Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 74
74 andi jólanna Helgin 17.-19. desember 2010 JÓLAGJÖFIN Í ÁR:-) HÚLLAHRINGUR! SKEMMTILEG NÝJUNG:-) Þungir, bólstraðir og eru frábær æfingatæki sem styrkja maga, mitti, mjaðmir, bak og læri. Uppl í síma 6953764, www.hullahringir.is Kristrún Eyjólfsdóttir er leikmynda- hönnuður Sjónvarpsins og fær þar útrás fyrir sköpunar- gleðina. Þykir vænt um allt skrautið K ristrún Eyjólfsdóttir er leikmyndahönn­ uður hjá Sjónvarpinu og sér meðal annars um sviðsmynd Stundarinnar okkar þar sem hún fær tækifæri til að leika sér og fá útrás fyrir sköpunargleðina. Heimili hennar, lítil risíbúð í miðbænum, fer ekki varhluta af hæfileikum hennar þar sem Kristrún er búin að skreyta fyrir jólin. „Fjölskyldan mín skreytir mikið fyrir jólin og foreldar mínir hafa notað sama jólatréð ár eftir ár og því er nánast drekkt í skrauti. En það er ég sem sé um að skreyta það og hleypi engum öðrum að,“ segir Kristrún hlæjandi. Íbúð Kristrúnar er undir súð sem takmarkar rýmið en Kristrún nýtir það til hins ýtrasta. Stofan stendur í jólabjarma frá jólaljósum og hvítu jólatré. „Fyrst maður er með gervitré er fínt að fara alla leið og hafa það mjög gervilegt,“ segir Kristrún. Á veggina hefur hún fest upp snjókorn úr pappír. „Þetta eru snjókorn sem ég klippti út fyrir Stundina okkar, og ég lagði svo mikla vinnu í þau að ég tímdi ekki að henda þeim og skreytti meira að segja nokkra pakka með þeim.“ Í glugganum eru jólakúlur í hvítum vösum. „Mér fannst vasarnir eitthvað svo tómlegir og prófaði þá að setja kúlurnar í þá. Ég á svo mikið af jólakúlum því ég kaupi nýjar nánast árlega og vil ekki alltaf nota sömu litina. Ein jólin tók ég mig til og festi kúlur með kennara­ tyggjói á vegginn og lét þær mynda stóran spíral,“ segir Kristrún. En hvert er uppáhaldsjólaskrautið? „Það er erfitt að segja, kannski jólatréð með öllu sínu og auðvitað stóra silfur jólakúluskrímslið í loftinu, en ég get eiginlega ekki gert upp á milli. Mér þykir sérstaklega vænt um það skraut sem ég hef fengið í afmælisgjafir í gegnum árin. Það er kostur að eiga afmæli í desember.“ -keva Jólakúlur í glugga undir súð og hvítt jólatré lýsir upp stofuna. Kristrún Eyjólfsdóttir leikmynda- hönnuður skreytir vel fyrir jólin. „Fyrst maður er með gervitré er fínt að fara alla leið og hafa það mjög gervilegt, segir Kristún. Lítil handgerð mús situr á gardínustönginni og horfir yfir stofuna. Silfur jólakúluskrímslið eins og Kristrún kallar það, fékk hún frá frænda sínum. Upprunlega er það úr IKEA. Snjókornin eru klippt úr úr hvítum pappír og gerði Kristrún þau upprunalega fyrir Stundina okkar.  Nýtt Ljósmyndir uppi á vegg Ljósmyndir eftir íslenska ljósmyndara fást í nýju galleríi ArtPhotos sem var stofnað af þremur ungum konum. Í nýstofnuðu ljósmyndagalleríi er hægt að kaupa ljósmyndir eða leigja enda markmiðið að auðvelda aðgengi að ljósmyndalist. Galleríið, sem heitir ArtPhotos, eiga þær Berglind Andrésdóttir, Rakel Björt Jónsdóttir og Bára Kristjánsdóttir sem luku allar nýverið námi í listrænni ljósmyndun. Þær segjast hafa áttað sig á því að unnendur ljósmynda ættu ekki auð­ velt með að ganga inn í verslun og velja sér ljósmynda­ list, og hafi því ákveðið að stinga sér í djúpu laugina með stofnun ArtPhotos. Allar ljósmyndirnar sem eru til sölu eru eftir konur og meðal þeirra sem eiga þar verk eru Sólný Pálsdóttir, María Kristín Steinsson, Rebekka Guðleifsdóttir, Rúna Dögg Cortes, Ólöf Erla Einarsdóttir, María Katrín, Ruth Ásgeirsdóttir, Ásdís Eva Ólafsdóttir og Ásta Sif. Galleríið er til húsa í Skipholti 35. Sjá artphotos.is -keva Updraft heitir þessi mynd eftir grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.