Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 59
Fært til bókar Reyktir og steiktir Íslendingar Ef eitthvað sameinar örþjóðina Ís- lendinga er það hangikjötsát um jól. Ný könnun MMR sýnir að 73% Íslendinga ætla að borða hangikjöt á jóladag. Þótt ekkert komi fram um meðlætið má nokkurn veginn treysta því að með verður uppstúf og kartöflur, Ora-grænar baunir og rauðkál. Sumir skella sér eflaust á dós eða krukku en aðrir steikja rauðkálið sjálfir á pönnu og hantera það eftir kúnstarinnar reglum – svona af því að það eru jól. Hefðin er líka sterk á að- fangadag. Tæplega 53% munu þá borða hamborgarhrygg, væntanlega með brúnni sósu og brúnuðum kartöflum. Svo allt sé eftir bókinni drekka menn væntanlega blöndu af malti og appelsíni með hangikjötinu og hamborgarhryggn- um, hvort heldur er á aðfangadag eða jóladag, án þess að það hafi verið kann- að sérstaklega. Færri borða fugla, 9,8% rjúpu og 8,3% kalkún á aðfangadag. Sárir af ýmsum ástæðum Aldur er afstæður og ekki sama hver um vélar þegar frá honum er greint. Ómar Valdimarsson blaða- maður bloggar oft vit- rænt og skemmtilega. Fyrr í vikunni mátti lesa á síðunni hans: „Manni getur nú sárn- að út af minna. Vísir.is segir frá því að þýskur maður eigi yfir höfði sér ákæru fyrir mann- drápstilraun fyrir að hafa skorið undan „eldgömlum“ ástmanni ungrar dóttur sinnar. Sá „eldgamli“ er 57 ára. Hann er því þremur árum yngri en ég. Samt tel ég mig ekki eldgamlan, eða ævafornan, sem er sjálfsagt næsta stig fyrir ofan hjá unglingunum á Vísi. En það sárnar fleirum en mér, sé ég í fréttum. Það er því rétt að taka undir það með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að það væri ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að hann og félagar hans, sem voru kærðir í New York og verða nú væntanlega kærðir hér heima fyrir meint bankarán, fái bætur fyrir það mikla tjón og öll þau óþægindi sem málaferli skilanefndar Glitnis hafa bakað þeim. Skárra væri það nú ef þeir fengju ekki bætur! Þeir eiga auðvitað að fá bætur um leið og þeir eru búnir að borga okkur hinum bætur fyrir óþægindin sem við höfum orðið fyrir af völdum meðferðarinnar á Glitni, Flugleiðum, Baugi, Stoðum og hvað þetta nú allt heitir (eða hét). Alveg um leið!“ Stunið í jólalagi Þeir sem eldri eru en tvævetur muna eft- ir Serge Gainsbourg og Jane Birkin sem stundu sig í gegnum lagið „Je t’aime ... moi non plus“ árið 1969. Lagið lostafulla gekk fram af siðprúðum borgurum þess tíma og siðgæðisverðir Ríkisútvarpsins bönnuðu flutning þess, eins og Þórarinn J. Magnússon Samúelsritstjóri rifjar upp í pistli á Pressunni. En það er ekki lengur árið 1969. Á aðventu jóla ársins 2010 hljómar lagið góða í Ríkisútvarpinu en nú er það Baggalútur sem stynur með nautnafullum íslenskum texta. Fullnæg- ingarlagið fræga er orðið að jólalagi. Þórarinn rifjar það upp að pempíu- hátturinn var ekki eingöngu bundinn við Ríkisútvarpið íslenska. Útvarpsstöðvar víða um bönnuðu flutning lagsins.. Framtíðarreikningur – gjöf til framtíðar Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning barns fylgir bókin Jóla- sveinarnir 13 með. Gjafabréf á Framtíðar- reikning er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf sem vex með barninu. Þú getur gengið frá gjafabréfi á Framtíðarreikning og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka. Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Ti lbo ð 25 %-4 0% af ö ll um f at as ká pu m Gleðileg Jól Jólaverð 21.900,- Fullt verð 28.900,- blátt, grátt, svart, fjólublátt, brúnt og vínrautt Support Ti lbo ð Bókahillur í úrvali Margar gerðir af sjónvarpsskápum Jólaverð 15.500,- Fullt verð 20.300,- Ti lbo ð kr. 18.800,- Helgin 17.-19. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.