Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 10
Þ að var nú bara kominn tími á þetta. Þetta eru hús sem voru byggð snemma á sjöunda áratugnum og þörfnuðust endurbóta,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, framkvæmdastjóri Félagsbú- staða, í samtali við Fréttatímann um fram- kvæmdir á vegum fyrirtækisins á tveimur blokkum þess á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Efri blokkin stendur tóm en Sigurður segir að til standi að flutt verði inn í fyrsta stigagang hennar fyrir jól. „Við byrjuðum framkvæmdirnar í apríl og ætlum okkur að klára báðar blokkirnar fyrir árslok 2011. Þetta er auðvitað heljarinnar dæmi því það er verið að taka blokkirnar í nefið. Það verður allt endurnýjað og við höfum meira að segja komið fyrir lyftu í fyrsta stigagang- inum – nettri lyftu sem breytir miklu fyrir þá íbúa sem eru orðnir fótafúnir,“ segir Sigurður. Upphaflega var ætlunin að byggja eina hæð ofan á blokkirnar en fyrir því fékkst ekki leyfi. Og hvert fóru íbúarnir? „Við vorum svo heppnir að eiga lausa tvo stigaganga í Yrsu- felli 1 og 3 þannig að fólkið á Meistaravöll- um gat flutt þangað á meðan framkvæmdir standa yfir. Flestir tóku afskaplega vel í þetta enda fá þeir afslátt af leigunni á meðan. Einhverjir vildu fara annað og þá hjálpuðum við þeim með það. Flutningurinn gekk. Við erum með flutningateymi sem hjálpar fólki að flytja frítt,“ segir Sigurður. Til að allt gangi upp þarf skipulag og Sig- urður segir að það sé klárt. „Um leið og við getum flutt íbúa í fyrri blokkina, á Meistara- völlum 19-23, hefjumst við handa við seinni blokkina,“ segir Sigurður. Spurður um fjármögnun á þessum síð- ustu og verstu tímum segir Sigurður hana hafa gengið ótrúlega vel. „Við fáum lán frá Íbúðalánasjóði á fínum kjörum. Síðan má ekki gleyma því að þetta skapar vinnu fyrir 40 til 50 iðnaðarmenn og er í takt við vilja borgarinnar um atvinnuskapandi uppbygg- ingu,“ segir Sigurður. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Stórglæsileg þriggja binda útgáfa Sturlungu er nú fáanleg að nýju „Sturlunga eykur skilning á mannlegu eðli og er fátt betra í skammdeginu en að lesa stórkostlegar sögur um átök vina og frænda þar sem valdagírugir höfðingjar hygla gæðingum sínum en svífast einskis við að koma höggi á andstæðinginn.“ K at r í n Ja Kobsd ó t t ir me n n ta m á l a r á ðhe r r a „Kænska og stjórnmál fléttast í harðpólitískri atburðarás þar sem voldugustu ættum Sturlungaaldar er þeytt saman í blóðug átök um það hverjir eiga Ísland. Meistaraleg frásögn, lifandi og litríkar persónur, sígildur samtímaspegill.“ Ös su r sK a r phé ði ns son u ta n r íK isr á ðhe r r a „Í öllu því mannhafi sem Sturlunga greinir frá og hinni rammflóknu atburðarás má finna einhver stórbrotnustu örlög og ægilegustu fegurð samanlagðra bókmenntanna.“ e i na r K á r a son r i t hÖf u n du r Falleg og eiguleg gjöF Gjöfin hennar Hæðasmára 4 rétt fyrir ofan Smáralind s. 553 7355 / www.selena.is Opið alla daga til jóla! Undirföt Náttföt Sloppar  Félagsbústaðir Endurnýjun á tvEimur blokkum í vEsturbæ Íbúar úr Vesturbæ selfluttir í Breiðholt Leigjendur tuttugu íbúða Félagsbústaða á Meistaravöllum í Vesturbænum þurftu að flytjast upp í Yrsufell í Breiðholti á meðan blokkin var tekin í gegn. Allir ánægðir, segir framkvæmdastjórinn. Við vorum svo heppnir að eiga lausa tvo stigaganga í Yrsufelli 1 og 3 þannig að fólkið á Meistara- völlum gat flutt þangað á meðan fram- kvæmdir standa yfir. Eins og sjá má er verið að taka alla blokkina á Meistaravöllum í gegn. Ljósmynd/Hari Lyftan góða tekur sig vel út í anddyrinu á Meistaravöllum 19. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 17.-19. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.