Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 41
DV Ættfræði föstudagur 30. mars 2007 41 kona VIkUnnaR Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Starfsferill Valgerður fæddist á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyj- arsýslu 23.3. 1950 og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967, stundaði þýskunám við Berlitzschool í Hamborg 1968-69, og enskunám við Richmond School í London 1971-72. Valgerður var ritari hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins 1967-68, ritari kaupfélagsstjóra KEA 1969-70, var læknaritari á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 1970-71, kennari við Grenivíkurskóla 1972-76, í hluta- starfi 1977-82, húsfreyja og bóndi á Lómatjörn frá 1974, var varaþm. Norðurlandskjördæmis eystra frá 1984, alþm. kjördæmisins 1987-2003 og alþm. Norðausturkjördæmis frá 2003, var iðnaðar- og viðskiptaráð- herra 1999-2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2004-2005 og hefur verið utanríkisráðherra frá 2006. Valgerður sat í stjórn KEA 1981- 92, í stjórn SÍS 1985-92, í stjórn Kjör- dæmiasambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra 1983- 87 og stjórnarformaður 1985-86, í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1983, var vararitari Framsóknar- flokksins 1990-97, sat í Norðurlanda- ráði 1987, 1990, 1995 og 1999 og var formaður Íslandsdeildar 1995, sat í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri 1989-91, í skólanefnd Samvinnuhá- skólans 1990-96 og formaður 1995- 96, í stjórn Norræna menningar- málasjóðsins 1991-93 og 1995-98 og formaður 1995, var varaformað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins frá 1987 og formaður 1995-99, sat í umhverfisnefnd Alþingis 1991 og 1992, menntamálanefnd 1991 og 1995, efnahags- og viðskiptanefnd 1995-99, allsherjarnefnd 1995-99, kjörbréfanefnd 1995-2000, utan- ríkismálanefnd 1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999, landbúnað- arnefnd 1999, heilbrigðis- og trygg- inganefnd 1999 og formaður henn- ar og í félagsmálanefnd 1999. Þá sat hún í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1995 og 1999 er hún var formaður hennar, og í Íslandsdeild ÖFS þings- ins 1999. Fjölskylda Valgerður giftist 29.6. 1974 Arvid Kro, f. 13.9. 1952, bónda á Lómatjörn. Hann er sonur Ingrid og Magne Kro sem stunduðu lengst af búskap í Hauge í Noregi. Dætur Valgerðar og Arvid eru Anna Valdís Kro, f. 12.12. 1978, leik- skólakennari í Reykjavík; Ingunn Agnes Kro, f. 27.3. 1982, lögfræði- nemi en sambýlismaður hennar er Hjalti Þór Pálmason handknatt- leiksmaður; Lilja Sólveig Kro, f. 4.11. 1989. Systur Valgerðar eru Sigríður Sverrisdóttir, f. 31.5. 1948, kennari við Grenivíkurskóla en maður henn- ar er Heimir Ingólfsson bóndi; Guð- ný Sverrisdóttir, f. 15.9. 1952, sveitar- stjóri á Grenivík en maður hennar er Jóhann Ingólfsson bóndi. Foreldrar Valgerðar voru Sverrir Guðmundsson, f. 10.8. 1912, d. 6.1. 1992, bóndi og oddviti á Lómatjörn, og k.h., Jórlaug Guðrún Guðnadóttir, f. 9.5. 1910, d. 15.4. 1960, kaupakona í Reykjavík og síðar húsfreyja á Lóm- atjörn. Ætt Sverrir var sonur Guðmundar, b. á Lómatjörn Sæmundssonar, b. í Gröf í Kaupangssveit Jónasson- ar. Móðir Guðmundar var Ingileif Jónsdóttir, b. í Uppsölum í Svarfað- ardal Jónssonar. Móðir Jóns var Þór- unn Björnsdóttir, b. á Moldhaugum Björnssonar, og Halldóru Jónsdótt- ur, pr. á Völlum Halldórssonar, afa Páls Melsteð amtmanns. Móðir Ingi- leifar var Helga Pálsdóttir, b. í Hofs- árkoti Jónssonar, og Guðrúnar Jóns- dóttur, b. á Uppsölum Arasonar, pr. á Tjörn Þorleifssonar, prófasts á Múla Skaftasonar. Móðir Sverris var Valgerður Jó- hannesdóttir, b. á Kussungsstöðum Jónssonar Reykjalíns, pr. á Þöngla- bakka Jónssonar Reykjalíns, pr.á Ríp Jónssonar, pr. á Breiðabólstað í Vest- urhópi Þorvarðarsonar, föður Frið- riks, langafa Ólafs, afa Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta. Móðir Jóns á Þönglabakka var Sigríður Snorra- dóttir, pr. á Hofsstöðum Björnsson, bróður Jóns, langafa Pálínu, móður Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra, föður Steingríms, fyrrv. for- sætisráðherra. Móðir Valgerðar var Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á Hóli í Fjörðum Ólafssonar, og Ingveldar Árnadóttur, b. á Sveinsströnd Eyj- ólfssonar, bróður Kristjönu, Móð- ur Jóns Sigurðssonar, þingforseta á Gautlöndum, föður ráðherranna Kristjáns og Péturs, og langafa Jóns Sigurðssonar, bankastjóra og fyrrv. viðskiptaráðherra. Jórlaug var dóttir Guðna Eyjólfs- sonar frá Apavatni. Móðir Guðna var Helga, systir Ragnheiðar, móð- ur Ingunnar, konu Böðvars á Lauga- vatni. Helga var dóttir Guðmundar, b. í Eyvindartungu, bróður Halldóru, ömmu Björns Þórðarsonar forsætis- ráðherra. Halldóra var einnig lang- amma Guðrúnar, móður Ragnars Arnalds. Guðmundur var sonur Ól- afs, b. í Leirvogstungu á Kjarlarnesi Guðmundssonar, bróður Ragnheið- ar, langömmu Guðlaugar, ömmu Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Helgu á Apavatni var Ingunn Magnúsdóttir frá Laugarvatni. Móðir Jórlaugar var Sigríður Guð- mundsdóttir, hálfsystir, sammæðra, Þjóðbjargar, móður Hauks Jörundar- sonar, fyrrv. skólastjóra og skrifstofu- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhanns- dóttir, b. á Hrólfsskála Bjarnasonar, og Sigríðar Bjarnadóttur. Valgerður Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra sér enga ástæðu til að leyna Þingey- inga eða aðra landsmenn þeirri skoðun sinni, að vel sé hugsanlegt að í Þingeyj- arsýslu rísi álver sem fái raforku frá jarðhitavirkjun- um. Þetta kom fram í ræðu ráðherrans á málþingi At- vinnuþróunarfélags Þing- eyinga nú í vikunni. Framvegis mun DV birta tilkynning- ar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstu- dögum. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynning- um eru nafn afmælisbarnsins, fæð- ingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nafn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nafn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varð- andi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn- ar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd af afmælisbarninu. AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.