Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 14
föstudagur 30. mars 200714 Fréttir DV Davíð Oddsson Þegar davíð tók við stjórnartaumunum, árið 1991, boðaði hann nýja og ábyrgari stefnu í ríkisfjármálum. Hann talaði um sjóðasukk og átti fyrst og fremst við útlát framkvæmdasjóðs til laxeldis. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherrann hvatti menn til dáða. Hann segir að miklar vonir hafi verið bundnar við laxeldið. Vonir sem síðar urðu að engu. Þórður Friðjónsson Þórður var stjórnarformaður framkvæmda- sjóðs þegar legt var út í miklar fjárfestingar í fiskeldinu. Hann hafði um skeið verið efnahagsráð- gjafi ríkisstjórnar steingríms Hermannssonar. Hann er nú forstjóri Kauphallar Íslands. Matthías Bjarnason matthías var um langt skeið stjórnarfor- maður Byggðastofnunar. Hann réð miklu um úthlutun milljarða- lána sem mörg töpuðust. Guðmundur G. Þórarinsson guðmundur var einn af fremstu forgöngumönnum fiskeldisins. gjaldþrot Ísþórs, stöðvar hans, nam tæpum sex hundruð milljónum. Steingrímur J. Sigfússon steingrímur varð landbúnaðar- ráðherra þegar laxaveislan stóð sem hæst. frægt varð þegar hann kallaði eldislaxa „búfé“ í bréfi til guðmundar B. Ólafssonar, framkvæmdastjora framkvæmdasjóðs Íslands. Arðvænlegt laxeldi á Íslandi virð- ist ekki bera sig. Fréttir þess efn- is að fyritækin HB Grandi og Sam- herji ætli að hætta í stórtæku laxeldi á Austfjörðum og einbeita sér að til- raunum með þorskeldi minna á að laxeldi hefur áður verið reynt hér á landi, án árangurs. Svo virðist sem nokkurs konar gullæði hafi gripið um sig um miðj- an níunda áratuginn. Fjölmörgum eldisstöðvum var komið á koppinn, með ærnum tilkostnaði. Bankar og sjóðir lögðu til fjármagn sem ekki skilaði sér. Opinberir sjóðir reyndu að koma greininni til aðstoðar með þeim afleiðingum að ríkissjóður tap- aði hátt í ellefu milljörðum króna. Til samanburðar má nefna að Kröflu- virkjun kostaði Íslendinga sjö millj- arða. Sjóðasukk Þegar Davíð Oddsson varð for- sætisráðherra, vorið 1991, boðaði hann nýtt siðferði í meðferð opin- bers fjár. Davíð sagði á þessum tíma um svipleg örlög Framkvæmdasjóðs og annarra sjóða, að peningum væri veitt úr þeim fyrir pólitískan þrýst- ing. Það voru einkum Framkvæmda- sjóður og Byggðastofn- un sem lögðu mikið fé til laxeldisins. Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, segir að á þessum tíma hafi kjör- dæmapólitík haft mikið að segja um hvernig farið var með peninga þessara sjóða. Þingmenn sem sátu í stjórnum sjóðanna hafi vissulga reynt að beina styrkjum og lánum til fiskeldisstöðva í sínum kjördæm- um. Vitlaus samanburður Ein af ástæðunum fyrir þessari miklu bjartsýni Íslendinga í laxeldi var sú að vel hafði gengið í greininni í Noregi. Þar höfðu fyrirtæki í laxeldi hagnast vel. Menn fylltust því þeirri trú að þennan leik mætti einnig leika hér. Fyrsta tilraun á Íslandi með lax- eldi í smáum stíl var gerð árið 1973 í Hvammsvík í Hvalfirði á vegum Fiskifélags Íslands. „Upp úr 1980 byrjaði svo að votta fyrir æðinu. Þá sáu menn allt í einu gull í fiskeldinu og í stað örfárra stöðva á skrá voru þær orðnar 125 árið 1988, þar af tut- tugu til þrjátíu með mikil umsvif,“ segir í bókinni Laxaveislan mikla , sem Halldór Halldórsson blaða- maður skrifaði um laxeldisævintýr- ið, árið 1992. Steingrím- ur Her- mannsson var forsætisráðherra á því skeiði þegar peningum var dælt í laxeldið. „Mikl- ar vonir voru bundnar við laxeldið og margir vildu taka þátt í þessu“ seg- ir Steingrímur. Hann segir að hugur manna hafi staðið til velgengninn- ar í Noregi en svo hafi komið á dag- inn að aðstæður hér voru hreint ekki sambærilegar. Stærstu gjaldþrotin Stærsta gjaldþrotin í laxeldinu urðu í stöðvunum Íslandslaxi og Lindalaxi. Þar fóru alls 3,4 milljarðar króna í súginn. Þessi fyrirtæki voru meðal annars í eigu Pharmaco lyfja- samsteypunnar, Þorvaldar í Síld og fisk og norskra fjárfesta. Gajldþrot ÍSNO í Kelduhverfi var áætlað á um 1,1 milljarð króna. Gjaldþrot Ísþórs og Vogalax námu hálfum milljarði hvort. Stór og kostnaðarsöm gjaldþrot urðu einnig hjá Fjallalaxi, Smára, Fjör- fisk, Bakkafisk og Snorra Ólafssyni hf. Á bilinu 40 til 50 fiskeldisfyrirtæki urðu gjaldþrota og önnur þrjátíu hættu rekstri. Það var framkvæmdasjóður sem að jafnaði átti stærstu kröf- urnar í þessi þrotabú. Framkvæmdasjóður Stjórnarformaður framkvæmda- sjóðs á þessum tíma var Þórður Frið- jónsson sem um skeið hafði verið efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Með hon- um í stjórninni voru Tómas Árnason seðlabankastjóri og Höskuldur Jóns- son, síðar forstjóri ÁTVR. Að stjórn- inni komu einnig Sigurgeir Jónsson, Össur Skarphéðinsson og Benedikt Jóhannesson. „Ég kom víða við í þessu dæmi og endaði sem aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar sem tryggði fiskeldið. Þetta var þannig að menn voru hvattir til þess að leggja út í fiskeldið. Stjórnmála- menn sögðu að þeir myndu sjá til þess að menn gætu komið undir sig fótunum í þessu. Svo kom í ljós að það var nánast ekki hægt að vera hér með fiskeldi í hafinu. Þá fóru menn að vera með þetta í steypt- um tönkum í landi. Þetta voru gríð- armikil mistök,“ segir Össur Skarp- héðinsson. Eina stöðin sem lifði Eina fiskeldisstöðin sem hélt áfram starfsemi með einhverjum árangri eftir gjaldþrotin miklu var ÍSNO í Lóni í Kelduhverfi. Reynd- ar varð stöðin gjaldþrota en menn héldu áfram. Þar er laxeldi í dag en áherslan hefur færst á bleikjueldi. Stöðin framleiðir allt að fimm hundr- uð tonnum af fiski á ári. Fiskeldið er í sjávarlóni og takamarka náttúruleg- ar aðstæður því framleiðslugetuna. Miðað við stórtækt laxeldi Sæsilf- urs í Mjóafirði eru fimm hundruð tonn á ári lítil framleiðsla. Stefnt var að því, bæði í Mjóafirði og í Berufirði að ná framleiðslunni upp í átta þús- und tonn á ári. Á sínum tíma var það Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem stóð að baki fiskeldinu í Lóni. Hann var mikill hugsjónamaður um fiskeldi. „Hann ætlaði aldrei að skilja það að leikur- inn var tapaður, en þar kom að lok- um að hann varð að beygja sig fyrir líklega milljarð króna gjaldþroti, sem tekið var úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar, en hann hafði aðgang að þeim sem áhrifamaður í pólit- ík,“ segir Halldór Halldórsson í bók sinni. 11 MILLJARÐA ELDISÆVINTÝRI Á níunda áratugnum öttu stjórnmálamenn Íslendingum út í fiskeldi sem aldrei átti sér viðreisnar von. Ævintýrið endaði með gjaldþroti fimmtíu fyrirtækja upp á ellefu milljarða. Steingrímur Hermannsson segir miklar vonir hafa verið bundanar við laxeldið. „Mikil mistök,“ segir Össur Skarphéðinsson. SiGtryGGur Ari JóHAnnSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.