Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 84
84 bíó Helgin 17.-19. desember 2010
D anny Boyle hitti beint í mark með Slumdog Millionaire árið 2008.
Myndin tryggði honum Ósk
arsverðlaunin fyrir leikstjórn
auk þess sem myndin var valin
besta myndin og sópaði til sín
sex Óskars-styttum til viðbót-
ar. Boyle er nú kominn langan
veg frá fátækrahverfum Ind-
lands þar sem hann segir í
127 Hours á áhrifaríkan hátt
frá hremmingum fjallgöngu-
manns sem lendir í sjálfheldu
í eyðimörk í Utah. Myndin
byggist á sannsögulegum at-
burðum sem áttu sér stað árið
2003 þegar grjóthnullungur
féll á fjallgöngumanninn Aron
Ralston sem sat pikkfastur í
klettum Utah í nær fimm daga
með bjargið ofan á öðrum
handleggnum. Að lokum gat
hann ekki annað gert en skor-
ið af sér handlegginn til þess
að losna og eftir þá aðgerð tók
við löng ganga áður en hann
komst undir manna hendur.
127 Hours hefur vakið gríð-
arleg viðbrögð þar sem hún
hefur verið sýnd og þegar er
byrjað að spá henni velgengni
á næstu Óskarsverðlaunahá-
tíð. Myndin var sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Toronto, var
lokamynd kvikmyndahátíðar-
innar í London og almennar
sýningar hófust í Bandaríkj-
unum í byrjun þessa mánaðar.
Fréttir hafa borist af einhverj-
um áhorfendum sem þurftu á
læknishjálp að halda á meðan
þeir sátu undir sýningu mynd-
arinnar. Einn fékk aðsvif og
var trillað út úr kvikmynda-
húsinu á börum og annar fékk
ofsahræðslukast. Þessi áföll
hafa ekki verið rakin beint til
ansi nákvæms atriðis með af-
limuninni en slíkt verður þó
að teljast líklegt. Fleiri svipað-
ar sögur hafa borist úr kvik-
myndasölum þar sem myndin
hefur verið sýnd.
Gagnrýnendur hafa tekið
127 Hours fagnandi og ausið
hana lofi. Þannig stendur hún
til dæmis í 93% hjá Rotten Tom
atoes og þykir flestum mest til
leiks James Franco í aðal-
hlutverkinu koma auk þess
sem Boyle er sagður sýna
allar sínar bestu hliðar sem
leikstjóri. Franco er einna
þekktastur sem vinur og and-
stæðingur Kóngulóarmanns
ins í Spiderman-myndunum
þremur auk þess sem hann fór
á kostum sem hasshaus í Pin
apple Express á móti Seth Ro-
gen. Hann þykir mjög líkleg-
ur til að hreppa Óskarinn fyrir
túlkun sína á angist göngu-
garpsins sem stendur frammi
fyrir því að þurfa að sarga af
sér handlegg.
Boyle er fjölbreyttur kvik-
myndagerðarmaður sem er
lítið fyrir að endurtaka sig en
hann á að baki Shallow Grave,
Trainspotting, 28 Days Later, A
Life Less Ordinary, The Beach,
Sunshine og svo Slumdog
Million aire. Hann hafði haft
hug á að kvikmynda þjáningar
Arons Ralston í fjögur ár áður
en hann lét til skarar skríða
en hann segir myndina vera
spennumynd um mann sem
getur ekki hreyft sig.
Gert er ráð fyrir að 127
Hours komi í kvikmyndahús á
Íslandi í lok janúar..
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Danny Boyle: leggur raunir á leikara og áhorfenDur
Svimandi 127 klukkustundir
127
Hours er
spennu-
mynd um
mann
sem
getur ekki
hreyft sig.
n ýjasta mynd breska leikstjórans Micha-els Winterbottom, The Killer Inside Me, hefur vakið mikil viðbrögð þar sem hún
hefur verið sýnd og er að sama skapi umdeild
þótt gagnrýnendur hafi víðast ausið hana lofi.
Íslendingum gefst nú loksins möguleiki á að sjá
myndina þar sem hún verður frumsýnd í Bíó
Paradís í dag, föstudaginn 17. desember.
The Killer Inside Me byggist á skuggalegri
skáldsögu Jims Thompson og segir frá að-
stoðarlögreglustjóranum Lou Ford í smábæ í
Texas árið 1952. Hann er hvers manns hugljúfi
en undir traustu yfirbragðinu leynist sannkall-
aður djöfull í mannsmynd. Það sem hann kallar
„veiki“ sína felur nefnilega í sér að hann nýtur
þess að nauðga og myrða. Hann var við það að
lenda í fangelsi mörgum árum áður en fóstur-
bróðir hans tók þá á sig sökina. Nú gerir „veikin“
hins vegar vart við sig á ný með skelfilegum
afleiðingum.
Myndin er vægast sagt ofbeldisfull og ekk-
ert er gefið eftir þegar kafað er ofan í dýpstu
myrkur sálarteturs aðstoðarlögreglustjórans.
Viðkvæmt fólk er varað við og þeir sem vilja
ekki missa af þessari mögnuðu mynd ættu að
búa sig vel andlega undir fund sinn með „besta
syni“ Central City.
Casey Affleck þykir sýna stórleik í hlutverki
Lou en Jessica Alba og Kate Hudson eru einn-
ig í veigamiklum hlutverkum.
frumsýning The killer insiDe me
Skuggahliðar mannssálarinnar
Morðóður jólasveinn
Bíó Paradís býður upp á sannkall-
aðan hvalreka fyrir þá unnendur
lélegra hryllingsmynda sem komnir
eru í jólaskap 18. desember. Þá
verður sýnd myndin Silent Night,
Deadly Night frá árinu
1984. Myndin segir frá
unglingi sem sturlast
þegar foreldrar hans
eru myrtir og tekur
upp á því að myrða fólk
á subbulegan hátt
íklæddur jólasveinabúningi. Myndin
þykir sérlega léleg, sem ljær henni
hins vegar ómótstæðilegan sjarma
auk þess sem aðalleikarinn Eric
Freeman stendur sig eins og hetja
með öxina.
Laxinn frá Ópal Sjávarfangi er í þægilegum
og fallegum sneiðum, tilbúinn á hátíðarborðið.
Allur lax frá Ópal Sjávarfangi er beinlaus,
þurrsaltaður og unninn úr fersku hráefni.
Láttu bragðið og verðið koma þér
skemmtilega á óvart.
esta hátíðarbragðiðB
Casey Affleck þykir frábær í hlutverki geðbiluðu löggunnar
Lou Ford.
Breski leikstjórinn Mike Leigh hefur einstakt lag á því að gera mann-
legar og látlausar bíómyndir sem rista djúpt og snerta við fólki þótt
þær líði stundum áfram eins og ekkert sé að gerast. Þetta er einmitt
tilfellið í hans nýjustu mynd, Another Year, sem verður frumsýnd á
Íslandi um helgina en þar koma öndvegis leikarar súrsætri sögu til
skila með mikilli hægð.
Leigh hóf feril sinn sem leikskáld og sviðsleikstjóri en fyrsta
kvikmynd hans byggðist á eigin verki, Bleak Moments, árið 1971 sem
vakti mikla athygli. Hann tók sér síðan langt hlé frá bíómyndum og lét
ekki til skarar skríða fyrr en árið 1988 með High Hopes.
Síðustu myndir hans eru Vera Drake, Topsy-Turvy, Naked og hin
áhrifaríka Secrets&Lies sem var sýnd á Íslandi fyrir nokkrum árum
við góðar undirtektir.
Í Another Year segir Leigh frá rosknum hjónum sem eru sátt við
líf sitt en fólk í kringum þau leitar endalaust til þeirra með vandamál
sín. Kvikmyndatímaritið Empire gefur myndinni fimm stjörnur og
lofar hana í hástert.
Ruth Sheen og Jim Broadbent leika gömlu hjónin en Broadbent
er leikari þeirrar náttúru að ekkert virðist honum ofviða og hann er
jafnvígur á grín, hádramatík og allt þar á milli.
frumsýning anoTher year
Kraftur látleysisinsGömlu hjónin eru sátt við
sitt en sömu
sögu er ekki
að segja
af fólkinu í
kringum þau.
James Franco er spáð Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í 127 Hours en óhætt er að segja að hann beri myndina uppi þar
sem hann er nánast einn á tjaldinu alla myndina.
Breski leikstjórinn Danny Boyle er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir. Nýjustu
myndar hans, 127 Hours, er víða beðið með mikilli eftirvæntingu þótt einhverjir sem
hafa séð hana hafi fengið í magann.