Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 30. mars 20074 Fréttir dV dorrit beinbrotin Forsetafrúin, Dorrit Mouss- aieff, beinbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í Bandaríkjun- um fyrr í vikunni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði af stað til Bandaríkj- anna á miðviku- dag til fundar- starfa, en hann mun nú halda beint til eiginkonu sinnar. Ekki hefur náðst í Örnólf Thorsson forsetaritara vegna málsins, en hann er á ferðalagi með forsetanum. Skrifstofa for- setans staðfesti þessa frétt. Ólöglegar umbúðir Neytendastofa hefur bannað Eggerti Kristjánssyni hf. notkun umbúða Rauðs Royal Ginsengs sökum þess hve sláandi líkar þær eru umbúðum Rauðs Eðal Ginsengs. Einnig telur Neytendastofa í ákvörðun sinni fullyrðingar um gæðaeftirlit vörunnar sem birtast á umbúðum þess vera ósannaðar og því er fyrrgreindu fyrirtæki skylt að fjarlægja þær. Þó kemur fram í ákvörðuninni að fyrirtækinu er heimilt að selja þá vöru Rauðs Royal Ginsengs sem fyrir er í verslunum. sinfónía atla Heimis í Prag „Ég verð að viðurkenna að umhverfið hafði áhrif á útkom- una,“ segir Atli Heimir Sveins- son, tónskáld í viðtali við tímaritið „Rudolfinum Revue“ sem gefið er út af tónleika- höllinni Ru- dolfinum í Prag. „Í fyrra var vorið kalt hjá ykkur, veturinn langur eins og á Íslandi. En landslagið var nýtt fyrir mér, skógar, á og gam- all kastali - og það ýtti við hug- myndafluginu,“ er meðal þess sem Atli Heimir segir í ítarlegu viðtali við blaðið. Verk Atla Heimis verður flutt í Rudolfinum í kvöld og er það í fyrsta skipti sem Fílharmóníu- sveit Prag flytur verk hans undir stjórn hins virta Zdenék Mácal. Fokillir kjósendur „Kjósendur VG í Mosfells- bæ eru fokillir út í flokkinn því þeim finnst hann hafa fórnað umhverfisstefnu sinni þegar þeir gengu í meiri- hlutasamstarf við Sjálfstæð- isflokkinn,“ segir Sigrún Pálsdóttur stjórnarmað- ur í Varmársamtökunum sem buðu fulltrúum Vinstri grænna til fundar við sig í fyrrakvöld. Fulltrúi flokks- ins í bæjarstjórn mætti ekki á fundinn en það gerði Álf- heiður Ingadóttir, frambjóð- andi Vinstri grænna. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Tók nektarljósmyndir af áfengisdauðri stelpu og var sýknaður: Gátu ekki sannað lostafullan hug „Ég býst við að stúlkan muni taka niðurstöðunni illa,“ segir Stefán Ól- afsson, réttargæslumaður stúlku sem nektarmyndir voru teknar af og þær sýndar öðru fólki. Maðurinn sem tók myndirn- ar var sýknaður af ákæru. Ástæð- an var vegna þess að það tókst ekki að sanna að hann hafi tekið mynd- irnar með lostafullt athæfi í huga. Hann var ákærður fyrir blygðunar- brot og var sakaður um að hafa sýnt fimm manneskjum nektarmyndir af stúlkunni. Það þótti sannað fyrir héraðsdómi. Atvikið átti sér stað á Sauðárkróki. „Ákæruvaldið þurfti að sanna að ekki væri um lostafullt athæfi að ræða, þar af leiðandi þurftu þeir að sýna fram á huglæga afstöðu ger- andans,“ segir Stefán um erfiða stöðu í málinu. Í dómi segir að stúlkan hafi farið með hinum sýknaða heim til hans ásamt öðrum dreng. Þar eiga mynd- irnar að hafa verið teknar en sjálf var stúlkan drukkin og man ekki eftir að hafa gefið samþykki sitt við myndunum. Myndirnar sem piltur- inn sýndi þeim sem sjá vildu voru mjög opinskáar. Það var meðal ann- ars mynd af vasaljósi að lýsa upp sköp stúlkunnar. Pilturinn sýndi fjórum karlmönn- um myndirnar sem voru í síma hans og einni stúlku. Allir þessir aðilar játuðu fyrir héraðsdómi að hafa séð myndirnar. Sjálfur vill Stefán ekki leggja efn- islega mat á málið enda sótti hann það ekki, heldur var eingöngu rétt- argæslumaður stúlkunnar. valur@dv.is Sauðárkrókur ungur maður á sauðárkróki tók nektarmyndir af stúlku og sýndi öðru fólki þær. Unicef á Íslandi vinnur að langtímaverkefni á norðvesturströnd Afríku. Barist er gegn malaríu með dreifingu flugnaneta. Margir grunnskólar hafa verið byggðir og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu verið bættur. Byggja grunnskÓla í gíneu- BissÁ „Við vildum hjálpa þar sem þörfin er mikil í landi sem er ekki of stórt fyrir okkar samtök,“ segir Stefán Stefáns- son, framkvæmdastjóri Unicef á Ís- landi. Samtökin hafa unnið að upp- byggingu menntunar og heilbrigðis í Gíneu-Bissá á norðvesturströnd Afríku síðan 2005. Baugur, FL Group og Fons styrktu verkefnið með 135 milljónum sem fara í uppbyggingu grunnskóla í landinu. Auk þess söfnuðust 80 milljónir í uppboði sem fór fram árið 2004 á hátíðarkvöldverði sem haldin var til heiðurs Roger Moore sendiherra Unicef. „Fljótlega settum við okkur í samband við hjónin Jónínu Einars- dóttur mannfræðing við HÍ og Geir Gunnlaugsson yfirlækni miðstöðv- ar heilsuverndar barna sem bjuggu í Gíneu-Bissá á árunum 1990-98 og eru einhverjir mestu sérfræðingar í veröldinni í málefnum landsins,“ segir Stefán. Barist gegn malaríu Mánaðarlega deyja í Gíneu-Bissá um þúsund börn yngri en fimm mánaða. Meirihluti þeirra deyr úr malaríu. Aðallega smitast fólk af stungum moskítóflugna sem herja á fólk á kvöldin og nóttunni. „Sem dæmi um útbreiðslu sjúkdóms- ins þá þurfti menntamálaráðherra landsins að afboða fund með okk- ur sökum þess að hann veiktist af malaríu,“ segir Stefán.Til að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins keyptu samtökin 240 þúsund flugnanet. Netið er að hluta til ofið úr eitruðum þráðum og endist eitrið í fimm ár. Unicef mælir með að öll börn und- ir fimm ára aldri, konur með barn á brjósti og barnshafandi konur noti netið að staðaldri. Stærstur hluti netanna var af- hentur fyrir síðustu jól í norðaust- ur hluta landsins. „Við gefum ekki hverjum sem er netin og reynum að hafa stjórn á dreifingunni til að koma í veg fyrir brask,“ segir Stefán og benti á að samhliða dreifingunni var fólki boðið A-vítamín og orma- lyf. „Við höfum stuðlað að uppbygg- ingu 130 skóla í þremur af átta hér- uðum landsins,“ segir Stefán. Veik- byggð hús voru notuð sem skólar og voru sextíu slíkra bygginga end- urbyggðar. Sum húsanna voru laus- lega samansett úr pálmatrjám og pálmagreinum. Auk þess voru sjö- tíu nýbyggingar reistar. Hver bygg- ing hýsir þrjár kennslustofur. „Hér þarf ekki að byggja úr járnbentri steinsteypu“ segir Stefán og bendir á að veðráttan í landinu sé svo mild að mikilvægast sé að skýla sér fyrir sólinni. Stuðla að samkennd Í hvern skóla ganga rúmlega eitt hundrað nemendur. Stunda- skráin er mun styttri en Íslending- ar eiga að venjast. „Við viljum bæta kennslugögn og þróa nýja kennslu- skrá,“ segir Stefán. Samtökin leggja áherslu á grunnfögin, lestur, skrift og reikning. Auk þess hefur Unicef lagt mikla áherslu á að skapa samkennd með- al nemenda. Fánar hafa verið keypt- ir og þjóðsöngurinn er sunginn svo eitthvað sé nefnt. Engra skólagjalda er krafist í þeim skólum sem Unicef styður. „Almennt ganga fleiri strákar í skóla í landinu og ef skólagjalds er krafist þá senda foreldar frekar syni sína en dætur,“ segir Stefán. Stúlkurnar fara síður í skóla ef hreint vatn og góð hreinlætisaðstaða er ekki fyrir hendi auk þess sem þær geta verið smeykar við að ferðast til skóla ef hann er of langt frá heimaþorpinu. Stefán segir að þeir skólar sem þeir byggi séu allir með góða hreinlæt- isaðstöðu, auk þess sem reynt er að tryggja aðgang að hreinu vatni með því að grafa vatnsbrunna. „Brunn- arnir nýtast öllu samfélaginu, en ekki bara nemendum,“ segir Stefán sem segir samtökin nú þegar hafa lagt drög að víðtækari aðstoð við landið. „Við gefum ekki hverj- um sem er netin og reynum að hafa stjórn á dreifingunni til að koma í veg fyrir brask,“ Moskítónet afhent íbúum í Guinea Bissau stefán stefánsson var meðal þeirra sem afhentu blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon Moskítónet afhent íbúum í Gíneu-Bissá stefán stefánsson var meðal þeirra sem afhentu íbúum gíneu-Bissá flugnanet til að sporna gegn stungum moskító- flugna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.