Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Page 17
DV Fréttir föstudagur 30. mars 2007 17 LeikskóLabörn í skerandi hávaða gerðar en fram til þessa hefur stofnunin lítið aðhafst hvað hávaða- mengun í leikskólunum varðar. Ól- afur Hjálmarsson verkfræðingur tel- ur reglugerðina löngu útrunna. „Að mínu mati er siðferðilega óverjandi að horfa upp á þennan vanda að- gerðarlaus. Skólahúsnæði hefur ver- ið byggt í stórum stíl án þess að virða lágmarksákvæði byggingareglugerð- ar og það er ólíðandi. Opinbert eft- irlit með þessu virðist í molum og hönnunarforsendur bygginganna mjög á reiki, enda reglugerðin löngu úrelt. Tómlæti umhverfisráðuneytis og Skipulagsstofnunar veldur veru- legum áhyggjum,“ segir Ólafur. Langt komið Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra er yfirmaður byggingamála á Íslandi og yfirmaður Umhverfis- stofnunar, sem fer með samræming- arhlutverk heilbrigðiseftirlits. Hún segir vinnu að breytingum á reglu- gerð langt komna þar sem sett verða inn sérstök ákvæði um hljóðvernd barna. „Niðurstöður um of mikinn hávaða á leikskólum hafa fengist frá eftirliti á þessu sviði og því ekki hægt að álykta sem svo að eftirliti hafi ver- ið ábótavant. Verið er að endurskoða reglugerðir og hámark leyfilegs há- vaða verður lækkað þegar börn eiga í hlut. Þessi vinna er langt komin,“ segir Jónína. „Heilbrigðisnefnd get- ur síðan farið fram á sérstakar ráð- stafanir í þeim tilvikum sem hætta er talin á að hávaði geti valdið óþæg- indum eða skaða. Í nýrri reglugerð verða kröfurnar gerðar strangari og í fyrsta skipti kveðið á um hljóðvernd barna. Endurskoðun reglugerðar og auknar kröfur um sérstakar ráð- stafanir á eftir að koma bæði starfs- mönnum og börnunum til góða.“ Gefast upp Íslenskir leikskólakennarar eru yngri og með styttri starfsaldur en margir kollegar þeirra erlendis. Því má ekki gleyma að stéttin er tiltölu- lega ung að árum og með tímanum mun hlutfallið hugsanlega færast nær samanburðinum. Eðlilegt er að setja stuttan starfsaldur leikskóla- kennara í samhengi við óbærileg- an hávaða og streitu á vinnustað. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir hávaða- mengun á leikskólum valda miklu álagi. „Það er ekki nógu vel hug- að að hljóðmengun. Álagið eykst því lengur sem börnin eru yfir dag- inn og leikskólakennarar hafa eng- in tækifæri til að draga sig í hlé frá hávaðanum. Það er eiginlega ekki á það bætandi þegar mikill hávaði bætist ofan á álagið sem fylgir starf- inu,“ segir Björg. Kristbjörg Lóa Árnadóttir, leik- skólastjóri Austurborgar, finnur þreytumerki á sínum starfsmönn- um vegna álags og hávaða. Hún telur brýnt að húsnæðismál leik- skóla verði tekin til rækilegrar end- urskoðunar. „Þetta er nokkuð sem við þurfum að kljást við á hverjum degi og hávaðinn er gríðarlegur. Ég sé þreytumerki á mínu starfsfólki og sumir þeirra eru dauðuppgefnir eft- ir daginn,“ segir Kristbjörg Lóa. Þrjár stofnanir í eftirliti Þrjár opinberar eftirlitsstofnanir koma að þessum vanda. Bygginga- reglugerðin fellur undir Skipulags- stofnun og hlutverk stofnunarinn- ar er að gæta þess að sveitarfélög framfylgi ákvæðum reglugerðarinn- ar um ómtíma hljóðs. Fram til þessa hefur því ekki verið sinnt með full- nægjandi hætti þar sem ómtíminn mælist víða yfir mörkum. Skipulags- stjóri ríkisins, Stefán Thors, lofar aðgerðum á þessu ári og því næsta. Vinnueftirlit ríkisins skal gæta hagsmuna starfsmanna og sjá til þess að vinnuskilyrði þeirra séu í lagi hvað varðar hljóðmengun. Á þeim bænum hafa verið fram- kvæmdar mælingar sem sýna fram á hættulegan hávaða og ómtíma á leikskólunum. Samkvæmt viðmið- um Vinnueftirlitsins er hávaðinn það mikill að börnin og starfsfólkið ættu að bera heyrnarhlífar. Í augum Sigurðar er sú leið neyðarúrræði og mikilvægt að leita annarra leiða sem fyrst til að draga úr hávaðamengun. Þriðja stofnunin, Umhverfis- stofnun, á síðan að vernda heilsu leikskólabarnanna. Brynja Jóhanns- dóttir, fagstjóri hollustuháttadeild- ar Umhverfisstofnunar, segir að- gerðir torveldar þar sem öll viðmið um hávaða í skólum skortir. Henni finnst erfitt að standa aðgerðarlaus gagnvart þessu. „Þetta er hörmulegt ástand. Það vantar eitthvað til að fylgja þessu eftir. Samstarf þeirra að- ila sem starfa að þessum málum ætti að geta gengið en gerir það því mið- ur ekki,“ segir Brynja. Hvað er til ráða? Félag leikskólakennara skipaði sérstakan starfshóp til að vinna að tillögum til að bæta úr ástandinu. Vandinn er tvískiptur í megin at- riðum, annars vegar ófullnægjandi húsakostur og hins vegar of mörg börn á hverri deild. Eftirlitsstofnan- ir þurfa að samræma eftirlit sitt og setja viðunandi hávaðaviðmið þar sem tekið er tillit til þeirrar starf- semi sem ætlast er til að fara fram á leikskólunum. Sveitarfélögum er skylt að fara eftir byggingareglu- gerðum hvað hljóðstig varðar og nauðsynlegt að þau bretti upp erm- ar og fari rækilega yfir þessi mál. Í ljósi þess að flestar eftirlits- stofnanir vita af vandanum er erfitt að skilja hvers vegna ekki hafi tafar- laust verið brugðist við sláandi nið- urstöðum hávaðamælinga á leik- skólum. Ótækt er að ímynda sér að á fyrsta skólastigi landsins skapist að- stæður þar sem fræðsla og tjáskipti eru illmöguleg og þar að auki hætta á því að framtíð landsins, börnin, verði fyrir óbætanlegu heyrnartjóni vegna hávaðans. Röddin eða starfið? segir friðrik rúnar guðmundsson, formaður félags talmeinafræðinga Huga ekki að þessu segir Björg Bjarnadóttir, formaður félags leikskólakennara Minni hávaði „Hámark leyfilegs hávaða verður lækkað þegar börn eiga í hlut,“ segir Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.