er ekki öllum kunn; það sést af því að lesa það sem fólk hefur að segja á Ver- aldarvefnum. Smjörklípuaðferðin er gömul og góð aðferð, sem iðkuð var af látlausri alþýðukonu á Laufásveg- inum; konu sem elskaði börn og dýr. Fólkið sem þekkir hönnuð orðsins best eru þau Davíð Oddsson og systir hans, Lillý Valgerður, enda dvöldu þau oft hjá orðsmiðnum. Við náðum ekki tali af Davíð vegna þessa, en Lillý Valgerð- ur Oddsdóttir systir hans, sagði okkur af konunni sem notaði smjörklípuna fyrst og telur hana ekki hafa gert það til að beina sjónum frá óþægilegum aðstæðum eins og margir telja. „Þetta var hún Ingibjörg Briem Ólafsdóttir, föðursystir okkar, alltaf kölluð Íja,“ segir Lillý Valgerður, sem segir að hún telji líklegra að Íja hafi sett smjörklípu á kisuna Mikku til að gleðja hana. „Ég held að Íja hafi nú bara verið að dekra kisu, enda var hún ákaflega góð við börn og dýr,“segir Lillý Val- gerður.„Ég hugsa að Íja hefði kosið að smjörklípuaðferðin væri notuð í ögn jákvæðari merkingu en nú ert gert, en ef það léttir lund hjá fólki að nota þetta orð og Íja hefur tök á að fylgjast með því, þá hefur hún örugglega bara gaman af!“ Uppdúkað veisluborð fyrir börnin Ingibjörg var fædd 29. mars árið 1907 og í gær var því öld liðin frá fæð- ingu hennar. Ingibjörg var stórbrot- in alþýðukona, sem var ein af fyrstu talsímavörðum landsins og Lillý Val- gerður fellst fúslega á að segja okkur af þessari merku konu. „Íja frænka var elst í sínum syst- kinahópi. Eftir að afi, Ólafur Odds- son, ljósmyndari lést, hélt hún heimili með ömmu, Valgerði Briem. Við syst- kinin vorum einu barnabörnin henn- ar ömmu og við heimsóttum þær því oft og fengum oft að gista hjá þeim. Þær tóku alltaf á móti okkur eins og höfðingja bæri að garði,“ segir hún og brosir hlýlega. „Það voru einkum við fjögur elstu systkinin sem heimsótt- um þær mest, Ólafur, Davíð, ég og Runólfur, sem er fjórum árum yngri en ég. Vala Agnes er þrettán árum yngri en ég og hún þekkti því ömmu aldrei en hún þekkti Íju vel. Svo átt- um við einn bróður, Harald, sem lést ungur. Þegar við komum í litlu íbúð- ina þeirra beið okkar uppdúkað borð og þar var tjaldað til öllu því besta. Heimili þeirra var sérstakur heim- ur að koma í. Mér er minnistæðast- ur tíminn þegar þær leigðu litla kjall- araíbúð á Laufásveginum, skáhallt á móti bandaríska sendiráðinu, en síð- ar fluttu þær í Skipholtið.“ Engum hallmælt Þegar inn í íbúðina var komið barst ilmandi kaffilykt að vitum gest- anna. Kaffið var malað í kaffikvörn og systkinin sáu oft um að snúa kvörninni fyrir ömmu og frænku. „Það var ákaflega gestkvæmt hjá þeim, enda áttu þær margar vinkon- ur sem heimsóttu þær oft, enda góðar konur heim að sækja. Þá var spilað og talað saman og við Davíð fengum að sitja til borðs með þeim og hlusta á allt sem spjallað var um. Oft þurftum við að vera tilbúin með púða til að bregða eldsnöggt fyrir andlit okkar ef við feng- um hláturskast yfir því sem rætt var um!“ segir Lillý og hlær. „Davíð bróðir var býsna góður í að herma eftir þeim og leika sumar þeirra. Þarna, strax á barnsaldri, komu leikarahæfileikar hans í ljós, okkur til mikillar ánægju.“ Lillý Valgerður segir að við borð- stofuborð mæðgnanna hafi margt ver- ið rætt. „Stofan hjá þeim var ekki stór og borðstofuborðið miðdepillinn. Þar var rætt um bæjarlífið, pólitíkina og ástina en amma lagði á það áherslu að aldrei væri talað illa um nokkra manneskju.“ Lillý Valgerður minnist þess þegar þau systkinin fengu að upplifa það æv- intýri að gista í litlu íbúðinni á Laufás- veginum. Jákvæð alþýðukona sem elskaði börn og dýr Talsímavörðurinn Ingibjörg Briem Ólafsdóttir, Íja stórbrotin alþýðukona, sem var ein af fyrstu talsímavörðum Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.