Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 21
Fyrir aldarfjórðungi eða svo var sýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið „Dagur og nótt” eða „Day and Night” eftir enska leikskáldið Tom Stoppard. Höfundurinn er þekktur fyrir orðfimi og djúphygli í verkum sínum. Þetta leikrit fjallar um frelsi fjölmiðla. Uppreisn hefur verið gerð í Afríkuríki nokkru gegn einræðisherra landsins og tveir breskir blaðamenn eru af þeim sökum sendir á staðinn. Á einum stað í leikritinu er að finna orðaleik í samtali annars blaðamannsins og einræðisherrans. Einræðisherrann segir: „Do you know what I mean by a relatively free press, Mr. Wagner?“ Blaðamaðurinn veit ekki svarið og einræðisherrann svarar þá sjálfum sér: „I mean a free press is edited by one of my relatives!” Á öðrum stað í leikritinu segir eitthvað á þá leið, að frelsi fjölmiðla sé síðasta vígi alls annars frelsis. En hvernig er best að þýða svona orðaleik á íslensku eins og þann, sem að ofan greinir? Hann- es H. Gissur- arson, prófessor, greinir frá því í bók sinni um Fjölmiðla nútímans, að Davíð Oddsson, sem er orðhag- ur maður, hafi stungið upp á þessari þýðingu: „Veistu, Wagner, hvað ég á við með því, að frjáls blöð geri skyldu sína?” Blaðamaðurinn veit ekki svar- ið og þá segir einræðisherrann: „Ég á við, að eitthvert skyldmenni mitt ritstýri þeim!” Þetta er auðvitað fín lausn á mál- inu, en mér finnst hún samt ekki al- veg ná hugsuninni, vegna þess að þarna fær hugtakið „skylda” of mikið vægi, en í leikritinu er verið að leika sér með frelsishugsjónina. Sjálfur hefði ég því orðað þetta á þennan veg: „Veistu, Wagner, hvað ég á við þegar ég segi, að fjölmiðlar séu til- tölulega frjálsir?” Blaðamaðurinn á ekki svar við því og þá segir einræð- isherrann: „Nú, þeir eru tiltölulega frjálsir þegar ég hef talað þá til!” Það er kjarni málsins finnst mér. Þetta hefur ekkert með skyldu að gera og ekkert með skyldmenni að gera, nema þá andlegan skyldleika og þý- lyndi. Einræðisherrann vill bara vera í aðstöðu til að tala menn til og tuska þá líka til, ef ekki vill betur. Á árinu 2004 fór fram mikil bar- átta um síðasta vígi frelsisins, svo vísað sé til framangreindra orða. Stjórnmálamenn vildu tuska fjöl- miðlana til. Þeir áttu að sinna skyldu sinni. Reynt var að setja fjölmiðlalög, sem hefðu sómt sér vel í hvaða ein- ræðisríki sem var. Meirihluti Alþing- is var til í að hleypa gerræðinu í gegn og Morgunblaðið barðist hvað hat- rammast fyrir málinu. Ekkert varð úr þessum áformum vegna þess að frelsið reyndist eiga óvæntan hauk í horni. Í fjölmiðlamálinu opinberaðist, að Morgunblaðið er ekki frjáls fjöl- miðill. Hann er bara tiltölulega frjáls fjölmiðill. Hann er fjölmiðill sem brást á ögurstund og lét að stjórn ger- ræðisins, gegndi skyldu sinni gagn- vart valdsherranum. Fjölmiðill sem ekki stóð með frelsinu heldur veittist að því. Þetta gerir almenningur sér grein fyrir og því reytast áskrifend- ur af blaðinu og munu halda áfram að gera það á meðan Morgunblað- ið lætur sér sæma að vera aðeins til- tölulega frjáls fjölmiðill í stað þess að varpa af sér oki hagsmunagæslu og baktjaldamakks. DV Umræða föstudagur 30. mars 2007 21 lESENDUR Sammála Sverri Stormsker Sigríður V. skrifar. Ég var að lesa viðtal við hann Sverri Stormsker í Mogganum áðan. Þar er hann að segja að hon- um finn- ist íslensk dægurtón- list ekki hafa neitt nýtt fram að færa, nema að honum finnst gleðisveit- in Baggalútur góð. Sjálf myndi ég seint kallast söngkona þótt ég hafi sungið með kirkjukór árum sam- an, en þetta er í fyrsta skipti sem ég er alveg sammála honum Sverri Stormsker. Hann Sverrir hefur oft gengið fram af mér en núna hlakka ég til að heyra nýju plötuna hans. Baggalútur sýnir það og sannar að það örlar enn á sköpunarkrafti hjá þjóðinni, þótt einhver lágdeyða hafi ríkt á síðustu árum. Ég missi aldrei af Baggalútsstrákunum þeg- ar þeir mæta á Rás 2 á laugardags- morgnum og finnst mér þær mín- útur sem þar heyrist í þeim gefa laugardagsmorgnunum mikið líf. Þeir eru skapandi og skemmtilegir, svo maður tali nú ekki um hversu sviphreinir þessir drengir eru. KjallaRi Morgunblaðið er tiltölulega frjáls fjölmiðill Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður skrifar Fjölmiðill sem ekki stóð með frelsinu heldur veittist að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.