Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 22
föstudagur 30. mars 200722 Helgarblað DV F yrir fjórum árum misstu vinstri grænir einn af sex þingmönnum sínum eftir dálítið fylgistap frá kosning- unum fjórum árum áður. Nú virðast flokksmenn hins vegar ör- uggir um að fagna stórsigri í kosning- unum í maí. Skoðanakannanir gefa til kynna að um fjórði hver kjósandi hyggist greiða flokknum atkvæði sitt og að hann geti orðið næststærsti flokkurinn á þingi. Steingrímur seg- ir ekkert eitt standa að baki þessum góða árangri. ,,Í fyrsta lagi þakka ég hann góðri og stöðugri uppbyggingu okkar sem stjórnmálaafls. Liðsmönnum okk- ar hefur fjölgað mikið, forystusveit- in hefur breikkað, við höfum fengið bylgju nýrra fylgismanna til liðs við okkur og það sést í forystu- og fram- bjóðendasveit okkar. Þar ber mikið á ungu fólki, ekki síst glæsilegum kon- um, og það hefur smitað út frá sér. Í öðru lagi tel ég að við höfum á okk- ur nokkuð gott orð sem trúverðugur stjórnmálaflokkur. Við erum heið- arleg í okkar pólitík, við reynum að vera sjálfum okkur samkvæm og fólk ber virðingu fyrir því. Sem dæmi vil ég nefna umhverfismálin, við eigum stóran þátt í því að andrúmsloftið í kringum þau hefur breyst. Fólk virðir það að við stóðum í báða fætur þegar slagurinn var sem harðastur og allir voru á móti okkur. Við njótum þess nú að málefnin sem við höfum bor- ið fyrir brjósti; umhverfismálin, jafn- réttismálin, róttækar aðgerðir í kven- frelsismálum og áhersla á norrænt velferðarkerfi eru núna mikið til um- ræðu. Við höfum fjallað um þessi mál á þann hátt að fólk treystir okkur sem málsvörum sínum. Það sést best á því að hræðsluáróður andstæðing- anna hefur ekkert bitið.“ Mörg og brýn verkefni Steingrímur leggur áherslu á að eitt brýnasta verkefnið sé að bæta hag öryrkja og gamals fólks og segir alltaf stóran hluta þessa hópa búa við óviðunandi kjör. Vissulega hafi ýmis- legt verið gert til bóta en samt vanti mikið upp á að þessir hópar hafi náð því að halda í við aðra, sérstaklega í ljósi aukins ríkidæmis í landinu. ,,Fólk er reitt og það er af hinu góða, því það sýnir að réttlætiskennd almennings er óbrengluð. Fólk horf- ir á velmegunina, ríkidæmið og um- svifin í samfélaginu og spyr í forundr- an hvers vegna ekki sé hægt að bæta aðstæður aldraðra, öryrkja, fátækra barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Vinstri grænir hafa barist hatramm- lega fyrir gjaldfrjálsum leikskólum, sem væri geysilega góð kjarabót og stuðningur við barnmargar, fátækar fjölskyldur. Samfélagið gerir kröfur til þess að það verði tekið á þessum málum og þessi fátækt verði upp- rætt í okkar ríka landi. Í bók minni, Við öll - íslenskt velferðarsamfélag á tímamótum, fjalla ég um vaxandi misskiptingu og velti því fyrir mér hvert íslenskt samfélag stefnir. Mik- ilvægt er að einfalda spurningarn- ar, gæta þess að þvæla málin ekki um of og forðast að láta þau leys- ast upp í rifrildi um tölur. Spurning- in er einfaldlega sú hvort við viljum að hér sé traust, norrænt velferðar- samfélag eða hvort við séum sátt við það að halda áfram að ,,ameríkanís- era“ þjóðfélagið á fullum hraða eins og gert hefur verið. Það velkist eng- inn í vafa um það hvorum megin við stöndum. Ég hef sem mikill Norður- landasinni reynt að halda uppi mál- svörn fyrir norrænu samfélagsgerð- inni og andmælt róginum um að hún sé á fallanda fæti og þung í vöf- um. Sannleikurinn er sá að það er hvergi í heiminum betra að búa en í opnu, lýðræðislegu, norrænu vel- ferðarsamfélagi og til Norðurland- anna er litið öfundaraugum um all- an heim. Þar dáist fólk að því hvað norrænum þjóðum hefur tekist vel að sameina velferð, öflugt atvinnulíf, nýsköpun og samkeppnishæfni. Því miður er okkur Íslendinga að reka í burtu frá þessu. Ég er nýkominn frá Danmörku, þar sem ég hitti meðal annars unga, íslenska námsmenn og það var sláandi að hlusta á þetta unga fólk tala um hversu miklu auð- veldara það er fyrir barnafólk að vera í námi í Danmörku en hér heima. Í Danmörku er ókeypis barnapössun, hærri húsaleigubætur, lægri hús- næðiskostur og ókeypis heilsugæsla. Það þyrmir yfir mig þegar ég hugsa til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað hér á landi og gera ungu námsfólki með börn á framfæri miklu erfið- ara fyrir nú en áður. Við vinstri græn viljum snúa við blaðinu og reyna að byggja íslenska velferðarsamfélagið upp á nýjan leik með það að mark- miði að koma því í fremstu röð þess sem gerist á Norðurlöndunum í stað þess að dragast aftur úr.“ Hætta á því að kraftarnir dreifist um of Tveir nýjir flokkar, Íslandshreyf- ingin - lifandi land og framboð eldri borgara bjóða fram í komandi al- þingiskosningum. Steingrímur segir að í rauninni sé ekkert nema gott um það að segja að menn vilji láta reyna á stuðning við ákveðin málefni og bjóði sig fram. Hann sé síðasti mað- urinn til þess að amast við því. ,,Vissulega veltir maður því fyr- ir sér hvort þessi nýju framboð leiði til þess að kraftarnir dreifist um of og gætu mögulega orðið til þess að at- kvæði falli dauð. Sú hætta fylgir að það geti þjónað ríkisstjórninni. Þess- ir flokkar eru vissulega samherjar okkar sem fyrir erum í stjórnarand- stöðunni að því leyti til að þau eru ósátt við stjórnarstefnuna. En með tilurð þeirra tekst okkur kannski ekki í nægilega miklum mæli að færa fylgi frá stjórnarblokkinni yfir til okkar heldur verður niðurstaðan fyrst og fremst sú að fleiri skipta sama hluta kökunnar á milli sín. Ef við ætlum að ná árangri í vor og knýja fram breyt- ingar þarf að fella ríkisstjórnina. Úti í þjóðfélaginu er gríðarmikill áhugi fyrir breytingum. Samkvæmt skoð- anakönnunum mælist ríkisstjórnin, sem lagði af stað með um 60% fylgi, langt undir því og er iðulega fallin. Staðan er því mjög spennandi og við erum nær því en nokkru sinni fyrr að koma þessari ríkisstjórn frá. Til þess að svo verði þarf að vera í boði trú- verðugur valkostur og þá er kannski ekki endilega víst að það þjóni þeim markmiðum að dreifa kröftunum um of. Þannig fylgja bæði plúsar og mín- usar þessum nýju framboðum. Við erum ánægð með fjölgun í hópi tals- manna náttúruverndar og umhverf- ismála og þeirra sem bjóða fram fyrir aldraða og öryrkja. Þeir sem berjast fyrir hagsmunum þessara hópa eru samherjar okkar að því leyti til. Við bíðum og sjáum hvað setur og eitt er víst að við ætlum ekki í karp eða vera með ónot í garð þessara framboða. Fólk hefur rétt til þess að bjóða fram og láta reyna á stuðning sinn og við treystum kjósendum til þess að meta hvað er skynsamlegast að gera þegar upp er staðið.“ Vilja fresta stóriðjufram- kvæmdum Steingrímur segir Vinsti græna vilja fresta frekari stóriðjufram- kvæmdum í nokkur ár og nota tímann til annars. ,,Í fyrsta lagi fær náttúran grið á meðan og hagkerfið tíma til þess að jafna sig. Við viljum ná niður þenslunni, verðbólgunni og við- skiptahallanum og innleiða jafn- vægisaðstæður í þjóðarbúskapnum á nýjan leik. Um leið skapast oln- bogarými fyrir annað atvinnulíf, ný- sköpun og þróun og við lítum á þessi mál í samhengi. Atvinnugreinar, sem stóriðjuþenslan er að ryðja úr landi, munu fá að dafna á nýjan leik og það verður pláss í hagkerfinu fyrir mik- ilvæg mál, svo sem stórátak í sam- göngumálum þar sem framkvæmdir hafa verið skornar niður á hverju ári um tvo milljarða vegna stóriðju- þenslunnar. Það verður auðvitað ekki allt gert í einu; þetta er ákvörðun og val um það í hvers konar fjárfesting- um og hvers konar framkvæmdum við viljum standa hverju sinni. Okkur finnst einfaldlega meira en nóg kom- ið af stóriðju í bili. Við viljum nota tímann til þess að ljúka við ramma- áætlun og friðlýsa þau svæði, vatns- föll og háhitasvæði sem við viljum ekki láta hrófla við. Að því loknu get- um við farið að taka ákvarðanir um hvernig, hvar, hvenær og í þágu hvers við viljum nýta landið.Við viljum ekki hætta að nýta orkuna, allt slíkt tal er bara blekkingaráróður andstæðinga okkar. Við erum áhugasöm um að nýta orkuforðann á skynsamlegan hátt í þágu sjálfbærs orkubúskapar. Að sjálfsögðu verður þá virkjað, til dæmis til þess að framleiða innlent eldsneyti í stað bensíns og olíu. Það er ekkert vandamál að gera það án umhverfisfórna.“ Um kosningu Hafnfirðinga á laug- ardag um stækkun álvers í Straumsvík segir Steingrímur bæði staðbundin og almenn rök fyrir kosningunni. ,,Staðbundnu rökin eru auðvitað þau að það er fáránlegt að ætla að reisa eitt stærsta álver landsins, ef ekki í Evrópu allri, í vaxandi íbúabyggð. Þar með yrði rekinn fleygur í heppi- legasta framtíðarbyggingarland höf- uðborgarsvæðisins sem er auðvitað suður með sjó. Þar er tvöföld hrað- braut með mislægum gatnamótum í uppbyggingu sem mun auðvelda tengingu vaxandi byggðar sem teygir sig suður með ströndinni. Það er eðli- leg þróun að byggðin á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu verði sam- vaxin. Svo eru vitaskuld almenn rök á móti því að stækka álverið. En það er mikilvægt að menn hafi í huga að með kosningunni eru Hafnfirðingar eingöngu að svara fyrir sitt leyti spurningu sem að þeim snýr. Ef þeir segja nei kemur stækkunin vita- skuld ekki til greina, þá liggur fyrir meirihlutaandstaða við stækkunina og áhrif hennar á skipulag sveitar- félagsins. Þar með væri málinu lok- ið. Ef þeir svara játandi er ekki þar með sagt að málið sé afgreitt í heild sinni því þeir hafa aðeins svarað því sem að þeim snýr. Ef fólk hefur þetta á hreinu er ekkert nema gott um þessa kosningu að segja og ég treysti á dómgreind Hafnfirðinga og því að þeir komist að skynsamlegri niður- stöðu. En ég vil koma því að að mér ofbýður að erlent stórfyrirtæki skuli geta mokað óheftum fjármunum í áróður og beiti sér af hörku í lýðræð- islegum borgarakosningum þar sem búið er að stofna samtök með og á móti viðkomandi málstað. Auðvitað á að láta þau um málflutninginn og skipa þessu stórfyrirtæki að halda sig á mottunni og koma þannig í veg fyr- ir að þetta stórfyrirtæki geti gert til- raun til þess að kaupa niðurstöðu kosninganna með auglýsingaflóði og alls kyns áróðri.“ Mikilvæg verkefni bíða ríkis- stjórnarinnar Steingrímur segir forgangsröð- un Vinstri grænna liggja ljósa fyrir ef þau taka þátt í því að mynda nýja rík- isstjórn. ,,Fyrir utan stöðvun frekari stór- iðjuframkvæmda og verulegar um- bætur í velferðarkerfinu til aldraðra, öryrkja og barnafjölskyldna vildi ég sjá gjörbreyttar áherslur á málefni landsbyggðarinnar. Ég var nýlega á ferð um sunnanverða Vestfirði og var hálfdasaður eftir að hafa varið tíma með fólkinu sem þar býr og skynja hvernig því finnst það hafa verið svik- ið. Ég vil blása þessu fólki aftur bjart- sýni og tiltrú í brjóst og það er ekki seinna vænna að taka til hendinni ef menn vilja ekki horfa á heilu byggða- lögin leggjast í eyði. Ríkisstjórnin hef- ur verið með eindæmum metnað- ar- og úrræðalaus hvað varðar hina almennu byggðastefnu. Mikilvægast af öllu er að við Íslendingar hefjum yfirvegaða umræðu um stærstu við- fangsefnin sem bíða samfélagsins í framtíðinni. Ég gæti alveg hugsað mér, sem forystumaður í ríkisstjórn, að koma á fót hugmyndaframtíðar- banka, jafnvel framtíðarnefnd, eins og er víða við lýði í nágrannalöndun- um. Þar yrði vettvangur fyrir hugsuði og forystufólk úr ýmsum greinum til að koma saman og reifa stærstu við- fangsefni komandi ára og áratuga, svo sem þróun samfélagsins, stöðu viðkomandi ríkja í þjóðafjölskyld- unni og samfélagi þjóðanna. Það er svo mikill hraði í samfélaginu og ég held að við hefðum mjög gott af því að setjast niður saman; stjórnmála- menn, fræðasamfélagið, vinnuveit- endur og forystumenn úr atvinnulíf- inu og verkalýðshreyfingunni til þess að fara yfir hlutina. Það hefur margt gott gerst í okkar kraftmikla samfélagi, það er gríðarleg ferð á hlutunum, en hraðinn getur líka verið hættulegur og of mikið af því góða. Menn mega ekki fara fram úr sjálfum sér og við megum ekki gleyma þeim sem ekki ráða við tempóið. Markmiðið hlýtur að vera samfélag þar sem við getum öll lifað saman með reisn alla ævina. thorunn@dv.is Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er reyndur stjórnmálamaður. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 1983 og gegnt bæði embætti samgönguráðherra og land- búnaðarráðherra. Fylgi vinstri grænna hefur aukist verulega að undanförnu og mælist flokkurinn iðulega með um fjórðung atkvæða. Steingrímur leiðir flokkinn í Norðausturkjördæmi þar sem fylgi flokksins er mest. Bitlaus hræðsluáróður stjórnarflokkanna Steingrímur J. Sigfússon n 1955: steingrímur J. sigfússon fæðist á gunnarsstöðum í Þistilfirði. n 1976: stúdentspróf frá menntaskólanum á akureyri. n 1975-1976: fulltrúi nemenda í skólaráði menntaskólans á akureyri. n 1978-1980: Í stúdentaráði. n 1981: Próf í jarðfræði frá Háskóla Íslands. n 1982: Próf í kennslu- og uppeldisfræði frá Háskóla Íslands. n 1983-1987: Í stjórnarnefnd ríkisspítal- anna. n 1987-1988: formaður þingflokks al- þýðubandalagsins. n 1984: Kjörinn í samstarfsnefnd með fær- eyingum og grænlendingum um sam- eiginleg hagsmunamál. n 1984 og 1986: sat þing alþjóðaþing- mannasambandsins. n 1985-1988 og 1991-1995: Í Vestnorræna þingmannaráðinu. n 1988-1991: Landbúnaðar-og sam- gönguráðherra. n 1989-1995: Varaformaður alþýðubanda- lagsins. n 1991: sat á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna. n 1991-1995: Í Íslandsnefnd Vestnorræna ráðsins. n 1995-1988 og 1998-: Í Íslandsdeild Norð- urlandaráðs. n 1998: formaður flokkahópa vinstri sósíalista í Norðurlandaráði síðan 1998. n 1990-2000: formaður Norræna ráðsins um málefni fatlaðra. n 1991-1998: Í sjávarútvegsnefnd (formað- ur 1995-1998), efnahags- og viðskipta- nefnd 1991-1999, utanríkismálanefnd 1999, félagsmálanefnd 1999-2003, sér- nefnd um stjórnarskrármál 2004-2005. n 1999: formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá stofnun flokksins í febrúar 1999. n 2003: alþingismaður í Norðurlandskjör- dæmi eystra síðan 2003. n 2005: Í stjórnarskrárnefnd frá 2005. Sannleikurinn er sá að það er hvergi í heiminum betra að búa en í opnu, lýðræð- islegu, norrænu vel- ferðarsamfélagi og til Norðurlandanna er litið öfundaraugum um allan heim. Þar dáist fólk að því hvað norrænum þjóðum hefur tekist vel að sam- eina velferð, öflugt atvinnulíf, nýsköpun og samkeppnishæfni. Því miður er okkur Íslend- inga að reka í burtu frá þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.