Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 96

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 96
96 dægurmál Helgin 17.-19. desember 2010 Jól 2010 Mikið úrval af fallegum fatnaði ofl. E tanólið varð fyrir valinu hjá okkur meðal annars vegna þess að við viljum vera umhverfisvænar og etanól- arinn sótar ekki og gefur ekki frá sér reyk,“ segir Linda. „Með etanólinu opnast líka f leiri hönnunarmöguleikar en hefð- bundin arineldstæði bjóða upp á og við erum frjálsari í efnis- vali. Við þurfum heldur ekki að binda okkur við ákveðnar steintegundir og getum leyft okkur miklu meira í hönnun og formi.“ Linda segir umhverfisvænt brennslugel notað í eldstæðin. Það er selt í einnota dósum en ein slík brennur upp á rúmum tveimur klukkustundum. Þær stöllur kalla eldstæðin sín hraunstjaka og Valgerður segir að þeir eigi við á öllum heimilum. „Þeir veita mikla hugarró og vellíðan ásamt því að búa yfir mikilli og jákvæðri orku,“ segir hönn- uðurinn. Secret North býður upp á þrjár gerðir hraunstjaka fyrir þessi jól sem allir eru gerðir úr íslensku hrauni. „Hraunið er fallegur náttúru- steinn sem býr yfir mikilli orku og hefur hæfi- leika til að heila og veita kraft.“ Linda bendir á að hraunstjakarnir séu bæði meðfærilegir og þægilegir í notkun og að þá megi nota bæði innandyra og úti. „Þessi eldstæði gefa fólki möguleika á að hafa eldinn í kringum sig við fleiri aðstæður og tækifæri en áður hafa þekkst. Þeir eru hreyfanlegir og það er hægt að taka þá með sér út. Auðvitað verður samt að taka mið af íslenskum aðstæðum og það þýðir ekkert að fara með þá út í grenjandi rigningu og 20 vindstigum. En við góð skilyrði er æðislegt að hafa þá úti enda gefa þeir af sér góðan varma. Okkur finnst sjálf- um frábært að geta fært eldstæðin með sér hvert sem er; inni í stofu, eldhús, jafnvel í sumarbú- staðinn eða til vinanna. Góður eldur setur punkt- inn yfir i-ið í hvers kyns mannfafnaði. Eldurinn hefur líka svo dáleiðandi og róandi áhrif og með logunum nær maður að flýja daglegt amstur. Og nú er alveg tíminn til að hafa hlýju í kringum sig inni við og njóta stundanna.“ Elísabet Ásberg hannar listaverk á eina gerð stjakanna þar sem lögð er áhersla á frjósemi og nýtt upphaf. Aðeins verða seld 500 eintök af þessum stjökum og hvert eintak er númerað og skráð á eiganda enda í raun um listaverk að ræða. Elísabet notar ösku úr Eyjafjallajökli í verkið sem á enn að auka á kraft eldstæðisins. Og nú er al- veg tíminn til að hafa hlýju í kringum sig inni við og njóta stund- anna.  sEcrEt North sækja fram mEð EldiNN að vopNi Horft í heilunarkraft eldsins Linda og Valgerður fengu Elísabetu Ásberg til sam- starfs við sig og hún hannaði listaverk á eina gerð eldstæðanna. Ljósmynd Hari. Valgerður Einarsdóttir hönnuður og Linda Svanbergsdóttir viðskiptafræðingur hafa undan farin tvö ár rekið fyrirtækið Secret North og sérhæfa sig í gerð etanól-eldstæða. Þær hafa hingað til aðallega sinnt sérverkefnum fyrir hótel og veitingastaði í Bandaríkj- unum í samvinnu við Guðlaugu Jónsdóttur arkitekt en nú beina þær sjónum að heimilum og fyrir þessi jól settu þær á markað eldstæði skreytt listaverki eftir Elísabetu Ásberg. m atreiðslubók Hrefnu, Fisk-markaðurinn, hefur fengið góðar móttökur og Salka, útgefandi hennar, undirbýr nú þriðju prentun hennar á fjórum mánuðum. Spurð hvort hætta sé á að sá heiður sem henni hafur hlotnast undanfarið stígi henni til höfuðs, segir Hrefna að hún óttist slíkt ekki. „Þetta virkar bara frekar hvetjandi og auð- vitað er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir eitthvað sem maður gerir vel.“ Þótt bók Hrefnu beri nafn veitingastað- ar hennar er fiskurinn ekki alls ráðandi í uppskriftunum. „Það er mikið af fisk- réttum í henni en líka kjöt- og grænmetis- réttir þannig að þarna á að vera eitthvað fyrir alla.“ Hrefna segir að velgengni bókarinnar kalli óhjákvæmilega á aðra bók en nú er unnið að enskri útgáfu hinnar tilnefndu bókar. „Við fáum mikið af túristum á Fisk- markaðinn, rétt eins og allir veitingastaðir á Íslandi. Bókin er á matseðlinum hjá mér þannig að það er hægt að panta hana með matnum og gestir okkar hafa margir beðið um hana á ensku. Íslenskan er þannig tungumál að það er erfitt að klóra sig fram úr henni ef maður kann hana ekki þannig að við eigum eftir að rokselja bókina á ensku. Ég á alls konar matreiðslubækur  hrEfNa sætraN sópar að sér viðurkENNiNgum Viðurkenning kallar á aðra matreiðslubók Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran, eigandi og yfirkokkur á Fiskmarkaðnum við Aðalstræti, gerir það gott um þessar mund- ir. Hún er nýbakaður gull- og silfurverðlaunahafi á heimsmeist- aramóti matreiðslumeistara og hefur nú bætt enn einni rósinni í hnappagatið með tilnefningu til Gourmand-verðlaunanna sem besti kvenkokkurinn fyrir bók sína Fiskmarkaðurinn. á tungumálum sem ég skil ekki en samt get ég unnið mig í gegnum uppskriftirnar. Ég held þó að slíkt sé nánast útilokað með íslenskar bækur ef maður kann ekki málið.“ Sex íslenskar bækur voru tilnefndar til Gourmand-verð- launanna og þar af voru fjórar frá Sölku. Bók Völundar Snæs Völundarsonar, Silver of the Sea, sigraði í íslenska flokknum en hún kemur út snemma á næsta ári. Hrefna einfaldaði uppskriftirnar í bókinni til þess að fólk ætti auðveldara með að elda réttina heima hjá sér. „Ég sleppti því flóknasta í hráefnunum en það er samt alveg sama bragð af réttunum og á Fiskmarkaðnum.“ Ég fékk líka gjöf Merkisspjöldin frá Sóley og félögum hægt að nálgast í IÐU í Lækjargötu 2 og 10-11 www.soleyogfelagar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.