Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Síða 55
Hljómsveitin Radiohead hefur tekið fyrir þær sögusagnir um að hljómsveitn hafi gert plötusamning við Starbucks Hljómsveitin Radiohead hefur neit- að þeim sögusögnum að band- ið hafi skrifað undir samning hjá plötufyrirtæki kaffihúsakeðjunar Starbucks. Sögusagnirnar kviknuðu eftir að sást til talsmanns sveitar- innar á fundi með forsvarsmönn- um Starbucks. Í kjölfarið var gefin út yfirlýsingin, „Radiohead er um þessar mundir í stúdíói að taka upp sína næstu plötu. Sveitin er ekki í viðræðum um nýjan plötusamning við neitt fyrirtæki og mun ekki einu sinni íhuga hvernig tónlistin verð- ur gefin út fyrr en nýju plötunni er lokið. Þær sögusagnir um að sveitin hafi samið við Starbucks er algjör- lega ósönn.“ Ekki er langt síðan að bítillinn Paul McCartney skrifaði undir samning við Starbucks um að gefa út sína næstu plötu undir merkjum þess. Í kjölfarið hafa fjöldi stórra nafna í tónlistargeir- anum verið orðuð við fyrirtækið Spila ekki fyrir kaffi Radiohead Vinna um þessar mundir að nýrri plötu. Kærður aftur Hin breska Nona Paris Lola Jackson, sem heldur því fram að hún sé móðir þriggja barna popparans Micheal Jackson, hefur lagt fram þriðju kæruna á hendur söngvaranum. Nona fer fram á að fá heimsóknarétt og meðlag. Þá fer Nona einnig fram á að Neverland búgarðurinn verði hennar eign. Tveimur fyrri kærum Nonu hefur verið vísað frá en sú breska segist geta sannað að börnin séu hennar með DNA-prófi. Nona segir að þrátt fyrir að Debrorah Rowe sé skárð móðir barnanna á fæðingar- vottorðum sé það ekki rétt. Talsmaður Jacksons hafði aðeins eitt um málið að segja, „fáránlegt.“ Viðurkennir að hafa pissað á sig Söngkonan Fergie úr hljómsveitinni Black Eyed Peas viðurkenndi nýlega að hafa pissað á sig á tónleikum árið 2005, en myndir af henni með pissublett framan á sér fóru út um allt internetið. Fergie viðurkenndi ósköpin í spjallþætti Dame Ednu í Bretlandi og sagði það atvikið hefði átt sér stað vegna skorts á klósettum. „Við urðum að drífa okkur á svið og gátum ekki komist á klósettið áður. Þetta var mjög vandræðalegt,“ segir Fergie. Áður hafði hún ekki viðurkennt að hafa pissað á sig og sagði myndirnar falsaðar. Starbucks vildu mig fyrst Mick Jagger, söngvari hljómsveitarinn- ar The Rolling Stones segir að nýstofnað plötufyrirtæki Starbucks hafi reynt að gera við sig samning heilur ári áður, en þeir tryggðu sér samning við Paul McCartney. „Ég talaði við þessa menn þegar ég fór til Seattle í fyrra, en ég hafði ekki mikinn áhuga á því,“ segir Mick. Hann óskar þá kollega sínum McCartney hjartanlega til hamingju og óskar honum alls hins besta. „Hann er búinn að vera í 100 ár hjá Emi fyrirtækinu, gangi honum vel á nýjum slóðum,“ segir eilífðarrokkarinn. FÖSTUDAGUR 30. MARS 2007DV Helgarblað 57

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.