Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 10
föstudagur 30. mars 200710 Fréttir DV með hníf í kjarnorkustríð Spennan fyrir kosningar um stækk- un álvers í Hafnarfirðir er að verða óbærileg ef marka má talsmenn Sólar í Straumi og Hags Hafnar- fjarðar. Samtökin hafa staðið fyr- ir lýðræðislegri og opinni umræðu um afleiðingar kosninganna. Bær- inn virðist hafa logað í deilum und- anfarið. Sjálfur segir Ingi B. Rúts- son formaður Hags Hafnarfjarðar, að ástandið sé öfgafullt. Talsmaður Sólar í Straumi lýsir baráttu þeirra við það að fara í kjarnokustríð vopn- aður vasahníf. Kosning um framtíð álversins verður á morgun, laugar- daginn 31. mars. Það er ljóst að bar- ist verður upp á hvert atkvæði. „Við höfum verið að hringja í fólk og bera út pósta,“ segir Pétur Ósk- arsson, talsmaður Sólar í Straumi, um það mikla starf sem samtökin hafa staðið fyrir undanfarið. Hann segir bæjarbúa taka þeim mjög vel. Hann segir stemninguna í bæn- um ólýsanlega enda sé gríðarleg spenna á milli stríðandi fylkinga. Kosningarnar eru gríðarlega mikil- vægar fyrir bæinn og þá ekki síst fyr- ir landspólitíkina. Pétur áréttar að kosningaþátttaka unga fólksins sé mjög mikilvæg. Hann segir að það sé unga fólkið sem þurfi súpa seyðið ef af stækkun verður. Ójafn leikur „Að berjast við svo stórt fyrirtæki er eins og að fara með hníf í kjarn- orkustríð,“ segir Pétur um mikinn mun á því að vera samtök sem berj- ast gegn stórfyrirtæki. Hann segir íbúalýðræðið gott og gilt en það sé ljóst að það þurfi að skerpa verulega á fyrirkomulaginu verði þetta end- urtekið. Samtökin hlutu 400 þús- und krónur í styrk frá bænum en öll vinna er unninn af sjálfboðalið- um. Hann segir laugardaginn mikil- vægan dag í sögu Hafnarfjarðar en þá munu íbúarnir ákveða hvernig bæjarmyndin líti út næstu fimmtíu árin. Með góðan málstað „Tíðarandinn vinnur með okkur og við erum með góðan málstað,“ segir Pétur um erfiða mánuði í bar- áttunni. Hann hefur trú á því að stækkun verði hafnað. Hann segir sjálfboðaliðana þreytta eftir mikið starf en aðspurður segist hann bara ætla að taka lífinu með ró á laugar- daginn. Hann líkir ástandinu í bæn- um við íþróttakappleik og segir að þeir hafi skorað og eins hafa hinir skorað á móti. Samtökin munu halda kosninga- vöku á laugardaginn en hún verður á Hótel Víking þar sem Fjörukráin er. Mikil heift „Það virðist mikil heift vera kom- in í suma en annars finnum við fyrir ágætis meðbyr,“ segir Ingi B. Rútsson, formaður samktaka Hags Hafnarfjarðar, sem eru hlynntir stækkun álvers. Mikið hefur geng- ið á í herbúðum þeirra en sjálf- boðaliða á vegum samtakanna var hrint af andstæðingi stækkunar- innar fyrir um tveimur vikum. Þá hafa þeir ítrekað orðið fyrir munn- legum árásum af hálfu andstæð- inga stækkunarinnar að sögn Inga. Hann segir það þó heyra til undan- tekninga. Núna liggur beint við að einfalda umræðuna því hann seg- ir fólk orðið leitt á tölum og pró- sentureikningum. Samtökin munu því einfalda sitt mál enda vilja þeir meina að rekstur þeirra fyrirtækja sé beinlínis í hættu. Tvísaga flokkur „Mér fannst fáránlegt það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á fundi á miðvikudaginn en þá lét hún í veðri vaka að flokkurinn myndi beita sér gegn stækkuninni verði hún samþykkt,“ segir Ingi og bendir á að Samfylkingin virðist vera tvísaga í þessum málum. Það var Samfylkingin í Hafnarfirði sem ákvað að leyfa íbúum að kjósa um stækkunina en ef mark er takandi á orðum formanns flokksins þá mun kosningin hugsanlega draga dilk á eftir sér. Þó lætur Ingi engann bil- bug á sér finna því hann segir starf þeirra í rífandi siglingu og menn séu almennt jákvæðir fyrir stækk- uninni. Hefði hugsað sig tvisvar um „Maður hefði kannski hugsað sig tvisvar um hefði maður gert sér grein fyrir allra vinnunni í upphafi,“ segir Ingi sem sjálfur rekur fyrirtæki á daginn en ver hagsmuni fyrirtækis síns og fleiri sem hafa hag af álver- inu. Hann ætlar líkt og Pétur að taka laugardaginn rólega en mesta starf- ið mun fara fram í dag og á morgun. Í kvöld munu talsmennirnir tveir hittast á Stöð Tvö og ræða sín mál. Aðspurður hvort Ingi ætli sér ekki að sofa út á laugardaginn segir hann hlæjandi, „veit ekki með laug- ardaginn en á sunnudaginn mun ég sofa langt fram yfir hádegi.“ Hagur Hafnarfjarðar mun hitt- ast á Aroma í miðbæ Hafnfarfjarðar á laugardagskvöldið. Fyrsta talning atkvæða verður klukkan sex og taln- ingu mun vera lokið um níu leytið á laugardagskvöldinu. valur greTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Gríðarleg spenna er í Hafnarfirði fyrir kosningar um stækkun álversins í straumsvík á laugardaginn. Tals- maður sólar í straumi, Pétur Óskarsson, segir baráttuna hafa verið erfiða og ójafna en þeir eru andvígir stækkun álversins. Formaður Hags Hafnarfjarðar, ingi B. rútsson, segir gríðarlega heift vera í sumum bæjar- búum vegna málsins. Hann segist þó finna fyrir ágætis meðbyr. spennan stigmagnast gríðarleg spenna er í Hafnarfirði á síðustu metrunum fyrir kosningar um stækkun álversins í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.