Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2007, Qupperneq 42
föstudagur 30. mars 200744 Helgarblaðið DV Matgæðingur vikunnar er Guðný Aradóttir, einkaþjálfari og stafgöngu- leiðbeinandi, sem Hrafnhildur Há- konardóttir, einkaþjálfari, skoraði á í síðustu viku með þeim orðum að Guðný væri alltaf að hóta að bjóða sér í mat en stæði aldrei við það! Nú er næstum öruggt að Hrafnhildi verði boðið í girnilega súpu og heilsudrykk til Guðnýjar. „Fyrri uppskriftina fékk ég hjá þeim hjónum Degi B. Eggertsyni og Örnu Einarsdóttur, en þau buðu mér ásamt fleirum í mat um daginn og ég kolféll fyrir súpunni eins og aðrir í matarboðinu,“ segir Guðný. „Ég ákvað að deila uppskriftinni sem Dagur sendi mér með lesendum DV. Súpan er mjög saðsöm og auðveld í eldun og þar af leiðandi tilvalin að elda meðan skrafað er við gesti. Ég er sjálf búin að elda súpuna fyrir fjölskylduna og hún hitti í mark og þótti mjög góð - hvílir sennilega aðra rétti sem eru eld-aðir fyrir fjölskylduna. ,,Kærar þakkir Dag- ur fyrir uppskriftina. Ekki spillir fyr- ir að drekka svo sem eitt hvítvínglas með súpunni !“ Súpan l tOm KHa KaI l thai Chicken-coconut soup l 3 bollar kjúklingasoð l 1 dós (14OZ) kókosmjólk l 1/3 bolli engifer, fínt saxað l 1 bolli kjúklingabringa skorin í bita l 1/2 bolli villtir sveppir l 1 1/2 teskeið lime -safi l 2 matskeiðar hrásykur l 1 matskeið thai fiskisósa l 2 teskeiðar thai chilli massi (paste) l 1/2 bolli Kóríanderlauf l Chilli saxað eða dverg chilli ( má sleppa) Setjið saman kjúklingasoð, kókos- mjólk og engifer í stóran pott, látið suðuna koma upp og hrærið í eina mínútu. Bætið kjúklingnum í og hrær- ið í aðra mínútu. Að lokum eru svepp- um, lime safa, hrásykri, chilli massan- um og fiskisósunni bætt út í og hrært í eina mínútu á meðan suðan kemur upp. Hellið í skálar og setjið kóríand- erlaufin ofan á. Til að hafa súpuna sterkari, bætið þá ofan á hverja skál sneið af chilli. Með súpunni má bera fram til dæmis hrísgrjón og þá eru þau sett út í súpuna, eins má setja núðlur út í hana. Einnig er gott að bera fram ferskt salat eða ristað brauð. Græni heilSudrykkurinn „Hér er ekki um eiginlega uppskrift samkvæmt kokkabókum að ræða, heldur er bara slurkað í þetta og mæli- einingin aðallega lófinn.“ l spínat l ruccola salat l Vatn l gulrætur l avakado l mangó l Banani l radísur l dass af ávaxtasafa Allt sett saman í blandara og klaka bætt í eftirá. Ég mæli eftir tilfinningu í þennan drykk, salatið gæti rúmast í hálfri könnu í blandaranum, um það bil fjórar litlar gulrætur, tvær radísur, 1/2 avakado og vatnið að smekk, eftir því hvað drykkurinn á að vera þunn- ur. Til að auðvelda þetta má segja að best sé að hafa 60% græna og 40% ferska ávexti og helst, lífrænt ræktað græmeti og ávexti, gott er að bæta ör- lítið af engifer út í drykkinn, það gerir hann enn bragðmeiri. Drykkinn hef ég sem rúsínuna í pylsuendanum eða bara einan og sér sem millibita hvort heldur sem er fyrir eða eftir æfingu. Hann er bæði orku- og próteinríkur og góður fyrir melt- inguna. Drykkurinn er ómissandi í undirbúningi mínum fyrir Hvanna- dalshnjúk sem ég ætla að kífa í vor með félögum mínum hjá Íslands- pósti og svo býður mín Kilimanjaro, þangan stefni ég í haust með hópi frá Ferðafélagi Íslands. Hægt er að láta hugmyndaflug- ið ráða um hvað drykkurinn verður görugur og um að gera að prófa sig áfram. Eins er bara hægt að nota af- ganginn af salatinu sem haft var með matnum kvöldið áður, en þá verður það að hafa verið án olíu. Steikt grænmeti með klettasalati Fyrir 6-8 l 1 eggaldin l 1 kúrbítur l 2 rauðar papríkur l 2 gular papríku l 125 g klettasalat l 3 msk ólífuolía l 50 g svartar ólífur með steini l 50 g grænar ólífur með steini sjávarsalt l nýmalaður svartur pipar l 4 msk balsamico skerið eggaldinið í aflangar sneiðar og síðan í stafi. saltið og látið standa í 30 min, skolið þá upp úr köldu vatni. skerið kúrbítinn í stafi og papríkurnar í strimla. stekið allt grænmetið í ólífuolíunni í 5-7 mín. takið grænmetið af pönnunni og kælið. Blandið grænmetinu saman við klettasalatið og ólífurnar. Veltið upp úr balsamico rétt áður en það er borið fram og kryddið með salt og pipar. U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Ljósfælið vín Það er ekki sama hvernig vín er geymt. Það þarf að geymast á dimmum stað því talið er að ljós geti haft skaðleg áhrif á litarefni og gæði vínsins. Það er ástæða þess að vínflöskur eru litaðar. Kampavín og freyðivín eru sérstaklega viðkvæm fyrir ljósi. Það er líka gott að hafa í huga að það er misskilningur að öll vín batni við geymslu. flest vín eru gerð með það fyrir augum að vera drukkin ung og halda sér kannski í 2-3 ár eftir að þau koma á markað. Guðný Aradóttir einkaþjálfari og stafgönguleiðbeinandi Matgæðingurinn Lambalæri með eplum og grófu sinnepi Fyrir 6-8 l 1 úrbeinað lambalæri l 1 epli, Coxorange l 3 hvítlauksrif l 2 msk grófkornótt sinnep l salt l nýmalaður svartur pipar l 4 stilkir steinselja, helst ítölsk skerið epli og hvítlauksrif í litla teninga og blandið saman við sinnepið. Nuddið lærið upp úr salti og pipar. Komið eplafyllingunni inn í lærið ásamt steinseljunni. Lokið lærinu og bindið saman með mat- arsnæri. steikið í ofni við 190°C í 1 klst og 45 mín. Látið kjötið standa í 10 mín áður en það er skorið í sneiðar. Berið gjarnan fram með chutney (kryddaðri sultu). Súpa oggrænn hollustudrykkur Guðný skorar á Hafdísi Jónsdóttur, Dísu í World Class, að vera næsti matgæðingur DV: „Ég ætla að skora á Dísu, því eins og alþjóð veit er Dísa hollustan út í gegn og ég veit að hún eldar mjög góðan fisk. Ég skora einnig á hana að koma með góðan hollustudrykk.“ Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Fundur í miðborginni Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.