Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 45
DV Ferðalög föstudagur 30. mars 2007 47 U m s j ó n : S n æ f r í ð u r I n g a d ó t t i r . N e t f a n g : s n a e f r i d u r @ d v . i s á ferðinni Ævintýraferð fyrir krakkaHálendisferðir bjóða upp á tvo þriggja daga hálendisskóla fyrir krakka inn í Landmannalaugar. fyrri ferðin verður 2.-4.apríl og sú seinni 8.-10.júní. Þetta er sannkölluð ævintýraferð fyrir krakka á aldrinum 9-14 ára þar sem boðið verður upp á gönguferðir, kvöldvökur, húslestur, fjallateygjur og litaæfingar. Leiðsögumenn eru Ósk Vilhjálmsdótir, margrét H. Blöndal og Ingibjörg g. guðmundsdóttir. Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður í haust upp á tvær ferðir til einnar feg- urstu eyju Karíbahafsins, Jamaíka. Náttúrufegurð eyjunnar er róm- uð en þar eru hinir frægu Dunn‘s- fossar sem hlutu heimsfrægð í Jam- es Bond-myndunum. Veðurfarið á þessari þriðju stærstu eyju Karíba- hafsins þykir einstakt sem og tón- listarlífið en eyjan er fæðingarstaður Bobs Marley. Eyjan er þar með vagga reggítónlistarinnar sem hljómar við hvert fótmál. Á Jamaíka er ýmis skemmtileg afþreying í boði fyrir ferðamenn. Þar er til dæmis hægt að klífa hina frægu Dunn‘s-fossa, fara í rafting, á hestbak, í golf, í mót- orhjólaferðir eða kafa í silfurtærum sjó. Einnig er kjörið að skella sér í krikket sem er ein vinsælasta íþrótt- in á eyjunni. Áhuga íbúanna á íþrótt- inni má rekja til þess tíma sem eyj- an var nýlenda Breta, en hún hlaut sjálfstæði árið 1962. Íbúar Jamaíka eru afar blandaðir en koma þó flestir frá Afríku. Eyjaskeggjar eiga sitt eigið tungumál sem er einhvers konar af- bökun á ensku. Höfuðborgin heitir Kingston en vinsælasti áfangastað- ur ferðamanna er Ocho Rios sem er á norðurströnd eyjarinnar. Þar er að finna glæsihótel, hvítar strendur og einstakar aðstæður til algerrar slök- unar. Lesið ykkur nánar til um Jam- aíka á heimasíðunum jamaicans. com og jamaica.com Haustferð með Heimsferðum: Náttúruperlur á Jamaíka Undraverð hönnun Á morgun verður opnuð áhugaverð sýning í dansk design Center í Kaupmannahöfn sem ber nafnið magisk design. Eins og nafnið gefur til kynna verður þar að finna undraverða hönnun sem breytt hefur lífi okkar síðustu 50 árin. sem dæmi um hluti sem falla þar undir eru vekjaraklukkur, rakvélar, ryksugur, kaffivélar og íþróttaskór. sýningin stendur til 10. júní. Í síðasta helgarblaði sagði Smári Stefánsson útivistarkennari við íþróttabraut KHÍ við Laugarvatn frá norðlenska fjallinu Kerlingu og skoraði um leið á Frey Inga Björns- son, formann ÍSALP, að segja frá sínu uppáhaldsfjalli. Freyr valdi berg- drangann Þumal sem hann hefur tvisvar klifið. „Ég er mjög hrifinn af Skaftafelli og Öræfasveitinni, því þar er hæstu fjöll landsins að finna,“ seg- ir Freyr Ingi sem dagsdaglega starfar sem leiðsögumaður. „Þessi tindur er svakalega flott- ur á að líta, þar sem sem teygir sig nær lóðrétt upp úr jöklinum. Á aðra hönd sér maður Skaftafellsfjöllin og til norðurs blasir Vatnajökull við stór og fallegur.“ Þumall sem er 1279 metra hár var lengi vel talinn ókleifur eða þar til þrír piltar úr Vestmannaeyjum klifu hann árið 1975. Síðan þá hefur þeim farið fjölgandi sem klifið hafa tind- inn en þó fælir frá hin langa göngu- leið að tindinum. „Það er um 10 kílómetra löng ganga inn að kletta- spírunni sem alls ekki allir nenna að leggja á sig,“ segir Freyr Ingi og bætir við að til þess að komast að fjallinu sé lagt af stað frá Skaftafelli og geng- ið inn Morsárdal. Þar gista margir og reyna svo við drangann daginn eftir en þó er vel hægt að ná bæði göng- unni að dranganum og klifri á hann á einum löngum degi. „Bergið er mjög brothætt og molnar auðveld- lega og á toppnum hef ég velt því fyr- ir mér hvað haldi eiginlega þessum dranga uppi,“ segir Freyr Ingi sem hefur stundað fjallaklifur síðan 1996. Hann bætir við að Þumall sé vinsæll viðkomustaður jeppamanna sem komast að honum með því að keyra innan af Vatnajökli. Frá þeirri hlið hafa einhverjir farið á tindinn en það sé auðvitað hálfgert svindl að sögn Freys Inga. Eins og fyrr segir er Freyr Ingi for- maður Íslenska alpaklúbbsins sem fagnar 30 ára afmæli í ár. „Afmælis- dagurinn var 11. mars og þá ætluð- um við að ganga á Skessuhorn en þangað lá fyrsta ferð félagsins fyr- ir 30 árum síðan. Ferðinni var hins- vegar frestað vegna veðurs en önnur tilraun verður gerð þann 14. apríl,“ segir Freyr Ingi og upplýsir að sami fararstjóri verði í ferðinni og þeirri sem farin var fyrir 30 árum síðan. Félagsmenn í ÍSALP eru nú um 400 talsins og er starfsemin öflug. Auk þess að standa reglulega fyrir nám- skeiðum og ýmsum ferðum held- ur félagið líka úti líflegri heimasíðu, www.isalp.is, þar sem er að finna ýmsan fróðleik varðandi klifurleið- ir á Íslandi og líka talsvert af monti. „Áður en netið kom til sögunnar stóð félagið reglulega fyrir opnu húsi, þar sem menn báru saman bækur sínar og sýndu myndir úr ferðum sínum. Nú fer þetta mestmegnis fram á Net- inu en við höfum verið duglegir við að skrá niður leiðarlýsingar á nýjum leiðum og halda utan um þær,“ segir Freyr Ingi. Nýafstaðin er Telemarks- kíðahátíð á Akureyri og í febrúar stóð félagið fyrir ísklifurfestivali. Páskana sjá svo félagsmenn í miklum hylling- um. „Ég held að flestir ÍSALP félagar séu búnir að skipuleggja einhverjar fjallaferðir um páskana. Sjálfan lang- ar mig til þess að prófa nýja leið en hún er ekki gefin upp að sinni,“ segir Freyr Ingi leyndardómsfullur. Hvort kajakmaðurinn Erlendur Þór Magn- ússon verði eins leyndardómsfullur í næsta helgarblaði DV kemur í ljós en Freyr Ingi skorar á hann til frásagn- ar. snaefridur@dv.is Lærðu að sörfa Þeir, sem alltaf hefur dreymt um að læra á brimbretti, geta látið drauminn rætast hjá surfing australia sem rekur 70 brimbrettaskóla vítt og breitt um Ástralíu. Þótt starfsemin sé öflugust í Ástralíu rekur fyrirtækið líka skóla víða annars staðar í heiminum eins og á Ítalíu, Kostaríka og Jamaíka. skólinn býður upp á prógramm sem er skipt upp í fimm áfanga en ekki er nauðsynlegt að taka þá alla í einu. Einnig er reglulega boðið upp á sérstakar æfingabúðir en til þess að komast í þær verða menn að hafa lokið byrjendanámskeiði. Nánari upplýsingar má finna á surfingaustra- lia.com Menningarferð til Parísar Icelandair býður upp á spennandi lista- og menningarferð til Parísar 18.- 22. apríl. Það er listfræðingurinn Laufey Helgadóttir sem leiðir hópinn á alla helstu merkisstaði Parísar og á söfn eins og monet-safnið í giverny og Orsay eða marmottan-safnið. Laufey hefur verið fararstjóri hjá Icelandair um árabil og er því öllum hnútum kunnug í borginni. Frábær ferðasíða Á heimasíðunni ferdalangur.net er að finna ýmsan skemmtilegan og hagnýtan fróðleik fyrir sjálfstæða ferðalanga sem gaman hafa af ferðalögum um meginland Evrópu. Það er margrét gunnarsdóttir sem stendur á bak við vefinn en hún er ekki bara forfallinn ferðalangur sjálf heldur hefur hún einnig starfað sem fararstjóri. Hægt er að gerast áskrifandi að mánaðarlegu fréttabréfi á síðunni þar sem ódýr hótel og sniðugir áfangastaðir eru kynntir. Falleg eyja Það er nóg að skoða á þriðju stærstu eyju Karíbahafsins. Frá því að blágrýtisdranginn Þumall var fyrst klifinn fyrir 32 árum hefur ferðum þang- að farið fjölgandi. Útivistarmaðurinn Freyr Ingi Björnsson, sem er nýkjörinn formaður Íslenska alpaklúbbsins, er einn þeirra sem klifið hafa bergdrjólann. Reisuleg klettaspíRa Víðförull freyr Ingi ásamt félaga sínum Jóni Heiðari andréssyni á toppi mera Peak í Nepal. Þumall tindurinn Þumall er í skaftafellsfjöllum. til þess að komast að honum þarf að leggja á sig um 10 kílómetra göngu. Fjallabrölt að vetri menn verða að vera vel græjaðir til þess að klífa Þumal hvort sem er að sumri eða vetri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.