Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 58
Fjármálaráðherra mælti í gær fyrir nýju Icesave-frumvarpi á Alþingi. Á honum hvílir umfram aðra að koma málinu í höfn. Það verður ekki greiðfær leið þrátt fyrir að samkomulagið sé það besta mögulega í stöðunni að mati Lee C. Buchheit, sem formenn flokkanna á Alþingi töldu færastan til að semja um málið fyrir hönd Íslendinga. Það er dálítið sorglegt umhugsunarefni að ef Steingrímur J. Sigfússon væri ekki fjármálaráðherra heldur óbreyttur stjórnar- andstöðuþingmaður, mætti ganga að því sem vísu að hann væri járngrimmur and- stæðingur þess að samið yrði um Icesave. Hann væri örugglega líka grjótharður í andspyrnu við veru Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (AGS) í landinu. Skoðanir Steingríms á báðum málum voru afdrátt- arlausar í þessa veru áður en hann settist í ríkisstjórn í ársbyrjun 2009. Það er óneitanlega mikil kaldhæðni örlaganna að það hafi síðan orðið hlutskipti Steingríms að berjast bæði fyrir samningum um Ice- save og halda utan um samskiptin við AGS. Þar hefur honum reyndar tekist svo vel upp að Buchheit, einn af sjóuðustu samninga- fræðingum heims, telur frammistöðu hans á fundi með sjóðnum í Washington með þeim merkilegri sem hann hafi orðið vitni að. Engin ástæða er til annars en að taka þeim dómi Buchheits án nokkurs fyrirvara. Steingrímur er nagli eins og Íslendingar hafa lengi vitað. Skýringin á sinnaskiptum Steingríms gagnvart Icesave og AGS á sínum tíma er ósköp einföld; ábyrgðarleysi stjórnarand- stöðuþingmannsins var að baki, hann var kominn með ábyrgðina á sínar herðar. Hvoru megin hryggjar sem stjórnmála- menn liggja í pólitíkinni virðist stjórnarand- stöðuhlutverkið fyrst og fremst snúast um að gera ríkisstjórn lífið sem leiðast og jafn- vel þvælast fyrir í þjóðþrifamálum. Þetta einskorðast ekki við þá sem menntaðir eru í íslenskum stjórnmálaskólum. Eitt helsta leiðarstef Icesave-umræð- unnar hefur verið hverjum kenna megi um að tjónið af þessum reikningum Lands- bankans lendi á þjóðinni. Það má reyndar leiða líkur að því að spurningin um hverjir muni á endanum sitja uppi með þann svartapétur, sé í nokkru lykilhlutverki í því áróðursstríði sem hefur staðið – og stendur enn – um málið. Margir hafa orðið til að setja ábyrgðina á Icesave svo til alfarið í fang Sjálfstæðis- flokksins. Á það hefur verið bent að Lands- bankinn var banki Sjálfstæðisflokksins, eigendur hans voru handvaldir af foryst- unni, framkvæmdastjóri flokksins var þar varaformaður bankastjórnar og þekktir sjálfstæðismenn í lykilstöðum í þeim opinberu stofnunum sem höfðu eftirlits- og umsagnarskyldu með starfsemi Lands- bankans, í Seðlabankanum og Fjármála- eftirlitinu. Það er ýmislegt réttmætt í þessu en þó er það fullmikil einföldun að kenna Sjálf- stæðisflokknum í heild um Icesave. Sann- gjarnara væri að þrengja hópinn um gamla flokkseigendafélagið. Áhrif þess eru enn töluverð, ekki síst vegna þess að það heldur úti öflugustu safnaðartíðindum landsins. Það hlýtur að vera óbærileg tilhugsun fyrir þessa kynslóð, sem var svo lengi við völd, að hverfa inn í eilífðina með Icesave um hálsinn. Í því ljósi má skoða einarðlega baráttu fyrir því að kenna öðrum um, hvort sem þeir eru innan ríkisstjórnar eða gamlir samherjar úr Sjálfstæðisflokknum. 58 viðhorf Helgin 17.-19. desember 2010 Áróðursstríðið heldur áfram Með Icesave um hálsinn að eilífu Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is F Eitt helsta leiðarstef Icesave-umræðunnar hefur verið hverjum kenna megi um að tjónið af þessum reikningum Landsbankans lendi á þjóðinni. N okkuð há-værar um-ræður hafa orðið um trúfræðslu og -boð í skólum í haust vegna til- lagna meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar – og að venju til- finningaþrungnar. Þessi skoðanaskipti eru sjaldnast sett í sögulegt samhengi en nú skal þess freistað. Skipuleg lestrarkennsla hófst eigi síðar en um miðja 18. öld en þá var prestum falið að fylgjast með því að börnum væri kennt að lesa til þess að þau gætu tileinkað sér kristindómsfræðslu og fermst. Fræðslulögin 1907 marka síðan tímamót. Nýskipuð heimastjórn lítur svo á að ríkinu beri skylda til að standa straum af menntun barna þeim að kostnaðarlausu, hvort sem námið færi fram í sérstöku skóla- húsnæði eða í farskóla. Kennara- skóli Íslands var stofnaður 1907 til þess að sjá þessu nýja skólakerfi fyrir hæfu starfsfólki þannig að við blasir að hér var gengið skipu- lega til verks. Guðmundur Finn- bogason var hugmyndafræðingur þessara breytinga. Skólaskylda er innleidd, nýtt orð í málinu, en hún er miklum mun víðtækari nú. Lögin 1907 skylda 10-14 ára börn til skólagöngu sem lýkur með fulln- aðarprófi. Börnin gengu til prófs í lestri og móðurmáli, skrift, reikn- ingi, söng, Íslandssögu, landafræði, náttúrufræði og kristinfræði. Heimilunum var eftir sem áður ætlað að skila börnunum læsum og skrifandi inn í skólana. Viðhorf til lestrar breyttust líka í kjölfar þessara laga. Allar götur frá miðri 18. öld var lestur kenndur til þess að börn gætu lært kverið. Með fræðslulögunum 1907 varð hins vegar til kennslugreinin móðurmál í skyldunámi og lestur varð hluti hennar. Guðmundur Finnbogason hafði lagt til í Lýðmenntun sinni að biblíusögur yrðu kenndar í skólum en prestum skyldi falið að annast fermingarundirbúninginn. Þetta viðhorf laut í lægra haldi við setn- ingu fræðslulaganna. Kristindóms- fræðsla til fermingar var þunga- miðja í skólastarfi og börn fermdust í lok skyldunáms. Árið 1926 tóku ný fræðslulög gildi þar sem skilið var á milli annars vegar biblíusagna í skólum og hins vegar kristindóms- fræðslu til ferming- ar á vegum kirkju, en vissulega héldu menn sig þó enn um sinn við gamla lagið í mörgum skólum. Menn mega svo ekki gleyma því að prestar voru bein- línis ráðnir að skól- unum til kennslu; sá sem þetta ritar kenndi með fjórum prestum í Hagaskóla og Laugalækjar- skóla milli 1970 og 1980. Tengsl kirkju og skóla hafa því verið býsna náin fram á síðustu ár. Mér finnst tillög- ur mannréttindaráðs vanhugsað- ar. Trúboð á vissulega ekki heima í skólum en það er út í hött að banna kennurum að kenna sálma, teikna myndir byggðar á helgisögum og fara með börn í kirkju. Vandalaust er að undanskilja börn sem aðhyll- ast önnur trúarbrögð eða foreldrar kjósa að hafna slíku, þau eru svo fá. Síðan koma önnur sjónarmið til álita. Er það t.d. ekki hluti af menn- ingararfinum að kunna Nóttin var sú ágæt ein? Er það trúboð í þágu ásatrúar að láta börn lesa kafla úr Snorra-Eddu? Er það skaðlegt unglingum að lesa nokkrar súrur úr Kóraninum í listaþýðingu Helga Hálfdanarsonar? Er ekki mark- miðið að skila þjóðfélaginu um- burðarlyndum og víðsýnum ein- staklingum? Orðaforði, orðtök, siðir og viðhorf eiga margvísleg- ar rætur í trúarlegum ritum sem nauðsynlegt er að lesa til þess að vera sæmilega menntaður. Eða má kannski bara láta nemendur lesa sköpunarsöguna í Ummyndunum Óvíds í undurgóðri þýðingu Krist- jáns Árnasonar svo eitthvert dæmi sé nú tekið? Því miður er það svo að margvísleg áföll dynja á nem- endum og starfsmönnum skóla og við þeim þarf að bregðast. Ég hef kallað til presta vegna áfalla meðal nemenda. Ég hef líka hóað í hjúkr- unarfræðinga og ráðgast við sál- fræðinga. Allt fer það eftir eðli máls og er nauðsynlegt. Undarlegt er að amast við slíku og sérstakt að sjá málsmetandi menn þrefa um hver sé hæfastur í þeim efnum. Ég held að við eigum að leyfa börnum að njóta sinnar barnatrúar, hver sem hún er, og hlúa að henni. Ferming- arfræðsla á hins vegar ekki heima í skólum á skólatíma, hvort sem hún er á forsendum kirkjunnar, annarra trúfélaga eða Siðmenntar. Skóli og þjóðfélag Fermingarfræðsla og trúboð í skólum? Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla Fært til bókar Einar tímamælir Útvarpsstjóri Kanans, Einar Bárðarson, hefur í mörg horn að líta og ekki síst nú í aðdraganda jóla. Útvarpsstöðvarnar lifa á auglýsingum og því ber Einari að fylgjast með því hvernig gengur hjá keppinautunum. Hann mældi því auglýs- ingatímann hjá fornvinum sínum úr Idol-söngvakeppninni, Simma og Jóa, en þeir eru með morgunþátt á Bylgjunni á laugardagsmorgnum. Síðustu 29 mínúturnar, þ.e. frá 11.31 til 12, slógu jólaauglýsingarnar efnisþátt þeirra fóst- bræðra út, stóðu í tæplega 16 mínútur. Nákvæmlega mælt stóðu auglýsingarnar í 15 mínútur og 50 sekúndur eða 53,4% þessa síðasta hluta þáttarins. Einar veltir því fyrir sér hvað þeim finn- ist sem keyptu tíma í þessu 16 mínútna auglýsinga- maraþoni, það er að segja ef þeir nenna að hlusta á maraþonið til enda. Einar hnykkir á því að Kaninn takmarki auglýs- ingaflóðið við hámark þrjár mínútur þrisvar á hverjum klukkutíma. Slakað á sultarólinni Jólasalan er í hámarki um þessar mundir og kaupmenn bera sig vel. Tölur benda einnig til þess að þjóðin, sem herti sultarólina verulega eftir hrunið haustið 2008, sé heldur að slaka á ólinni að nýju. Liðinn nóvembermánuður var fjórði mánuðurinn í röð þar sem kortavelta óx að raungildi milli ára en kredit- og debet- kortavelta í innlendum verslunum gefur góða mynd af þróun einkaneyslunnar. Heimilin eru því greinilega farin að eyða heldur meira en misserin á undan þótt einkaneyslan sé enn minni en var fyrir hrunið – sem betur fer myndu margir segja. Kaupmáttur launa er tekinn að mjakast upp á við, verðbólgan hefur verið að lækka, laun hækka, vextir að lækka og gengi krónunnar að styrkjast. Kætast menn í Þingvallasjoppunni? Það ríkir takmörkuð gleði í nágranna- bæjum Reykjavíkur vegna áformaðrar innheimtu vegatolla til að fjármagna vega- framkvæmdir á stofnbrautum að höfuð- borgarsvæðinu. Þetta á ekki síst við um þá sem tíð erindi eiga til höfuðborgarinnar eða vinna þar jafnvel. Einhver reiknaði það út að vegatollurinn fyrir Selfyssinga yrði um 30 þúsund krónur á mánuði og bættist þá ofan á aðra skattheimtu sem bíleigendur bera. Félag íslenskra bifreiða- eigenda er heldur hófsamara í áætlunum sínum. Það reiknar með að þeir sem þurfi að greiða allt að 700 króna veggjald fyrir hverja ferð til og frá borginni þurfi að punga út 170 þúsund krónum hið minnsta á ári. Óánægjan er ekki síst vegna þess að vegfarendur eiga ekki val um aðrar leiðir en hraðbrautirnar. Hægt var að réttlæta veggjaldið í Hvalfjarðargöngunum á sínum tíma með því að aka mætti fyrir Hvalfjörð- inn. Hið sama gildir um göng undir Vaðla- heiðina í grennd við Akureyri. Þeir sem ekki vilja borga þar geta farið Víkurskarð- ið. Þetta á ekki við um þá sem fara frá Selfossi og Hveragerði til Reykjavíkur eða frá Reykjanesbæ eða öðrum Suðurnesja- bæjum til höfuðborgarinnar. Spurning er síðan hvað þúsundir sumarbústaðaeig- enda á Suðurlandi gera en flestir búa þeir á höfuðborgarsvæðinu. Vilji þeir komast hjá vegatollinum verða þeir væntanlega að fara til Þingvalla og þaðan austur úr. Það gæti því vænkast hagur þeirra sem reka sjoppuna í þjóðgarðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.