Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 72
72 andi jólanna Helgin 17.-19. desember 2010  Jólaskraut María mey María mey minnir óneitanlega á jólin þar sem sagan af Maríu og fæðingu Jesúbarnsins er sögð hver einustu jól. Á myndum og styttum af Maríu mey er hún oftast klædd bláu, en það var til þess að sýna hversu mikilvæg hún var. Flestir á hennar tíma klæddust jarðlitum og voru málverk í þeim litum, einnig vegna þess að auðvelt var að blanda þá liti. Bláa litinn var hins vegar aðeins hægt að búa til úr sér- stökum steini sem heitir últramarín og var afar sjaldgæfur og dýrari en gull. Hann var notaður til að mála skikkju eða klæði Maríu til að sýna mikilvægi hennar sem móðir Jesúbarnsins. Þessi stytta fæst í versluninni Myconceptstore.is bæði í bláu og hvítu og nokkrum stærðum. Verð frá kr. 6.900 kr. -keva D yggðateppið er ein þekktasta hönnun Marýjar, það er úr íslenskri ull og ætlað tveimur að kúra undir og er þakið orðum yfir dyggðir. „Hugmyndina fékk ég frá göml- um slenskum dyggðaklæðum sem eru geymd á Þjóðminjasafninu, þrjár íslenskar rúmábreiður frá því um 1800. Á þeim er útsaumur, myndrænn boðskapur sem minnir á þær dyggðir sem prýða áttu góða eiginkonu á þeim tíma. Ég hugsaði um hvaða dyggðir ættu við í nú- tímanum og hannaði teppið sem óbeina áminningu um þær, ætlað pari eða hjónum sem geta kúrt saman undir teppinu,“ segir Marý sem leggur áherslu á jákvæðan boðskap í hönnun sinni. „Ég vil fyrst og fremst deila gleði, leik og jákvæðum boðskap með fólki og nota til þess ólíkar leiðir í hönnun og ólík efnistök.“ Vinnustofa hennar er á Skåne- gatan á Södermalm sem er 100.000 manna eyja í miðjum Stokkhólmi. Þar er suðupottur sköpunar og lista, spennandi mannlíf og kaffihús og gallerí á hverju horni. „Þetta er svona 101 Stokkhólmur,“ segir Marý og jafn- framt að hún þrífist best umvafin lífi og menningu og kaffihúsum. „Á vinnustofunni, sem ég deili með fjórum öðrum sjálfstæðum vöruhönnuðum og tveimur hönn- unarfyrirtækjum, vinn ég mest að frílans-verkefnum og við eigin hönnun og finnst skemmtilegast að vinna að nokkrum verkefnum í einu,“ segir Marý sem er með mörg járn í eldinum um þessar mundir og hafa fyrirtæki eins og hið franska Pernod Ricard, einn stærsti framleiðandi áfengra drykkja, sóst eftir samstarfi við hana. „Þeir hafa áhuga á Sam- skoti, sem eru tvenns konar skot- glös, annað fyrir tvo og hitt fyrir fimm til að drekka úr samtímis.“ segir Marý. Hún var jafnframt valin sem einn af 70 hönnuðum sem verða til umfjöllunar í væntanlegri bók frá sænska forlaginu Arvi- nius og fjallar um hönn- uði á Norðurlönd- unum. „Já, það er nóg að ger- ast. Undanfarna mánuði hefur margt spennandi verið að gerast hjá mér og það er eins og allt sé að taka við sér á sama tíma. Ég er búin að vera í viðræðum við nokkur fyrirtæki í sambandi við ýmis ólík verkefni mín,“ segir Marý ánægð. Marý hefur frá því hún man eftir sér notið sín best á sviði sköpunar og ætlaði sér að læra myndlist og grafíska hönnun í LHÍ en tilviljun réð því, nokkrum dögum áður en umsóknarfresturinn rann út, að hún frétti af nýju námi þar. „Ég kom við í skólanum til að hitta vini mína og þar rakst ég á fólk sem var á fyrsta ári í vöruhönnun. Ég lét slag standa, sótti um í þá deild og komst inn og sé ekki eftir því.“ -keva Marý fyrir utan vinnustofu sína á Skånegatan í Stokkhólmi. Hönnuðurinn Marý Iðnhönnuðurinn Marý starfar í Stokkhólmi með frábæru fólki á besta stað sem hún gæti mögulega látið sig dreyma um. Hún hefur náð góðum árangri og fjallað er um verk hennar í væntan- legri bók um norræna hönnuði. Verkið Rignandi er samsett úr mörgum ljósum. Sam- skot er frumleg og skemmtileg hönnun frá Marý. Þar eru nokkur snafsaglös fest saman og nokkrir geta drukkið úr þeim samstímis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.