Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 18
föstudagur 30. mars 200718 Fréttir DV ÁTTA Af ELLEfU sEndihErrUm dAvíðs póLiTískT rÁðnir Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráð- herra var afhent bréf á miðvikudag í síðustu viku þar sem starfsmenn í utanríkisþjónustunni gagnrýna pólitískar embættisveitingar ráðu- neytisins. Bréfið er skrifað í nafni Starfsmannaráðs flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni og er undirritað af þeim Auðbjörgu Halldórsdóttur, Benedikt Jónssyni, Sigríði Gunnarsdóttur, Jóni Erlingi Jónassyni, Þórði B. Guðjónssyni og Jónínu Sigmundsdóttur. Í bréfinu biðla starfs- mennirnir til Valgerðar að standa við stóru orðin og draga úr pólitískum embættisveitingum, sem starfsmennirn- ir segja hafa aukist á liðnum árum og skap- að mismunun milli þeirra pólitískt ráðnu og hinna sem ráðnir eru á faglegum forsendum. Engin hliðstæða „Á undanförnum árum hafa pólitískar embættisráðningar í ut- anríkisþjónustunni aukist til muna. Af forstöðumönn- um á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrif- stofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofn- un, voru í mars 2007 tíu pólitískt skip- aðir eða um 45 pró- sent,“ segir í bréfinu. Starfsmanna- ráðið segir að þetta háa hlutfall eigi sér ekki hliðstæðu í öðrum vest- rænum ríkjum. Einnig segir í bréfinu að pólit- ískt skipaðir sendiherrar sitji leng- ur í embættum erlendis en faglega ráðnir kollegar þeirra. Hinir pólit- ískt ráðnu taki að jafnaði ekki við skrifstofustjórastörfum í ráðuneyt- inu, líkt og sendiherrar úr röðum embættismanna geri. Þetta segir Starfsmannaráðið vera mismunun. Ruslakista stjórnmálanna Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðidósent segir að þessar pólitísku ráðningar hafi verulega dregið máttinn úr utanrík- isþjónustunni. „Utanríkisráðuneyt- ið hefur verið notuð nánast sem ruslakista fyrir stjórnmálamenn sem hafa komist að endanum á sín- um ferli. Þetta keyrði um þverbak í utanríkisráðherratíð Davíðs Odds- sonar þegar hann skipaði tíu sendi- herra, á næstum því jafn mörgum mánuðum,“ segir hann. Eiríkur segir að með þessu nái utanríkisráðuneytið að fæla frá sér starfsfólk sem hefur mennt- un, reynslu og metnað til þess að sinna störfum sem lúta að alþjóða- samskiptum. „Eðlilegt ferli fyrir þetta fólk er að hefja störf sem fulltrúar í ráðuneytinu og vinn- ur sig síðan upp, öðlast reynslu og færni og verða á endanum sendiherrar. Svo lendir þetta fólk í því að það er alltaf ráðinn einhver stjórnmálamaður sem sendiherra. Opinbert trúnaðarmál Bréf Starfsmannaráðsins til Valgerðar var aðeins ætlað sem innanhússplagg í ráðu- neytinu. Starfsfólki ráðu- neyta er jafnan þröngur stakk- ur sniðinn í samskptum við fjölmiðla. Hjá starfsmannaráðinu fengust þær upplýsingar að mál- ið væri einfalt, starfse- mennirnir ætl- uðu sér ekki að ræða bréfið utan veggja ráðuneytisins. Bréf- ið beindist hvorki gegn einum né neinum, heldur snerist það um grundvallarsjónarmið. Leitað var til nokkurra embættis- manna í ráðuneytinu og voru svör- in ávallt á þá leið að þeir gætu ekki tjáð sig um málið, allra síst vildu þeir koma fram undir nafni. Engu að síður kom það í ljós að í ráðu- neytinu er talið að Starfsmanna- ráðið hafi ritað bréfið með það fyr- ir augum að Valgerður gæti síður tekið sér það fyrir hendur að fylla utanríkisþjónustuna af fram- sóknarmönnum á síðustu öruggu dögum sínum í embætti utan- ríkisráð- herra. Reynslulausir sendiherrar Fullyrðing Starfsmannaráðsins þess efnis að pólitískum ráðningum hafi fjölgað á síðustu árum á við rök að styðjast. Davíð Oddsson skipaði ellefu sendiherra á því rúmlega eina ári sem hann var utanríkisráðherra. Þar af voru tveir embættismenn úr ráðuneytinu sem hættu fljót- lega. Af hinum níu voru sjö ráðnir á augljósum pólitískum forsend- um. Þetta voru þeir Albert Jónsson og Ólafur Davíðsson sem komu með Davíð úr forsætisráðuneyt- inu. Í þessum hópi voru jafnframt Markús Örn Antons- son, Guð- Pólitískt skiPaður sendiherra Pólitískt skiPaður sendiherra SigtRygguR ARi jóhAnnSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is AlbERt jónSSOn ólAfuR DAvíðSSOn „Utanríkisráðuneyt- ið hefur verið notuð nánast sem rusla- kista fyrir stjórn- málamenn sem hafa komist að endanum á sínum ferli. Þetta keyrði um þverbak í utanríkisráðherra- tíð Davíðs Oddsson- ar þegar hann skip- aði tíu sendiherra, á næstum því jafn mörgum mánuðum.“ föstudagur 19. janúar 200714 Fréttir DV Þrettán sendiherrar án sendiráða tæpur helmingur allra sendiherra Íslands er við skrif stofustörf Þrettán sendiherrar vinna nú í utanríkisráðuneytinu við Rauðar­ árstíg og hafa ekkert sendiráð. Þetta er tæpur helmingur allra sendi­ herra Íslands, en þeir eru alls þrjá­ tíu. Á þessu kjörtímabili hafa verið skipaðir sautján nýir sendiherrar. Davíð Oddsson skipaði tíu þeirra á því rúma ári sem hann var utan­ ríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson skipaði fimm og Geir H. Haarde tvo. Á sama tíma hafa átta sendi­ herrar látið af störfum og nokkrir starfsmenn sendiráða hafa flust til innan utanríkisþjónustunnar. Lágmark þriðjungur sendiherra heima Sú hefð hefur skapast í utanrík­ isþjónustunni að hver sendiherra starfi í fjögur til fimm ár í einu landi, flytjist um set og starfi í fimm ár í öðru landi, komi loks til Íslands og vinni í fjögur til fimm ár í utan­ ríkisráðuneytinu. Þannig er það viðtekin venja að í það minnsta þriðjungur allra sendiherra sé á Íslandi, án sendiráða. Ráðuneytið heldur úti 29 sendi­ skrifstofum í 20 löndum. Þar af eru sex skrifstofur sem heyra und­ ir Þróunarsamvinnustofnun Ís­ lands og aðrar sex skrifstofur sem tilheyra fastanefndum og ræðis­ mannsskrifstofum. Margvísleg verkefni Þeir sendiherrar sem heima sitja vinna að ýmsum verkefn­ um í utanríkisráðuneytinu. Til að mynda gegnir Júlíus Hafstein stöðu skrifstofustjóra ferðamála­ og við­ skiptaþjónustu á meðan Berglind Ásgeirsdóttir er skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu og Benedikt Jónsson starfsmaður viðskipta­ skrifstofu. Eiður Guðnason er skrifstofustjóri upplýsinga­, menn­ ingarmála og ræðistengsla. Helgi Ágústsson er við sérstök störf. Utanríkisráðuneytið eykur eyðsluna Það kostaði 2,5 milljarða króna að reka sendiráð og aðalskrifstof­ ur utanríkisráðuneytisins á síðasta ári. Þetta er þriðjungur þeirrar fjár­ hæðar sem ráðuneytinu var ætluð á síðasta ári samkvæmt fjárlögum. Heildarútgjöld ráðuneytisins voru þá sjö og hálfur milljarður. Eins og fram hefur komið hafa útgjöld utanríkisráðuneytisins aukist um 75 prósent á kjörtíma­ bilinu. Þetta er mesta útgjalda­ aukning allra ráðuneyta á þessu tímabili. Næst kemur félagsmála­ ráðuneytið með 40 prósenta út­ gjaldaaukningu. 800 milljóna fasteign í Tókýó Fasteign fyrir sendiráð Íslands í Tókýó kallaði á 800 milljóna króna aukafjárveitingu. Rekstur sendiráðs­ ins þar kostar 113 milljónir króna á ári. Þessi útgjöld voru gagnrýnd við afgreiðslu fjárlaga haust­ ið 2001 og sagði Ög­ mundur Jón­ asson, Vinstri­ hreyf­ ing­ unni ­ grænu framboði, meðal annars að þessi fjárfesting benti til þess að Halldór Ás­ grímsson væri ekki í tengsl­ um við íslenskan raun­ veruleika og væri orðinn of mótaður af fínum hót­ elum. Nú hefur verið ákveð­ ið að opna aðalræðisskrif­ stofu Íslands í Færeyjum. Það verður fyrsta sendiskrif­ stofa erlends ríkis í Færeyjum. Fjárútlát vegna öryggisráðs Þegar Norðmenn náðu kosn­ ingu í ráðið árið 2000 lýsti Hall­ dór Ásgrímsson því yfir að barátta Norðmanna hefði kostað mikið fé og það ylli honum áhyggjum með tilliti til framboðs Íslendinga. Einar Oddur Kristjánsson reið á vaðið og taldi að kostnaðurinn gæti hlaupið á bilinu 800 til 1000 milljónir. Lang­ mest af útgjaldaaukningu utanrík­ isráðuneytisins fellur undir margs konar þróunarmál og aðstoð. Það er talið skipta máli við framboð til öryggisráðsins að við­ komandi ríki hafi staðið rausnar­ lega að þróunaraðstoð og þróun­ arsamvinnu. Samkvæmt samþykkt allsherjarþings Sameinuðu þjóð­ anna frá 1970 er miðað við að ríkar þjóðir leggi 0,7 prósent af landsframleiðslu til þróunarmála. Íslendingar eru komnir hálfa leið að þessu marki, meðal annars fyrir tilstilli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. sendiherrar geirs Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra gagnvart Evrópuráði í Strassborg sendiherrar davÍðs Albert Jónsson, Washington Guðmundur Árni Stefánsson, Stokkhólmi Hannes Heimisson, Helsinki Helgi Gíslason, hættur Kristján Andri Stefánsson, eftirlitsstofnun EFTA, ESA Markús Örn Antonsson, Ottawa Ólafur Davíðsson, Berlín Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Pretoría Sveinn Á. Björnsson, hættur Sighvatur Björgvinsson, Þróunarsamvinnustofnun Íslands sendiherrar halldórs Bergdís Ellertsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu Berglind Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu Guðmundur Eiríksson, í leyfi Stefán Skjaldarson, Ósló Tómas Ingi Olrich, París SIGTryGGUr JÓHAnnSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Utanríkisráðuneytið tæpur helmingur allra sendiherra þessa lands vinnur í utanríkisráðuneyt- inu við rauðarárstíg. nú vinna þar þrettán sendiherrar. Valgerður Sverrisdóttir Hefur nú verið utanríkisráðherra í rétt rúmt hálft ár. Hún hefur ekki ennþá skipað sendiherra. Geir H. Haarde Bætti tveimur sendiherrum í liðið. Hann var utanríkisráðherra í átta og hálfan mánuð. DV Fréttir föstudagur 19. janúar 2007 15 el i ll se i e Ísl s e i s if st f st f Í reykjavÍk sendiherrar Íslands á ÍslandiBenedikt Jónsson, viðskiptaskrifstofu Bergdís Ellertsdóttir, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu Berglind Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu Eiður Guðnason, skrifstofustjóri upplýsinga-, menningarmála og ræðistengsla Elín Flygenring, prótokollstjóri Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Helgi Ágústsson, við sérstök störf Hörður H. Bjarnason, alþjóðaskrifstofu Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Júlíus Hafstein, skrifstofustjóri ferðamála- og viðskiptaþjónustu Kornelíus Sigmundsson, alþjóðaskrifstofu Sighvatur Björgvinsson, Þróunarsamvinnustofnun Íslands Sigríður Ásdís Snævarr, skrifstofu ráðuneytisstjóra Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofu ráðherra Ámælisvert að hygla mönnum „Þarna hefur átt sér stað gríð- arlegur vöxtur og auðvitað verð- ur maður hugsi yfir því,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Hann er fulltrúi Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs í utanríkis- málanefnd. Steingrímur telur að athuga þurfi skýringarnar á bak við hverja einstaka ráðningu, því sumar þeirra geti átt rétt á sér en aðrar ekki. „Í einhverjum tilvikum eru þarna menn sem hafa ver- ið dubbaðir upp til sendiherra vegna þess að þeir voru komnir á þann aldur að farið er að styttast í eftirlaun hjá þeim og það er verið að gera vel við þá. Þá finnst mér menn vera komnir út í það að hygla mönnum meira en nokkur rök eru fyrir. Það er að sjálfsögðu ámælisvert,“ segir Steingrímur. „Hins vegar eru í einhverj- um tilvikum menn hér heima sem sinna sendiráðum erlendis og það er kannski ekkert at- hugavert við það. Í raun er heldur ekkert athugavert við að sendiherra sem kemur hingað heim til þess að sinna ráðuneytisstjórastarfi eða einhverju slíku haldi sínum sendiherratitli.“ Halldór Ásgrímsson Í tíð sinni sem utanríkisráðherra skipaði Halldór fimm sendiherra. Hann var utanríkisráðherra í sextán mánuði. Davíð Oddsson Var aðsópsmestur utanríkisráð- herra á kjörtímabilinu. Hann réð tíu sendiherra til starfa á því rétt rúma ári sem hann var utanríkisráðherra. föstudaginn 19. janúar. er dagblað Fimmtudagurinn 22. febrúar er merkur dagur - þá verður dV aftur að dagblaði DV kemur framvegis út mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð brautarholti 26 105 reykjavík Sími: 512 7000 Fréttaskot: 512 7070 dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.