Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 26
föstudagur 30. mars 200726 Helgarblað DV E lfa Rún Árnadóttir og Ingibjörg Guð- mundsdóttir voru með fyrstu lesbísku pörunum sem fór í tæknifrjógvun á Íslandi eftir að ný lög um réttarstöðu samkynhneigðra tóku gildi í lok júní á síðasta ári. Ingibjörg gengur með barnið og er komin sex mánuði á leið og það leynir sér ekki að hún ber barn und- ir belti þótt kúlan sé nett. Meðgang- an hefur gengið vel og þær eru fullar tilhlökkunar. Þær hafa verið saman í tæp tvö ár en þær kynntust á balli samkynhneigðra í Þjóðleikhúskjall- aranum. Eftir eitt ár í sambandinu voru þær ákveðnar í að gangast und- ir tæknifrjóvgun og verða foreldrar. „Ég hafði alltaf ætlað mér að eign- ast börn, alveg frá því að ég var lítil stelpa. Frá því að ég kom út úr skápn- um hef ég alltaf vitað hvernig konur geta bjargað sér, eins og með því að fara í tæknifrjóvgun til Danmerkur. Síðan veit maður til þess að konur hafi gert samkomulag við vini sína um barneignir,“ segir Elfa Rún. Ingibjörg segist hafa sett barn- eignir til hliðar og lítið hugsað út í þær. „Það má því eiginlega segja að Elfa hafa ýtt þessum raunveru- leika nær mér. Allavega var ég lítið að hugsa um barneignir áður en ég kynntist henni,“ segir Ingibjörg. Augljóst hver átti að ganga með barnið Þær, Ingibjörg og Elfa Rún, segja að auðvelt hafi verið að ákveða hvor þeirra ætti að ganga með barnið. „Hún talaði mig til því það er nokkur aldursmunur á okkur. Ég varð fertug í desember og því var ákveðið að ég gengi með barnið á meðan ég hefði ennþá möguleika til þess,“ segir Ingi- björg. Elfa segir það hafa tekið smá tíma að sannfæra Ingibjörgu en Elfu fannst sjálfsagt að Ingibjörg gengi með þeirra fyrsta barn þar sem hún hefur sjálf lengri tíma enda 28 ára gömul. Ef allt gengur að óskum vilja þær eignast fleiri börn, þá kannski eitt til viðbótar og ef til þess kemur ætlar Elfa Rún að ganga með barnið. Þarf ekki að ættleiða barnið Lagabreytingarnar síðasta sumar auðvelduðu Elfu Rún og Ingibjörgu lífið og spöruðu þeim ferðalög. Þær voru komnar í samband við tækni- frjóvgunarstöð í Danmörku og voru á leiðinni út. „Við héldum að þess- ar lagabreytingar myndu taka lengri tíma og vorum því ekki að bíða eft- ir þeim til þess að geta farið í tækni- frjóvgun,“ segir Elfa Rún. Ingibjörg segist varla geta ímyndað sér hvernig sé að þurfa að fara til útlanda til þess að gangast undir tæknifrjóvgun, því fara þurfi í alls kyns stuttar heim- sóknir og þá sé gott að þurfa ekki annað en að skjótast í Kópavoginn. Efla Rún segir ekki minna máli skipta að með lagabreytingunum þurfi hún ekki að ættleiða barnið heldur verði hún löggilt foreldri um leið og tækni- frjógvunarferlið hefst. Undirbúningur fyrir tæknifrjóvg- un tekur nokkra mánuði. Mæla þarf tíðahringinn út svo hægt sé að reikna út hvenær egglos verður. Þær voru búnar að gera það í hálft ár þegar lagabreytingarnar urðu og gátu því farið strax í tæknifrjóvgun. „Lög- in tóku gildi í lok júní og við vorum komnar af stað þremur mánuðum seinna. Þetta gekk svo vel, heppnað- ist í annað skipti og það er mjög góð- ur árangur,“ segir Ingibjörg en þær voru annað lesbíska parið sem fór í tæknifrjóvgun á Íslandi. „Það geng- Ingibjörg Guðmundsdóttir og Elfa Rún Árnadóttir voru með fyrstu lesbísku pör- unum til þess að gangast undir tæknifrjóvg- un á Íslandi og eiga þær von á barni í júní. Þær höfðu sett sig í samband við danska tæknifrjóvgunarstöð þegar lög um réttar- stöðu samkynhneigðra tóku gildi í fyrra. Elfa Rún segir miklu skipta að þurfa ekki að ættleiða barnið heldur verði hún löggilt foreldri þess þegar tæknifrjóvgunin hefst. Ætlaði alltafað eignast börn ur líka yfirleitt vel hjá lesbíunum því það er yfirleitt allt í lagi, engin fyrir- liggjandi vandamál með barneignir,“ segir Elfa Rún. Könnuðust við fleiri lesbíur á biðstofunni Ingibjörg og Elfa Rún segja þeirra reynslu vera hvetjandi fyrir aðrar lesbíur sem langar að eignast börn. Það skipti svo miklu máli að þessi möguleiki sé opinn. Eins segjast þær hafa orðið varar við fleiri lesbíur á biðstofu Art Medica þar sem heimur samkynhneigðra sé lítill hér á landi og flestir innan hans þekkist að ein- hverju leiti. Kostnaðinn við frjóvgun- ina segja þær ekki hafa verið mikinn, um eitt hundrað þúsund krónur. „Ég fékk styrk hjá Verkstjórafélaginu og það dugði eiginlega alveg fyrir kostn- aðinum,“ segir Ingibjörg en hún er menntaður fiskiðnaðarmaður. Elfa Rún er á þriðja ári í hjúkrun og getur því fylgst vel með konu sinni. Ingibjörg segir heilsuna á með- göngunni hafa verið góða frá upphafi ef frá er talin örlítil morgunógleði til að byrja með, það hafi þó ekki þýtt uppköst heldur lystarleysi sem hafi kostað það að hún léttist lítillega. Vita hvort kynið er væntanlegt Settur fæðingardagur er 21. júní. Ingibjörg og Elfa vita hvort kynið er á leiðinni en vilja halda því út af fyr- ir sig. Þær hafa aðeins byrjað á und- irbúningi fyrir fæðinguna, búið er að kaupa skiptiborð og þær eru byrjaðar að kaupa föt. Þær vildu þó ekki sýna blaðamanni nema hvít föt til þess að koma nú ekki upp um hernaðar- leyndarmálið. „Fjölskyldur okkar tóku þessu al- veg rosalega vel og allir eru fullir til- hlökkunar, það gæti ekki verið betra,“ segir Elfa Rún en foreldrar þeirra áttu kannski ekki von á barnabörn- um frá þeim. „Það var svolítið gaman að koma foreldrum mínum og systr- um í opna skjöldu með þessum frétt- um, því ég hef sama og ekkert talað um að langa í barn í gegnum árin,“ segir Ingibjörg. Elfa segir fréttirnar hafa verið óvænta ánægju fyrir sína fjölskyldu. Almennt segja þær við- brögðin vera misjöfn og fólk skipt- ist í tvö hópa en þær segja þögnina versta. „Sumir ættingja minna þora ekki að tala við mig um óléttuna né Mikil eftirvænting Þær Elfa rún og Ingibjörg vilja ekkert gefa upp um hvort kynið sé væntanlegt, það verður hernaðarleyndarmál fram að fæðingu. Meðgangan hefur gengið vel Ingibjörg hafði ýtt barneignum alveg til hliðar og ekki rætt um löngun í börn. Það kom því foreldrum hennar á óvart þegar hún sagði þeim fréttirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.