Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 24
É g ákvað ekki að læra þessa tækni vegna slæmrar fæð-ingarreynslu heldur fannst mér hugmyndin um að slaka á í fæðingu og reyna að vinna með bylgjunum, eins og hríðirnar eru kallaðar, mjög skynsam- leg hugmyndafræði,“ segir Elín Gunnsteinsdóttir um sjálfsdá- leiðslutækni, sem á ensku kall- ast hypnobirthing. Elín eignaðist dóttur sína Agnesi Eddu heima hinn 23. október. Pabbi hennar stóð í eldhúsinu, systir hennar reyndi að svæfa syni hennar tvo og maðurinn hennar, Davíð Jóns- son, var henni innan handar sem og ljósmóðir. „Eftir að ég fann fyrstu hríð- irnar um klukkan fjögur síðdeg- is lokaði ég mig af og hlustaði á slökunarspólu og andaði í gegn- um þennan tíma. Ég náði að vinna með hríðunum sem hjálpaði mér. Þetta var ekki vont, heldur fann ég mikinn þrýsting,“ segir Elín. „Ég náði að slaka á og það tók sársaukann burt upp að sjö í út- víkkun. Þá bað ég manninn minn að kalla eftir ljósmóðurinni,“ seg- ir Elín og lýsir því hvernig hlut- irnir hafi gengið hratt fyrir sig eftir það. „Manninn minn grun- aði ekki að fæðingin væri komin svona langt á veg. Hann fór út í ísbúð með strákana og sat svo í eldhúsinu á meðan ég lá inni í herbergi og andaði.“ Hún segir að hann hafi fundið mikinn mun á henni í þessari fæðingu og þeim tveimur fyrri. Hún hafi slakað betur á. Með stjórn á aðstæðum Elín segir að hún hafi misst svo- lítið fókusinn eftir að ljósmóðirin kom á staðinn, en þá hafi aðeins verið um 30-45 mínútur í barnið og fæðingin í fullum gangi. „Ég ætla nú ekki að segja að þessi tími hafi verið sársaukalaus, en hann tók fljótt af.“ Elín átti báða strákana sína, þriggja og sex ára, á spítala í Hollandi þar sem þau voru búsett og segir að hún hafi ekki orðið vör við sama hræðsluáróður „úr öllum áttum“ fyrir sársaukamiklum fæðingum og hér. „Þar er mikið um heima- fæðingar og sýnd viðtöl við kon- ur sem gekk vel að eiga börn sín. Hér mátti hins vegar til dæmis horfa á sænska sjúkraþætti, sem gerðu lítið annað en að ýta undir hræðslu margra kvenna,“ segir hún sposk. Litla stúlkan fæddist rétt fyrir tíu um kvöldið og fékk eldri son- ur hennar, sem þá hafði ekki fest svefn, að klippa á naflastrenginn og taka þátt í fæðingu litlu syst- ur sinnar. „Hann talar ekki sér- staklega um þessa reynslu en er stoltur þegar við tölum um þetta og fannst þátttakan spennandi og þykir óskaplega vænt um barnið.“ Elín segir að auk öndunarinnar hafi hún lært mikilvægi þess að vera virkari þátttakandi í fæðingu barna sinna. „Það má draga orð lækna og ljósmæðra í efa og and- mæla ef manni líst ekki á aðstæð- ur. Þótt við setjum traust okkar á heilbrigðisstarfsfólk má spyrja, gagnrýna og vera virkari. Þá er gott að vera búinn að móta sér skoðanir á því hvað maður vill og hvað ekki.“ D júpslökun, dáleiðsla og þekking á líkamsstarfseminni er ný aðferð hér á landi til að fleyta konum upp- lýstum og sáttum í gegnum barns- fæðingar. Hypnobirthing kallast aðferðin á ensku, sem þýða mætti sem sefjunar- fæðingar, en kallast einnig sjálfdáleiðslutækni. Áslaug Hauksdóttir, ljósmóðir og frumkvöðull vatnsfæðinga hér á landi, lýsir þessari nýjung sem byltingu, eða skrefi fram á við, rétt eins og vatnsfæðingarnar voru á sínum tíma. Marie F. Mongan dáleiðslusérfræðingur er upphafsmað- ur sefjunarfæðinga. Tugir kvenna hafa sótt námskeið Kristbjargar Magnúsdóttur ljósmóður og stendur sjötta nám- skeiðið nú yfir. Hún kynnti sér málið eftir að breskur frumkvöðull í fræðunum kom hingað til lands fyrir þremur árum og hélt fyrirlestur fyrir átján íslenskar ljósmæður. Tvær hafa tileinkað sér fræðin. „Hypnobirthing gengur út á að vinna með djúpslökun, dáleiðslu, öndunartækni og spangarnudd og að vita hvernig líkaminn vinnur og hvernig fæðingin sem slík gengur fyrir sig svo að konur séu tilbúnar að takast á við hana. Konur geta þá hlakkað til þess að fæða börn sín,“ segir Kristbjörg og bendir á að aðferðin gangi bæði út á heimspeki barnsfæðinga og kennslu ákveðinnar tækni. „Lykillinn er að kon- ur geri ekkert sem þær vilja ekki.“ Annað tungutak í fæðingum Kristbjörg segir konum kennt að tileinka sér annað tungutak en þekkist í kringum fæðingar. Í stað hríða sé til að mynda talað um bylgjur og tali um verkjameðferðir og hjálpartæki eins og sogklukkur sé sleppt, enda konum kennt að tak- ast á við óttann og þekkja líkama sinn. „Samspil hormóna er viðkvæmt og streituhormón vinna gegn fæðingarhormónum,“ segir hún. Óöryggi og hræðsla kvenna í nýjum aðstæðum ýtir undir streituna. „Við gerum því foreldra að virkum þátttakendum í fæðingum barna sinna og gerum þá þar með ábyrga. Þá leggjum við áherslu á að konurnar hafi með sér fæðingarfélaga sem þær geta ráðfært sig við komi eitthvað upp á, í stað þess að fylgja ókunnugum í ákvörðunum þeirra um hvernig þeir vilji gera hlutina,“ segir hún en lofar þó ekki sársaukalausum fæðingum. „Fæðing er þó eðlileg líkamsstarfsemi og ekki sár sem slík, eða eins og ein sagði svo pent: Sársauki jú, en ekki sársauki sem veldur skaða. Konur finna þrýsting, hita og nota djúpslökun til að velja hvað þær finna.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Við leggjum áherslu á að konurnar hafi með sér fæð- ingarfélaga sem þær geta ráðfært sig við komi eitthvað upp á, í stað þess að fylgja ókunnugum í ákvörð- unum þeirra um hvernig þeir vilji gera hlutina. Konur fæði á eigin forsendum Undirstaða sefjunarfæðinga er að þekkja líkama sinn og hvernig hann vinnur í fæðingum. Kristbjörg Magnúsdóttir kennir sjálfsdá- leiðslutækni fyrir fæðingar. Sjálf á hún fjögur börn, það elsta fimmtán ára. Hún hafði lært tæknina þegar hún eignaðist fjórða barnið sitt, stúlku, og gekk fæðingin ljúflega heima og fæddist stúlkan í vatni. Ljósmynd/Hari Beitti öndunartækni í gegnum hríðirnar Það má draga orð lækna og ljósmæðra í efa og andmæla ef manni líst ekki á aðstæður. Elín Gunnsteinsdóttir með Agnesi Eddu og sonum sínum, Jóel Gauta sex ára og Sölva þriggja ára, sem og eiginmanninum Davíð Jónssyni. Ljósmynd/Hari Sjá einnig bls. 24 24 úttekt Helgin 17.-19. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.