Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 27
DV Helgarblað föstudagur 30. mars 2007 27 samkynhneigðina heldur bíða allt- af eftir að ég tali um hlutina,“ segir Ingibjörg. Elfa Rún sér að mestu um tímapantanir í tengslum við óléttuna og hefur hún gaman af því að segjast vera að panta tíma fyrir konuna sína, því yfirleitt kemur örlítið á þann sem er hinum megin á línunni. En þær segja um að gera að tala um sam- kynhneigðina og barneignir því ekki megi umgangast það sem eitthvert tabú. Eiga meira sæði frá sama gjafa „Við ætlum alla vega að byrja á þessu barni og svo kannski einu í viðbót. Við eigum allavega sæði frá sama sæðisgjafanum, því við keypt- um fimm skammta en aðeins tveir voru notaðir síðast,“ segir Elfa Rún. Með því að nota sæði frá sama sæðis- gjafanum í næstu tilraun geta börnin þeirra Ingibjargar orðið hálfsystkin í raun en til eru dæmi um slíkt. Par getur fengið að leggja fram óskir um háralit, augnlit og hæð sæðisgjafans og reyndu þær Ingi- björg og Elfa að velja þannig að líkur væru á að barnið gæti líkst þeim báð- um. Þær segja ekki alltaf ganga eftir að fá allar óskir um útlit sæðisgjafans uppfylltar en reynt er að fara eins ná- lægt þeim og hægt er. Ekki í þjóðkirkjunni Báðar komu þær út úr skápnum um tvítugt og segja þær það allt- af vera ákveðið ferli sem þurfi að ganga í gegnum. Auðveldara sé að taka ákvörðunina um að koma út úr skápnum heldur en að láta svo verða af því að segja fólki frá því. „Það tók mig tvö til þrjú ár að segja foreldrum mínum frá,“ segir Elfa Rún. Þær hafa nýverið látið skrá sig í Fríkirkjuna og eru mjög ánægðar með afstöðu hennar til samkynhneigðra. „Það er langt síðan ég skráði mig úr þjóðkirkj- unni og það er alltaf svolítið sterkt í mér að koma ekki nærri henni út af afstöðu hennar til málefna samkyn- hneigðra,“ segir Ingibjörg. Elfa segir kaldhæðnislega að það vanti nánast í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar að krakkar séu spurðir út í kynhneigð, svo samkynhneigðir fái ekki að ferm- ast frekar en að giftast í kirkju. Viðurkenndar sem hæfir foreldrar Báðar segja þær lagabreyting- arnar á síðasta ári skipta gífurlega miklu máli. „Mestu skiptir að við fáum sömu réttindi og erum við- urkenndar sem hæfir foreldrar, því samkynhneigðir vilja eignast börn alveg jafnheitt og gagnkynhneigð- ir,“ segir Elfa Rún og Ingibjörg tekur undir og bætir við að lagabreyting- unum fylgi frelsistilfinning. Báð- ar telja þær marga hafa haldið fyrir lagabreytingarnar að réttindi sam- kynheigðra væru mun meiri en þau voru í raun. Annars segja þær gott að vera samkynhneigður á Íslandi þótt alltaf séu einhverjar gagnrýn- israddir á lofti. Fólk hefur misjafn- ar skoðanir. Þær segja að svo verði að vera, þótt neikvæð viðhorf snerti þær alltaf eitthvað. „Mér fannst ótrúlegt að heyra í Gunnari í Kross- inum á Bylgjunni í síðustu viku. Það virðast alltaf vera einhverjir sem vilja fá hann til að viðra skoðanir sínar,“ segir Elfa Rún. hrs@dv.is Ætlaði alltafað eignast börn „Það var svolítið gaman að koma foreldrum mín- um og systrum í opna skjöldu með þessum frétt- um, því ég hef sama og ekkert talað um að langa í barn í gegnum árin.“ Elfa Rún og Ingibjörg Einn af veigameiri þáttunum í nýjum lögum um réttindi samkynhneigðra segir Elfa vera að hún þurfi ekki að ættleiða barnið heldur sé hún skráð foreldri um leið og tæknifrjóvgunarferlið hefst. dV myndIR gúndI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.