Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 60
Föstudagur 30. Febrúar62 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is föstudagurfimmtudagur Sandkorn auðir skemmtistaðir Nú hafa húsnæðin sem hýstu áður Pasta Basta og Nelly´s staðið auð í miðbæ Reykjavíkur um þó nokkurt skeið og virðist ekkert vera gerast. Vorið 2006 tók DV viðtal við eigendur staðanna beggja og voru þá framkvæmdir í fullum gangi og var stefnt að því að opna um sumarið og haust- ið. Á gamla Pasta Basta átti að opna einskonar smárétta-, vín- og kaffihús með skemmtistaða ívafi. Þar sem Nelly´s var á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis átti að opna Buddah bar en núna er húsnæðið auglýst til sölu. Það verður spennandi að sjá hvaða rekstur verður næst í þessum húsum. Kveðjupartí rÚV Síðasti virki vinnudagurinn hjá stofnuninni Ríkisútvarpinu er í dag. Starfsmönnum RÚV er boðið í einskonar kveðjupartí á Mark- úsartorgi. Þar mun starfsfólk hitt- ast, ræða málin og þiggja léttar veitingar. Á sunnudaginn kemur mun svo hið nýja Ríkísútvarp taka við eða Ríkisútvarpið ofh. Breytingunum fylgja uppsagnir og eru því sumir starfsmenn RÚV ekki bara að kveðja gamla form stofnunarinnar heldur einnig starfið reyna að kaupa ókeypis Fyrirspurnum hefur rignt yfir for- svarsmenn hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, um hvar sé hægt að kaupa miða á hátíðina. Kvartað hefur verið yfir því að hvergi sé hægt að nálgast miða eða upp- lýsingar um miðaverð. Stað- reynd málsins er sú að ókeypis er á þessa ísfirsku tónlistarhátíð líkt og undanfarin ár og því ekki mikils árangurs að vænta í miða- kaupum. Ekkert aldurstakmark er á hátíðinni heldur en lands- lög varðandi útvistartíma eru sjálfðsögðu gildandi á Ísafirði líkt og annars staðar á landinu. Kabbalah.is Búið er að opna síðuna www. kabbalah.is. Þegar síðan er opn- uð hefst svokallað intro þar sem taktföst tónlist og litrík listform bregða fyrir. Inn á milli bregður fyrir spurningunum, „Hver ert þú? Hvaðan ert þú? Hefur spurt? Veistu svarið?“ Þegar inn á vef- inn er komið er yfirskrift hans, „Spurðu, leitaðu, fáðu svör.“ Markmið vefsins er að fræða al- menning um trúna og gera hana aðgengilegri. Hægt að finna upp- lýsingar um fundi og viðburði tengda Kabbalah á Íslandi. 7 7 7 12 4 7 7 7 77 8 9 9 6 9 9 13 9 1210 4 4 4 7 1 4 7 7 47 8 7 8 6 9 9 12 6 98 Tengsl sverri stormsker að skera sig úr fjöldanum. sverrir stormsker á það sameigin- legt með Hemma gunn að hafa búið á tælandi. Hemmi gunn á það sameiginlegt með Valdísi gunnarsdótt- ur, að vera með útvarpsþátt á Bylgjunni. Valdís á það sameiginlegt með Kristínu Helgu gunnarsdóttur, rithöfundi að búa í garðabæ. Kristín Helga á það sameiginlegt með Bubba morthens tónlistarmanni að hafa skrifað barnabók. Bubbi morthens á það sameiginlegt með Jóni Baldvin Hannibalssyni, pólitíkus að búa með fegurðar- drottningu. Jón Baldvin á það sameigin- legt með sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur, diddú,að búa í mosfells- bæ. diddú á það sameiginlegt með tinnu Hrafnsdóttur leikkonu að hafa leikið á sviði og í kvikmyndum. tinna Hrafns- dóttir á það sameigin- legt með megasi að búa við Þórsgötu. ...megas á það sameiginlegt með Veturinn fyrir bí? „Þau eru ansi hreint afgerandi veðrabrigðin sem við eigum í vænd- um nú um helgina. Svo er að sjá sem mildur sunnanvindurinn ætli svo að segja að steypa sér yfir okkur frá og með föstudegi. Það virðist vera ansi hreint hlýtt þetta loft sem há- þrýsingur fyrir suðaustan landið ber til okkar alla leit sunnan úr höfum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur. „Tólf til þrettán gráðu hiti er ekki ólíklegur á laugardag norðan og austanlands. Svo er sjá sem rigning- in verði allveruleg einnig á laugardag um landið suðvestan – og vestanvert og þessu fylgir S-átt sem gæti orð- ið hvöss um tíma sums staðar á landinu. Reynslan sýn- ir að svæðin frá norðan- verðu Snæfellsnesi vestur og norður um í Eyjafjörð geti orðið fyrir barðinu á slíkri vindátt þegar loftið er þetta hlýtt í kjarnann.“ „Á sunnudaginn, pálma- sunnudag er síðan að sjá nokkuð hvassa vest- anátt, lítilsháttar úr- koma vestantil, en eystra léttir til. Eitthvað kólnar, en þó frystir nú ekki. Á mánudag og þriðjudag í dymbilvikunni hlýnar síðan aftur þannig að Norðlend- ingar og íbúar Austurlands geta hæglega aftur séð hitann stíga upp fyrir 10 gráður.“ „Vorlegir dagar framundan, líkast til er veturinn fyrir bí,“ segir Einar. „Norðanhretin munu þó áreiðanlea sýna sig mislöng og kröft- ug langt fram í maí og þessvegna fram í júní.“ Um helgina mæta konur frá Fjöl- skylduhjálp Íslands í Kolaportið og verða þar með tvo sölubása. Þær ætla að þann leik fyrstu helgina í maí. Bryndís Schram, verndari Fjölskyldu- hjálparinnar, segist geta lofað því að þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi, stórir og smáir, feitir og mjóir. ,,Hugmyndin er að vera með nokkurs konar flóamarkað. Þeir sem hafa búið í útlöndum, eins og ég og fleiri, hafa vanist því að geta farið á flóamarkaði, gramsað þar og fund- ið sniðug föt og fleira fyrir lítinn pen- ing. Í húsakynnum Fjölskylduhjálpar- innar er til dobía af fatnaði, skóm og leikföngum sem verslanir og heild- sölufyrirtæki hafa gefið og hanga í þúsundatali í húsakynnum Fjöl- skylduhjálparinnar í Eskihlíð. Ástæða þess að fatnaðurinn hefur safnast fyr- ir gæti verið sú að fólk veigri sér fyr- ir að koma til okkar og einnig sú að margir vita ekki hvar Fjölskylduhjálp- in er til húsa, en hún er svolítið falin í skjóli breiðra bílaakeina, neðst í Eski- hlíðinni.” Bryndís hvetur alla til að koma í Kolaportið og gera góð kaup. flíkur á 500 kall ,,Við ætlum að selja hverja flík, skó eða leikfang á fimm hundruð kall. Ef slegist verður um flíkurnar gæti verðið hækkað upp í þúsund kall! Aðstandendur Kolaportsins ætla að vera svo elskulegir að láta okkur eftir básana tvo án endurgjalds og styrkja þannig málstaðinn og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir. Pen- ingarnir sem safnast munu renna óskiptir í lyfjasjóð Fjölskylduhjálpar- innar en hann var stofnaður til hjálp- ar fólki sem hefur ekki efni á því að kaupa lyfin sín sem það þarf nauð- synlega á að halda.” Bryndís segir að sér hafi fundist mikill heiður þegar Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálparinnar, ásamt konunum sem starfa með henni, hafi komið á sinn fund og falast eftir því að hún gerðist verndari Fjölskylduhjálparinnar. guð gerir ekki mannamun ,,Ég varð fúslega við þeirri bón og hef verið verndari í eitt ár og mun verða það áfram næsta ár. Ég mæti í Eskihlíðina hvenær sem ég hef tækifæri til og heimsóknirnar þangað hafa verið mikil lífsreynsla. Fólk getur komið í Eskihlíðina einu sinni í viku, á miðvikudögum, og fengið góðan mat sem allur er gef- inn af alls kyns fyrirtækjum. Þarna hitti ég fólk sem ég man eftir úr at- vinnulífinu, fólk sem hefur veikst og misst vinnuna, einstæðar mæð- ur sem eiga ekki fyrir mat handa börnunum sínum og öryrkjar sem geta engan veginn fætt sig og klætt á örorkubótunum. Guð gerir ekki mannamun og við getum öll lent í aðstæðum sem við ráðum ekki við. Hjá Fjölskyldu- hjálpinni vinna konur í sjálfboða- starfi, eldri konur sem hafa nægan tíma og vinna þetta starf af mikilli gleði. Ég dáist að þeirri miklu orku og gleði sem þessar konur gefa frá sér.” Það væri ekki amalegt að geta keypt sér falleg föt fyrir páskana á góðu verði. Bryndís schram segir Fjölskylduhjálp Íslands ætla að gera þann draum að veruleika í Kolaportinu um helgina. And- virði nýju fatanna rennur óskipt í lyfjasjóð Fjölskylduhjálpar Ís- lands og aðstandendur Kolaportsins bjóða Fjölskylduhjálpinni ókeypis aðstöðu. Flott Föt á Fimm hundruð kall! falleg föt og leikföng anna auðuns, Inga birna Jónsdóttir, bryndís schram og Ingibjörg velja fatnað til sölu í Kolaportinu. d V-m YN d stEfÁ N K a rLssO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.