Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 8
föstudagur 30. mars 20078 Fréttir DV Þúsundir Pólverja flykktust út á götur Varsjár til að krefjast fullkom- ins banns við fóstureyðingum. Fyrir eru lög í Póllandi með þeim ströng- ustu innan Evrópusambandsins þegar kemur að fóstureyðingum. Samkvæmt þeim má binda endi á meðgöngu innan tólf vikna ef líf móður er í húfi, fóstrið mjög skað- að eða ef getnaðurinn er afleiðing nauðgunar. Um tvær aðskildar kröfugöng- ur var að ræða sem samanstóðu að- allega af eldra fólki, og voru þær skipulagðar af rómversk - kaþól- skri útvarpsstöð og hægrisinnuðum stjórnmálaflokki. Runnu fylkingarn- ar saman í einn um fjögur þúsund manna hóp fyrir fram þinghúsið sem krafðist að fóstureyðingar yrðu bann- aðar án tillits til aðstæðna; nauð- gana eða sifjaspells. Í þinghúsinu sat löggjafarþingið og ræddi breyt- ingar á umræddum lögum en Lech Kaczynski, forseti Póllands, hefur einmitt lagt fram þrjár aðskildar til- lögur til breytinga á stjórnarskránni með það að markmiði að fóstureyð- ingar verði bannaðar með öllu. Annars staðar í höfuðborginni var um sjö hundruð manna hópur ungs fólks með samkomu og var þar kraf- ist réttar til fóstureyðinga. Yfirbragð þeirrar samkomu var með öðru móti því þar var tónlist og blöðrur og á einum borða mátti lesa „Ekki páfinn, ekki forsetinn, ég tek mína ákvörðun sjálf“. Lög sem ekki er farið eftir Á tímum kommúnistastjórnar- innar í Póllandi voru fóstureyðingar ekki vandamál, en eftir hrun komm- únismans tóku ný lög gildi. Þau voru studd af kirkjunni og hafa gilt frá ár- inu 1993. Þó eru áhöld um hvort pólska ríkið fer eftir þeim. Wanda Nowiska hjá frjálsum samtökum kvenna og fjölskyldumála í Póllandi segir að ekki séu framkvæmdar fleiri en 200 löglegar fóstureyðingar á ári í Póllandi og það sýni umfang vand- ans. Alicja Tysiac varð ólétt í þriðja sinn í febrúar árið 2000. Þá var henni tjáð af sérfræðingum að sjón henn- ar væri verulega hætt ef hún eignað- ist barnið. Þrátt fyrir þetta kom hún alls staðar að lokuðum dyrum þegar hún sótti um fóstureyðingu. Tveim- ur mánuðum síðar sótti hún um fóst- ur-eyðingu hjá fæðingalækni. Hann hafnaði einnig umsókninni. Spá sér- fræðinganna gekk eftir og þegar hún hafði fætt sitt þriðja barn hrakaði sjón hennar, vegna blæðingar inná sjónhimnu, svo að þrátt fyrir gler- augu með þykkum, sterkum sjón- glerjum sá hún ekki hluti sem voru fjær en einn og hálfan metra. Dómur fellur Alicja Tysiac kærði ríkisstjórn Póllands til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þriðjudaginn 20. mars úr- skurðaði dómstóllinn að í Póllandi hefði ekki tekist að tryggja aðgengi að fóstureyðingum sem konur ættu þó rétt til samkvæmt pólskum lög- um. Málið er túlkað sem prófmál og horft til niðurstöðunnar sem sig- urs fyrir konur um gjörvalla Evr- ópu. Rétturinn komst að þeirri nið- urstöðu að brotið hefði verið á rétti Alicju Tysiac og það hefði valdið henni erfiðleikum og þjáningum og dæmdi henni bætur uppá 25.000 evrur sem samsvarar um tveimur milljónum og tvöhundruð þúsund- um íslenskum krónum. Mál Alicju Tysiac er talið þýðingarmikið vegna þess að hún sótti um fóstureyðingu á grundvelli pólskra laga en var hafnað, og er talið að framkvæmd laganna sé jafnvel strangari en lög- in sjálf. Fóstureyðingar í skúmaskotum Á tímum kommúnistastjórnar- innar voru framkvæmdar um eitt- hundrað og áttatíu þúsund lög- VILJA bAnn VIð fóstureyðIngum Á sama tíma og ríkisstjórn Póllands íhugar lagasetningu sem bannar fóstur- eyðingar með öllu, fellur dómur hjá Mannréttindadóm- stólnum í Strassborg þar sem gagnrýnd er framkvæmd núgild- andi pólskra laga sem varða málið. Talið er að um tvöhundruð þúsund ólöglegar fóstur- eyðingar séu framkvæmd- ar í Póllandi ár hvert á sama tíma og þúsundum kvenna er neitað um aðgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.