Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 37
Menning Blásarar í Salnum Á tónleikum Blásarasveitar Reykjavíkur í Salnum á laug- ardag verða flutt verk eftir þrjú tónskáld, en verkin eiga það öll sameiginlegt að vera sam- in við upphaf tónskáldaferils höfundanna. Svíta R. Strauss er samin þegar hann var undir verndarvæng Heinz von Bülow og markaði jafnframt upphaf að farsælum ferli Strauss sem stjórnanda. Kurt Weill samdi konsertinn á námsárum sínum hjá Ferruccio Busoni í Berlín. Verk Benedikts Hermanns Her- mannssonar er lokaverk hans frá Tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson og einleikari Una Sveinbjarnardóttir. Tónleikarn- ir hefjast kl. 17 og aðgangur er ókeypis. Tríóið TRISFO Íslensk-færeyska tríóið TRISFO heldur útgáfutónleika í Nor- ræna húsinu sunnudaginn 1. apríl kl. 20. Aðalhvatamaður að stofnun og starfi tríósins er færeyski kontrabassaleikarinn Edvard Nyholm Debess, en auk hans skipa tríóið íslendingarnir Kjartan Valdemarsson á píanó og Sigurður Flosason á saxófóna. DV Menning föstudagur 30. mars 2007 37 Vinnustofa Snorra Snorri Ásmundsson opnar á laugardaginn sýninguna „Ég og vinnustofan mín,“ í sýn- ingarrýminu Suðsuðvest- ur í Reykja- nesbæ. Sýningin samanstend- ur af sjálfs- mynd, teikningum af listunnendum og myndbandi sem er tekið upp í vinnustofu Snorra í Ála- fosskvosinni, þar sem fylgst er með störfum hans. „Ég þekki marga myndlistamenn og hef stundum hugleitt hvað þeir að- hafast á vinnustofum sínum. Í myndbandinu sem er einhvers konar sjálfsmynd sýni ég hinar ýmsu aðfarir sem eiga sér stað á vinnustofu minni, “ segir Snorri um sýninguna. Grettir æfður Æfingar á söngleiknum Gretti eru hafnar að nýju, en Halldór Gylfason, sem leik- ur titilhlutverk sýningarinn- ar meiddist á baki nýverið og frumsýningu var frestað í kjöl- farið. Frumsýning verksins hef- ur verið ákveðin í Borgarleik- húsinu sunnudagskvöldið 22. apríl næstkomandi. Bergur Ing- ólfsson leikari hefur lært hlut- verk Grettis til vonar og vara og mun hann taka að sér hlutverk- ið ef með þar. Færeyskir tónlistarmenn heim- sækja Ísland um helgina og halda tónleika á Nasa við Austurvöll. Tón- listarhátíðin Atlantic Music Event var haldin hérlendis í fyrsta skipti í fyrra, en hátíðin er haldin reglulega í Færeyjum og Danmörku. Tónlistar- mennirnir sem koma fram á hátíð- inni að þessu sinni eru allir í fremstu röð færeyskra tónlistarmanna og hafa margir náð góðum árangri víð- ar en í Færeyjum. „Markmið þessarar hátíðar er að vekja athygli á færeyskri tónlist og minna okkur svolítið á þessa frænd- ur okkar,“ segir Ásgeir Eyþórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. „Þetta hefur heppnast svo vel í Fær- eyjum og Danmörku hingað til að það þótti tilefni til að færa út kvíarn- ar og halda hátíðina hérlendis. Svo stendur til að halda hana í London seinna á árinu.“ Ásgeir segir færeyska tónlist- ar-menn ná góðum árangri utan heimalandsins um þessar mundir og bendir sérstaklega á söngvarann Teit Lassen í því samhengi, en hann fékk verðlaun sem söngvari ársins í Dan- mörku nýverið. Teitur kemur hingað til lands beint frá Bandaríkjunum, en hann verið verið á tónleikaferð þar og í Ástralíu undanfarið. Héðan fer hann svo til Danmerkur og Bret- landseyja. „Danir eru mjög hrifnir af honum og hafa gert hann að sínum, svolítið eins og við tókum á móti Ei- vöru Pálsdóttur þegar hún sló í gegn hérlendis,“ segir Ásgeir. Eivör kem- ur einnig fram á hátíðinni, en hún hefur verið meðal vinsælustu söng- kvenna hérlendis síðustu ár. Und- anfarið hefur hún einnig látið að sér kveða í Danmörku og víðar. Von er á nýrri hljómplötu frá henni í vor. Fleiri ungir og efnilegir tónlist- armenn koma fram á hátíðinni. Hljómsveitin Gestir þykir ein at- hyglisverðasta rokksveit Færeyja um þessar mundir og fyrsta hljóm- plata hennar „Burtur frá Toftunum“, vakti mikla athygli í Færeyjum þeg- ar hún kom út á síðasta ári. Gest- ir komu fram á hátíðinni hérlendis í fyrra. Það gerði líka Högni Lisberg sem kemur fram á tónleikunum, en hann lék einnig á Iceland Airwaves í fyrra. Þá er ónefndur Brandur Enni, sem kom hingað til lands fyrir fimm árum síðan, þá12 ára gamall og var gjarnan nefndur í sömu andrá og ís- lenska barnastjarnan Jóhanna Guð- rún á þeim tíma. Brandur er með hljómplötusamning í Svíþjóð og starfar þar um þessar mundir. Það verður því boðið upp á bestu tón- list sem Færeyjar hafa fram að færa um þessar mundir á Nasa á laugar- daginn. Eivör Pálsdóttir Nýtur mikilla vinsælda. Teitur Lassen Kemur beint úr tónleikaferð um Bandaríkin og Ástralíu. Gestir Léku líka á hátíðinni í fyrra. „Þetta er svolítið vísindaleg sýning, eða nokkurskonar könnun,“ segir ljósmyndarinn Spessi um sýninguna Úrtak sem hann opnar í gallerí Anima í dag. Á sýningunni eru myndir sem hann tók á Ísafirði um páskana 2004 og sýndi þar um sumarið. Á myndunum má sjá 50 manna tilviljunarkennt úrtak, sem að sögn Spessa telst vera 1,4% Ísfirðinga. Úrtakið var unnið þannig að Spessi var staddur á aðalgötum Ísafjarðar um páskana 2004 og myndaði gesti og gangandi sem áttu leið um. „Ég ákvað að taka portrett af Ísafirði og fór þá leið að gera eins konar skoðana- könnun. Fór út á göturnar og spurði fólk hvort ég mætti taka mynd af því,“ segir Spessi. Hann kom fólki gjarnan fyrir á óþægilegum stöðum - eins og úti á miðri götu. „Þetta er einskonar tilraun með portrettið. Ég hef áður gert portrettmyndir þar sem ég stillti til dæmis mönnum upp í sömu jakka- fötunum með hvítan bakgrunn. Svo hef ég líka tekið portrett af „venjulegu fólki“, ef svo má segja. Fólkinu sem maður sér ekki annars,“ segir hann. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísa- fjarðar opnar sýninguna og bein út- sending verður meðan á sýningunni stendur frá vefmyndavél sem hefur verið komið fyrir á Silfurtorgi, í mið- bæ Ísafjarðar. Þá verður gjörningur- inn „Byggðarstefna“, fluttur á torginu undir forystu Elfars Loga Hannes- sonar, leikara og leikstjóra. Sýningin er þriðja sýning Spessa undanfarið hálft ár og von er á ljósmyndabókinni Locations frá honum í vor. Spessi opnar sýningu í gallerí Anima í dag: ÚRTak SpeSSa í anIma LJÓSMYNDUN Tónlistarhátíðin Atlantic Music Event verður haldin á Nasa á laugardagskvöldið. Þar koma fram vinsælustu tónlistarmenn Færeyja um þessar mundir. tÓNLiStarhátíð FÆREYINGARNIR ko a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.