Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 52
Eins og áður hefur komið fram í dóm- um mínum er ég veikur fyrir gömlu Nin- tendo-klassíkunum og Castelvania er klárlega ein af þeim. Upprunalegi leik- urinn á NES er ennþá einn af mínum uppáhalds og því töluverðar væntingar gerðar til Castlevania: Portrait of Ruin. Í leiknum er maður í raun tvær sögu- persónur. Annars vegar vampírubaninn Jonathan og hins vegar vinkona hans Charlotte. Þetta gefur leiknum skemmti- lega tilbreytingu þar sem hægt er að slást með báðum persónum í einu eða þá annari þeirra að eigin vali. Leikurinn gerist í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og reynir Drakúla að ná sínum fyrri styrk þegar mannkynið er sem veikast fyrir. Saga leiksins er nokkuð góð þó svo að langdregin samtöl í honum geti verið þreytandi. Helstu kostirnir við leikinn eru að hann er flottur og óvinirnir fjölbreyttir. Hægt er að fá mjög mikið af mismunandi vopnum fyrir bæði Jonathan og Char- lotte. Einnig er mikið af skemmtilegum göldrum og brellum sem þau læra eftir því sem leikurinn er spilaður meira. Það sem mér fannst ábótavant var að leikurinn er í styttra lagi. Borðin eru flott en það hefði verið hægt að gera betur enda Castlevania-leikirnir þekktir fyrir flott og fjölbreytt borð. Þegar upp er staðið er þetta samt góður leikur sem ætti skilið 3 og 1/2 stjörnu en við hjá DV gefum aðeins í heilum. Hann er hins vegar ekki nógu góður til þess að vera meðal þeirra bestu í fjórum eða þeirra allra bestu í fimm stjörnum. Ásgeir Jónsson dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 30. mars 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Command & Conquer - Tiberium Wars - PC Xiaolin showdown - PsP medal of Honor Vanguard - Ps2/Wii Virtual tennis 3 - PC/Ps3/PsP/XbOX360 diner dash - NDs/PsP Kíktu á þessa leiKjatölvur Command & Conquer leikirnir líða seint úr minnum manna, en þeir lögðu línurnar fyrir hernaðarleiki nútímans. Í gær kom út Command & Conquer Tiberium Wars, sem er þriðji leikurinn í seríunni. Mannkynið er í öngum sínum eftir að loftsteinn hefur breytt landslaginu til frambúðar. Bræðralag Nods reynir að ná því landsvæði sem eftir er og þurfa leikmenn að hafa sig alla við til þess að stöðva það, já nú eða öfugt. XboX fyrir byssur Lögreglan í mexíkó hefur nú brugðið á það ráð að gefa íbúum hverfisins Tepito Xbox leikjatölvur í skiptum fyrir vopn. er þetta hluti af nýrri herferð lögreglunn- ar til þess að sporna við vopnaeign og drápum í hverfinu. Vopnunum verður svo eytt af mexíkóska hernum og þurfa þeir sem skila þeim inn ekki að gera grein fyrir máli sínu. Herferðin hófst á þriðjudaginn og var þá heilum 17 byssum skilað inn. f.E.A.r. kEmur á Ps3 skotleikurinn vinsæli f.E.a.r. mun koma út á Playstation 3 þann 24. apríl. Leikurinn hefur áður aðeins verið fáanlegur á Xbox360 og PC. f.E.a.r. þykir einn af betri skotleikjum síðari ára og muna nokkrar nýjungar koma fram í Ps3 útgáfu leiksins. meðal annars koma ný borð og ný vopn en svo verður einnig hægt að spila „instant action“ fítusinn, sem kom fyrst á Xbox360. Civ AukAPAkki kEmur í sumAr Civilization leikirnir eru stórkostlegir. Í sumar kemur úr Civilization iV: beyond the sword, en það er sérlegur aukapakki við sjötta leik seríunnar sem kom út árið 2005. Í auka- pakkanum má finna 12 ný borð, eða scenario og tíu nýjar hersingar til að velja úr, þar á meðal Portúgal, babylon og Niðurlöndin. svo verða einnig kynnt til leiks, fimm ný undur heimsins, sem leikmenn verða að finna upp með réttum leiðum. Það muna eflaust margir eftir Comm- and & Conquer leikjunum en þeir voru afar vinsælir fyrir nokkrum árum síð- an. Í gær kom út þriðji leikurinn í serí- unni, Tiberium Wars, en leikjagagn- rýnendur úti í hinum stóra heimi, eru afar hrifnir af leiknum og líta sýnis- hornin afar vel út. Árið er 2047 og loft- steinn hefur skollið á jörðina. Heim- urinn er laskaður og líkist einna helst fjarlægri plánetu. 30% af landsvæði jarðar hefur glatast og nú þarf mann- kynið að sætta sig við að búa í meng- uðum heimshlutum. Óvinir mann- kynsins eru Nod-bræðralagið undir forystu hins kaldrifjaða Kane, en her- ir hins siðmenntaða heims þurfa að hafa sig alla við til þess að verja þau landsvæði sem eftir eru. Leikurinn er uppfullur af góðgæti. Grafíkin er fyrsta flokks, atriði á milli borða með eindæmum og stýringarnar til fyrir- myndar. Búið er að einfalda og bæta allar skipanir og hefur nú aldrei ver- ið jafnauðvelt að stjórna heilum her. Yfir 30 verkefni eru í leiknum en um leið og þau klárast er hægt að spila á netinu. Gervigreindin hefur aldrei verið jafnöflug og þurfa leikmenn að hafa sig alla við að verða ekki und- ir. Einnig hafa bæst við óteljandi teg- undir af nýjum hermönnum, vígvél- um og hernaðarlegum mannvirkjum. Þá á sagan einnig að vera mjög sterk og nógu sannfærandi til þess að láta leikmenn trúa því að örlög heims- ins ráðist af þeirra dugnaði. Leikur- inn spilast á PC-tölvur og fæst í öllum betri tölvuleikjaverslunum. dori@dv.is C&C 3er lentur Command & Conquer: Tiberium WarsÞriðji leikurinn í þessari geysivinsælu seríu. Harðir bardagar Óvinir mannkynsins herja á það af miklum krafti. Ótrúleg grafík tiberium Wars hefur fengið rosalega dóma. Castlevania: Portrait of Ruin Ævintýraleikur Nintendo DS tölvuleiKur H H H H H Castlevania: Portrait of ruin fínn leikur en ekki á meðal þeirra bestu. Vampírur og draugagangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.