Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 9
VILJA bAnn VIð fóstureyðIngum legar fóstureyðingar á ári á móti eitthundrað og fimmtíu nú. Talið er að um tvöhundruð þúsund ólögleg- ar fóstureyðingar séu framkvæmd- ar í Póllandi ár hvert á sama tíma og þúsundum kvenna er neitað um aðgerð sem þær samkvæmt lögum eiga rétt á. Ólögleg fóstureyðing kostar á milli 500 og 1000 banda- ríkjadala. Innan Evrópusambands- ins er einungis á Möltu, þar sem fóstureyðingar eru bannaðar, og Ír- landi í gildi harðneskjulegri lög en í Póllandi. Kynsvall landsliðs- manna hneykslar Fjölmiðlar í Tékklandi segja veisluhöld knattspyrnulandsliðs- ins á laugardags- nótt vera mesta hneyksli í sögu knattspyrnunn- ar í landinu. Eitt slúðurblaða landsins hefur birt myndir og frásagnir frá veislunni sem fór fram á hóteli liðsins í Prag eftir tapleik gegn Þjóðverjum fyrr um daginn. Samkvæmt frétt blaðsins létu landsliðsmennirnir gleðikon- ur taka þátt í kynsvalli og drukku ótæpilega af áfengi langt fram á nótt. Einn landsliðsmannanna sem átti afmæli þennan dag á að hafa borgað fyrir þjónustu vænd- iskvennanna. Hann segir um- fjöllun slúðurblaðsins uppspuna en samkvæmt fréttum annarra fjölmiðla styðja myndir blaðsins frásögnina. Knattspyrnusamband Tékklands hefur sektað landsliðið fyrir veisluhöldin og segir fram- komu þeirra ekki sæmandi landi og þjóð. Yfirgnæfandi meirihluti borg- arstjórnar San Francisco borgar í Bandaríkjunum hefur samþykkt bann við plastpokum í öllum stærri matvöruverslunum og apótekum í borginni. Er tilgangurinn að minnka verulega notkun plastpoka unna úr olíu og vonast yfirvöld til þess að búðirnar bjóði viðskiptavinum sín- um í staðinn upp á poka úr lífrænum efnum. Félag verslunareigenda hefur samkvæmt frétt breska blaðsins The Independent reynt að berjast gegn banninu síðan hugmyndir um það voru fyrst viðraðar. Ástæðan er meðal annars sú að lífrænir pokar eru dýrir í innkaupum. Talið er að sumir versl- unareigendur muni því grípa til bréf- poka sem ekki eru umhverfisvænni en gömlu plastpokarnir samkvæmt fréttinni. Borgaryfirvöld höfðu reynt í samstarfi við verslunareigendur að minnka notkun plastpoka með því að hækka gjöld á þeim en voru ekki ánægð með árangurinn. San Francisco er fyrsta borgin í Bandaríkjunum til að stemma stigu við notkun plasts með þessum hætti en fylgir í fótspor Bangladesh sem hefur alfarið bannað burðapoka úr plasti vegna þess skaða sem þeir valda á holræsakerfi landsins. Sam- kvæmt frétt The Independent notar hver íbúi Kaliforníu-fylkis að með- altali fimm hundruð plastpoka á ári og árlega eru 180 milljón plastpokar notaðir í San Francisco. Nýju regl- urnar munu öðlast gildi þegar borg- arstjórinn hefur samþykkt þær. Verslunareigendur ekki ánægðir með ákvörðun borgaryfirvalda í San Francisco: Plastpokar bannaðir Plastpokum hlaðið í skottið Borgaryfirvöld í San Francisco ætla að banna notkun plastpoka í matvöruverslunum. Fjöldaganga í Varsjá Þúsundir Pólverja kröfðust algjörs banns við fóstureyðingum. Kaþólska kirkjan á mjög sterk ítök í landinu og íhaldssemi er mikil meðal landsmanna. DV Fréttir FöStudagur 30. marS 2007 9 Hægt er að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli á capacent.is (áður IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is) og Helgu Snædal (helga.snaedal@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000. Tækifæri til að nýta og njóta Á Mið-Austurlandi er að myndast öflugur byggðaklasi í skjóli einstakrar náttúru, friðsæll og fjölskylduvænn staður. Hátt í þúsund ný framtíðar- störf bjóðast fólki með margs konar menntun og reynslu. Með eflingu atvinnulífs og fjölgun íbúa skapast fjölbreytt viðskiptatækifæri fyrir hugmyndaríka frumkvöðla. Sveitarfélög á Mið-Austurlandi hafa kostað kapps um að styrkja innviði samfélagsins og hundruð nýrra íbúðarhúsa eru að rísa. Á svæðinu er yfirbyggður knattspyrnuvöllur, glæsilegar útisundlaugar og frábært skíðasvæði. Þjónusta á Mið-Austurlandi færist stöðugt nær því sem gerist á höfuðborgarsvæðinu og neytendur hafa úr mörgu að velja. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, á landi, í lofti og á sjó. Tækifæri til hvers konar útivistar eru fjölmörg. Fallegar gönguleiðir eru við hvert fótmál, stærsti skógur landsins og góðir hálendisvegir. Hægt er að stunda hvers kyns veiðar, hestaíþróttir njóta vaxandi vinsælda og golfurum fjölgar stöðugt. Einnig bjóðast frábær tækifæri til afþreyingar, listirnar dafna og íþróttastarfsemi er öflug. www.alcoa.is Framleiðslustarfsmenn Okkur vantar fleiri eldhressa starfsmenn í álframleiðslu og málmvinnslu. Til framleiðslustarfsmanna eru ekki gerðar ákveðnar kröfur um menntun eða kunnáttu. Allir fá viðamikla þjálfun og fræðslu í fyrirtækinu. Verkefni hvers starfsmanns verða fjölbreytt og mikið er lagt upp úr starfsþróun og símenntun. Rafiðnaðarmenn og véliðnaðarmenn Við leitum að faglærðum rafiðnaðarmönnum og véliðnaðar- mönnum til að sinna viðhaldi tækja og búnaðar í hátæknivæddu álveri Fjarðaáls. Hjá fyrirtækinu verða um 120 tæknimenntaðir starfsmenn. Faglegur metnaður og stöðug þróun verða leiðarljós okkar inn í framtíðina. Öll störf henta bæði konum og körlum. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl. Viðkomandi munu hefja störf á næstu sex mánuðum. Síðustu 100 störfin í boði ÍS L E N S K A /S IA .I S /A L C 3 69 26 0 3/ 07 Gríptu þitt tækifæri Hjá Fjarðaáli er nú búið að ráða hátt í 300 starfsmenn og við leitum enn að fólki sem vill starfa með okkur, að konum jafnt sem körlum. Konur er nú um þriðjungur starfsmanna hjá Fjarðaáli og hlutfall kvenna af starfsmannafjölda í álveri er hvergi í heiminum jafnhátt. Austurland tækifæranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.