Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 36
Þ að stafar elskulegheitum og alúð frá Karli Berndsen og það er ekki til í honum hroki. Sem einhverjir kynnu að hafa tileinkað sér, hefðu þeir starfað með og fyrir heims- þekkta hönnuði og hljómsveitir eins og Karl gerði um árabil. En maðurinn, sem situr hjá mér á köldu síðdegi, gæðir sér á súkkulaðibita- kökum og drekkur kaffi við kertaljós, er eins ljúfur og af- slappaður og hægt er að vera þegar hann segir mér sögu sína. Engin venjuleg saga og enginn venjulegur maður! Strákurinn frá Skagaströnd sem fór til London og starfaði fyrir marga af frægustu hönnuðum heims, hljómsveitina Sugababes og flúði til Íslands þegar aðrir flúðu héðan. „Ég var nú ansi tregur að koma í heiminn,“ segir hann. „Ég mætti 1. ágúst árið 1964 eftir fjórar tilraunir móður minnar til að koma mér hingað. En ég var ekki fyrr mættur en ég meig á þýsku ljósmóðurina og lækn- irinn sagði: „Það verður eitthvað úr þessum strák, hann er strax byrjaður að nota hann á sér!“ Æskuárin á Skagaströnd segir hann hafa verið yndis- leg og telur það forréttindi að hafa fengið að alast upp í frjálsræðinu úti á landi. Hann er yngstur þriggja barna Ingibjargar Fríðu og Carls Berndsen; elst er Laufey, svo kemur Ernst og loks Karl. Berndsen-ættin var stór kaupmannsætt frá Danmörku og langafi Karls verslaði við breska veldið og var mikill kaup- og kvennamaður, að sögn Karls: „Já, það voru margar „Hansdætur“ í sveitinni eftir hann, blessaðan!“ segir Karl hlæjandi. „Foreldrar mínir voru mjög ástríkir foreldrar. Pabbi var vélvirki og átti vélaverksmiðju auk þess að vera stjórnarformaður Skagstrendings sem átti allan togaraflotann fyrir norðan. Afi rak Olís-stöðina á Skagaströnd og þar byrj- aði ég að vinna fyrir mér ellefu ára gamall. Það hefur alltaf skipt mig máli að geta séð um mig sjálfur. Ég var auðvitað ekki alveg eftir uppskriftinni, fannst fremur tilgangslaust að leika mér með bíla sem enginn keyrði og kaus fremur að leika mér með brúður og Action Man því þá gat ég gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ég var mikil félagsvera og þar sem mikil samheldni var í fjölskyldunni var yfirleitt mannmargt á heimilinu. Mér þótti sérstaklega gaman, þegar frænkurnar komu í heimsókn, að liggja á hleri og heyra um hvað þær voru að tala. Þar hófst áhugi minn á konum, hári og klæðn- aði, myndi ég telja! Föður mínum líkaði kannski ekki alltaf að ég skyldi leika mér með brúður en hann gagn- rýndi mig aldrei, heldur fór að leita að framtíðarstarfi fyrir mig um leið og ég hafði aldur til! Við faðir minn náðum mjög vel saman þegar kom að öllu sem sneri að veiði og byssum. Heimilið var ein karlmennska, ef svo má á orði komast, og þegar ég var fjórtán ára ég fór einn á rjúpu. Ég var ákveðinn í „Við þurfum ekki öll að vera gordjöss“ Karl Berndsen er einn af vinsælustu mönnum landsins. Þessi 46 ára útlitssér- fræðingur hefur brætt hjörtu kvenna á sjón- varpsskjánum undanfarin ár með einlægri framkomu sinni og yfirburða þekkingu á öllu sem viðkemur útliti. Anna Kristine settist niður með Karli og ræddi við hann um uppvöxtinn á Skagaströnd, glamúrlífið í útlöndum og hvernig konur honum þykja vera fallegastar. Ljósmyndir/Hari Föður mínum líkaði kannski ekki alltaf að ég skyldi leika mér með brúður en hann gagnrýndi mig aldrei, heldur fór að leita að framtíðarstarfi fyrir mig um leið og ég hafði aldur til. Framhald á næstu opnu 36 viðtal Helgin 17.-19. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.