Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 19
DV Fréttir föstudagur 30. mars 2007 19 ÁTTA Af ELLEfU sEndihErrUm Spilling í íslenskum stjórnmálum birtist einkum í því hvernig staðið er að mannaráðning- um. Starfsmenn í utanríkisþjónustunni þrýsta á Valgerði Sverrisdóttur að forðast pólit- ískar embættisveitingar. Eiríkur Bergmann segir utanríkisráðuneytið hafa verið nýtt sem ruslakistu fyrir stjórnmálamenn. Breytingar hafi þó orðið þegar Valgerðurtók við. Pólitískt skiPaður sendiherra Pólitískt skiPaður sendiherra Pólitískt skiPaður sendiherra Pólitískt skiPaður sendiherra Pólitískt skiPaður sendiherra mundur Árni Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Kristján Andri Stef- ánsson, Júlíus Hafstein og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Allt þetta fólk var skipað í stöðu sendiherra, án þess að hafa starf- að í utanríkisráðuneytinu til lengri tíma. Í bréfinu til ráðherrans segir að þetta stingi í stúf við þá áherslu að forstöðumenn á sendiskrifstof- um hafi aflað sér víðtækrar reynslu í utanríkisþjónustunni. Þar liggur spillingin „Ég tel að spilling á Íslandi liggi fyrst og fremst í því hvernig stjórn- málaflokkarn- ir ráðstafa embættum til sinna manna,“ sagði Ragn- ar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, í DV síðustu helgi í um- fjöllun um spillingu á Íslandi. Hann segi þessa teg- und spill- ingar vera landlæga hér og hafa þrifist frá fyrstu tíð, í mismiklum mæli. Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðiprófessor gerði í fyrra at- hugun á pólitískum embættisveit- ingum hér á landi. Hann bendir á að veiting embætta á grundvelli klíkustjórnmála geti ekki talist spill- ing nema að lög mæli fyrir um að faglega sé staðið að ráðningunum. „Störf hjá hinu opinbera geta verið hluti af lögmætum sigurlaun- um í stjórnmálum, þetta leiðir til sóunar, óskilvirkni og skorts á hæfni í op- inbera geiran- um. Að baki liggur dulin þörf stjórn- mála- manna fyrir að út- vega störf handa fólki sem þeir telja að verð- skuldi slíkt að launum fyrir pólitískan stuðning,“ skrifar Gunn- ar Helgi. Jákvæðar breytingar Eiríkur Bergmann segist ekki vita dæmi þess að starfsfólk í ráðu- neyti hafi sent viðlíka áskorun til ráðherrans. „Ég les þetta þannig að fólkið hafi vitað að Valgerður myndi ekki taka þessu óstinnt upp.“ Á fundinum með Starfsmanna- ráðinu þakkaði Valgerður enda þann stuðning sem fram kemur í yfirlýsingunni og lét í ljós ánægju með þann mannauð sem í utanrík- isráðuneytinu væri. Yfirlýsingar Valgerðar um að hún hyggist ekki ráða sendiherra á pólitískum forsendum eru nýlunda hér á landi. Eiríkur bendir á að Val- gerði Sverrisdóttur hafi fylgt breyt- ingar til hins betra í utanríkisþjón- ustunni. Hún hafi til dæmis fært starfsemi íslensku friðargæslunn- ar frá beinum hernaðarverkefnum og yfir í verkefni sem raunveru- lega hafa með friðargæslu að gera. „Þetta er mjög gott fyir utanríkis- þjónustuna.“ Í ljósi nýlegrar ákvörðunar ráðherra um tilfærslur og flutninga í utanríkis- þjónustunni og þeirrar umræðu sem verið hefur í fjölmiðlum um hugsanlegar pólitískar embættisráðningar, ber að fagna þeirri viðhorfsbreytingu sem fram hefur komið hjá núverandi utanríkisráðherra sem margoft hefur lýst því yfir að hún hyggist fara sparlega í pólitískar embættisveitingar. Bindur starfsmanna- ráðið vonir við að þar með hafi baki verið snúið við þeim úreltu stjórnunarhátt- um sem of oft hafa sett svip á embættisveitingar innan utanríkisþjónustunnar á undanförnum árum. Á undanförnum árum hafa pólitískar embættisráðningar í utanríkisþjón- ustunni aukist til muna. Af forstöðumönnum á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007 tíu pólit- ískt skipaðir eða um 45 prósent. Þetta háa hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra á sér enga hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum eða í öðrum vestrænum ríkjum. Hafa má til marks um þessa fjölgun að á tímabilinu frá því í október 2004 til nóvember 2005 skipaði utanríkisráðherra níu nýja sendiherra og einn aðalræð- ismann, þar af þrjá úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Af þessum þremur, var gert ráð fyrir að tveir færu á eftirlaun nokkrum mánuðum síðar. Samfara fjölgun pólitískt skipaðra sendiherra í utanríkisþjónustunni hafa nýjar starfsvenjur rutt sér til rúms. Algengt er að pólitískt skipaðir sendiherrar taki við stöðu forstöðu- manns sendiskrifstofu, án þess að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu eða sendiskrifstofum þess í lengri tíma. Þetta stingur í stúf við þá áherslu sem jafnan hefur verið á að forstöðumenn sendiskrifstofa hefðu aflað sér víðtækrar reynslu í utanríkisþjónustunni. Athygli vekur að pólitískt skipaðir sendiherrar taka að jafnaði ekki við skrifstofustjórastörfum í ráðuneytinu líkt og sendiherrar sem skipaðir hafa verið úr röðum embættismanna. Í raun hefur því pólitískt skipuðum sendiherrum og sendiherrum úr röðum emb- ættismanna utanríkisþjónustunnar verið mismunað. Loks hafa verið brögð að því að pólitískt skipaðir sendiherr- ar sitji lengur í embættum erlendis en sendiherrar úr röðum embættismanna og jafnvel fram yfir almenn viðmiðunarmörk sem yfirstjórn ráðuneytis hefur ákveðið. Í ljósi framangreindra sjónarmiða hvatti starfsmanna- ráð utanríkisþjónustunnar utanríkisráðherra til þess í febrúar 2006 að tryggja að embættisskipanir, líkt og aðr- ar ákvarðanir í starfsmannamálum, yrðu látnar lúta faglegum sjónarmiðum, þar sem tekið yrði fyllsta tillit til reynslu, hæfni og starfsaldurs flutningsskyldra starfs- manna. Eðlilegt væri að tekið yrði mið af viðteknum nútíma stjórnunarháttum innan utanríkisþjónust- unnar og komið í veg fyrir að starfsmannamál henn- ar yrðu látin lúta öðrum reglum en viðurkenndar eru í stjórnsýslu annarra vestrænna ríkja. Viðhorfsbreyting í embættisVeitingum -Yfirlýsing frá Starfsmannaráði flutningsskyldra starfsmanna utanríkisþjónustunnar til utanríkisráðherra Reykjavík, mars 2007 Eftirfarandi yfirlýsing um pólitískar embættisveitingar var kynnt fyrir utanríkisráðherra á fundi, miðvikudaginn 21. mars: MarkúS Örn antonSSon JúlíuS HafStEin Sigríður Dúna kriStMunDSDóttir guðMunDur Árni StEfÁnSSon SigHVatur BJÖrgVinSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.