Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 47
Við vissum í raun ekki hverjar lík- urnar voru á að aðgerðin tækist. Við þorðum aldrei að spyrja. okkur foreldrana. Læknarnir sáu alveg um börnin í vélinni svo að við gátum hvílt okkur og hugað að því hvernig næstu dagar og vikur yrðu. Tilfinningarnar voru blendnar. Við þurftum í fyrsta lagi að skilja tæp- lega fjögurra ára gamlan son okkar eftir heima á Ís- landi og í öðru lagi vorum við á leiðinni með nýfædda barnið okkar á spítala í aðgerð sem við vissum engan veginn hvernig færi. Á hinn bóginn var tilfinningin sú að þarna var ákveðið upphaf, biðin á enda og með því að hefja flugið vorum við einhvern veginn nokkrum skrefum nær því að komast heim með barnið okkar. Biðin var búin að vera löng og það var þetta sem þurfti til að komast heim og hefja lífið á ný. Við vorum ein- hvern veginn aldrei í vafa um að við kæmum öll heim, en það var eiginlega þannig að við leyfðum okkur aldrei að hugsa öðruvísi, við hreinlega þorðum það ekki.“ Sjúkrabíll beið á flugvellinum í Boston „Það var í sjálfu sér ágætis upplifun að koma á sjúkra- húsið. Við vorum búin að fá góðar lýsingar frá Gunn- laugi lækni um hvernig ferlið yrði. Það stóð næstum eins og stafur á bók. Það var til dæmis um hvernig yrði tekið á móti okkur á flugvellinum, sjúkrabíllinn myndi þeytast af stað með okkur frá þaðan með rjúk- andi sírenuvæli og tilheyrandi látum. Þetta stóðst allt. Ef við hefðum ekki verið viðbúin þessu hefðum við lík- lega orðið mjög hrædd. Það var mjög oft fyrstu dagana sem við hugsuðum: ,,Hann Gulli var búinn að segja að þetta yrði svona”. Það er auðvitað ómetanlegt að fá góðan undirbúning. Það höfðum við svona þannig séð, eins gott og það gat orðið frá læknanna hendi, en við fengum aldrei tækifæri til að tala við aðra foreldra sem hefði svo sannarlega gert okkur lífið ögn auðveldara, að minnsta kosti hvað varðar undirbúning og aðkomu á spítalann.“ Allt snerist um að vera sterkur og jákvæður „Við vissum í raun ekki hverjar líkurnar voru á að aðgerðin tækist. Við þorðum aldrei að spyrja. Við höfð- um þó góða tilfinningu fyrir þessu, en það kemur jú til vegna þess að maður leyfir sér ekki að hugsa á öðrum nótum. Þarna snýst allt um að vera sterkur, bjartsýnn og fullur vonar. Barnið hefur einungis foreldrana til að treysta á og okkur finnst stór hluti af því vera „for- eldrar sem barnið getur stólað á“; að hugsa jákvætt og trúa því að allt gangi upp. Þannig hugsum við enn í dag. Þegar við komum til Boston var farið yfir allt sem yrði gert og þó að læknarnir hafi verið ögn drama- tískir á stundum, gáfu þeir okkur alltaf mikla von. Bið- in á meðan hún var í aðgerðinni var löng og á meðan tókum við bara einn klukkutíma í einu. Við fengum ekki að fylgja henni í svæfingu í fyrsta skiptið en það höfum við gert í síðari skiptin. Læknarnir komu því á stofuna hennar og tóku hana. Næst sáum við hana átta klukkutímum síðar. Við sátum stjörf á biðstofunni, þorðum varla að fara á klósett. Fyrir aðgerð hittum við hjúkrunarfræðing sem kynnti sig fyrir okkur og sagð- ist láta okkur vita á klukkutíma fresti um gang mála. Það var alltaf mjög stressandi þegar síminn hringdi, en það róaði okkur líka að fá góðar fréttir reglulega. Við fengum að fylgjast nokkuð náið með. Eftir að aðgerð var lokið var Regína Krista fljótlega færð yfir á gjörgæslu og þar fyrst fengum við að sjá hana. Það var mjög erfitt að horfa á hana. Hún var bólgin, tengd við óteljandi slöngur og vegna vökvasöfnunar leit hún ekki lengur út eins og nýfætt barn, heldur eins og nokkurra mánaða gamalt barn. Það var ansi sérstakt. En við höfðum fengið að sjá annað barn eftir aðgerð og það hjálpaði okkur að hafa séð þetta áður, við vissum svona nokkurn veginn við hverju var að búast. Þau líta ekki svo ósvipað út þessi kríli eftir aðgerð. Öll vafin og skreytt slöngum. Okkur var afskaplega létt þegar aðgerðin var búin. Tárin streymdu, en það var ekki beint sorg, þetta voru svona sorgar-gleðitár í bland. Við vorum fyrst og fremst fegin að þetta var búið og þakklát fyrir að aðgerðin hafði heppnast vel. En fyrsti sólarhringurinn eftir aðgerð er mjög mikil- vægur svo að það var ekki fyrr en daginn eftir se við gátum byrjað að anda á ný. Þá fengum við að vita að allt hefði gengið samkvæmt áætlun og að hún brygðist eðlilega við öllu.“ Skuggi yfir gleðinni „Fljótlega eftir aðgerðina fengum við að vita að aðgerðirnar yrðu fleiri. Það vissum við ekki í upp- hafi. Það var líka dálítið sjokk. Við töldum okkur vera „búin“ með þennan kafla þegar þessu væri lokið. Svo var ekki. Það má segja að það hafi sett svolítinn skugga á alla gleðina eftir vel heppnaða aðgerð. En við ákváðum að reyna að láta það ekki á okkur fá og njóta augnabliksins. Það tókst auðvitað ekkert voðalega vel en við reyndum eins og við gátum. Við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að fara langt frá spítalanum. Það var í fyrsta lagi vegna þess að í svona ferð er það þetta sem allt snýst um. Það er ekki mikill tími eða orka til að hugsa um neitt annað. Okkur fannst við vera slæmir foreldrar ef við Eyjólfur og Þórdís ásamt börnum sínum fjórum, Gabríelu Rósu (4), Daníelu Björgu (1), Regínu Kristu (6) og Vilhjálmi Kristni (10). framhald á næstu opnu viðtal 47 Helgin 17.-19. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.