Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 64
Beðið eftir Óla „Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu“ „Við munum ekki leggja það til að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu enda er sú ákvörðun á herðum annarra en okkar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurður um lyktir í Icesave-málinu. Verður hádegið þá sirka um hádegisbil? „Vilja seinka klukkunni“ Fjórtán þingmenn úr öllum flokkum undir forystu Guðmundar Steingríms- sonar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkis- stjórninni verði falið að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Ber þá að flýta klukkunni? „Tíð innbrot í dagsljósi“ Undanfarnar fjórar vikur hefur verið brotist inn í ellefu heimahús í Hafnar- firði og Garðabæ. Langflest innbrotin hafa átt sér stað að degi til og fáein að kvöldlagi. Má þá ekki drösla pabba gamla á Vog? „Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhól- ista“ Jón Gnarr borgarstjóri sagði, þegar hann gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, að það mætti líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn væri að vera fullur samfleytt í mörg ár. Mannauðseining tekur völdin „Breyta á lögum um Stjórnarráðið“ Forsætisráðuneytið hefur nú hafið vinnu að frumvarpi til breytinga á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars verður lagt til að pólitískum að- stoðarmönnum verði fjölgað og sérstakri mannauðseiningu verði komið á fót. Þótt fyrr hefði verið „Samfélagsleg ábyrgð Landsbankans“ Finnur Sveinsson hefur verið ráðinn til Landsbankans í stöðu sérfræðings í samfélagslegri ábyrgð. Borgarstjóri lítur til framtíðar „Vildi geta boðið ókeypis handklæði“ „Ég vildi óska þess að hún [fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar] væri skemmtilegri, að við gætum boðið öllum borgarbúum ókeypis í strætó og ókeypis í sund og ókeypis handklæði. Kannski náum við að gera það næst. Það væri gaman,“ sagði Jón Gnarr. Hvað ef hann þarf að pissa? „Ætlar að hlaupa á bretti í sólarhring“ Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari ætlar að freista þess um komandi helgi að hlaupa í sólarhring samfleytt á hlaupabretti. Guð blessi Geir „Neyðarlögin ekki brot á EES-samningi“ Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað að loka sjö kvört- unarmálum er varða íslensku neyðarlögin þar sem stofnunin telur að lögin brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins. 64 viðhorf Helgin 17.-19. desember 2010 Það eru litlar líkur á því að karlar fylgi kon- um sínum detti þeim í hug að rápa dagpart í Smáralind eða Kringlunni. Raunar er ólík- legt að konurnar kæri sig um að hafa þá í eftirdragi í slíkum ferðum, jafnvel þótt jólin séu á næsta leiti. Málið horfir öðruvísi við ef hjónin eru saman á ferðalagi ytra. Heim- sóknir í verslunarkeðjur eru óhjákvæmi- legur fylgifiskur utanferða, hvað sem líður kreppu og falli íslenskrar örkrónu. Þótt atið sé minna nú en í óðærinu svokallaða, skjót- ast samt margir til nálægra borga, meðal annars til að gera góð kaup í aðdraganda jóla. Karlar sem hafðir eru með í slíkar ferð- ir verða að undirbúa sig. Konurnar stjórna för, þeir fylgja í humátt á eftir. Þær velja búðirnar og hversu lengi er dvalið í hverri – og hvort keypt er. Hlutverk karlsins er að samþykkja. Vel taminn karl samþykkir það sem hann veit að konan ætlar að kaupa. Það styttir dvölina í viðkomandi verslun. Hann á sér hvort eð er ekki undankomuleið. Karlar eru að jafnaði hávaxnari en konur. Þennan mun eiga þeir að nýta sér í hvert sinn er þeir ganga inn í verslun í stórri verslunarmiðstöð. Í sumum þeirra eru nefnilega stólar sem sjálfsagt er að nýta á meðan konan kannar vöruúrvalið. Sitji karl sem fastast í stólnum kemur konan með það sem henni þykir fýsilegt og sýnir honum. Þar getur hann líka geymt það sem konan hefur ákveðið að kaupa og þarf því ekki að halda á því á meðan dvalið er í versluninni. Í stólnum má jafnvel gleyma sér um stund og virða fyrir sér viðskiptavini. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum og fara mishratt yfir. Konur eru í meirihluta. Sum- ar einar, aðrar með karla eða börn í fylgd. Í stórborginni er mannlífið fjölbreytt. Augu múslímakvenna gægjast undan höfuðbún- aði. Þær toga ekki síður í litríkar tuskurnar en hinar. Hommapar fer hratt yfir og velur bleikt. Sá sem situr í stólnum og bíður veltir því fyrir sér hvort þessir tveir karlar séu að velja föt fyrir sólarlandaferð á miðjum vetri. Föli andlitsliturinn verði að hverfa. Á hand- leggjum þeirra hanga flíkurnar, þunnar og fínlegar, bleikar og fjólubláar. Báðir eru í mittisjökkum úr leðri. Annar í fjólubláum. Hann er í samlitum skóm. Hinn hefur valið sér hvítan hatt. Það er ekki að sjá að þessir menn hafi minnsta áhuga á hvíldarstólum verslunarinnar. Um leið og sá í fjólubláu skónum velur sér næfurþunnt klæði sem helst lík- ist náttbuxum hlammar karl sér við hlið þess sem þar situr fyr- ir. Hann er hvíldinni feginn og truflar ekki þann sem fyrir situr heldur nikkar til hans. Hann er með tvo poka, merkta öðrum verslunum. Konan hans er greinilega á yfirreið í annarri deild. Saman bíða sitjendurnir þess sem verða vill. Hom- maparið hverfur úr aug- sýn beggja. Stöku stóll í verslun dugar þó skammt. Konurnar fara hratt og vítt yfir. Því skiptir höfuðmáli fyrir hvern karl sem fylgir í rápi að kynna sér upplýsingaskilti verslunarmiðstöðvanna. Þar eru ekki að- eins sýndar verslanir hverrar hæðar heldur einnig veitingastaðir. Með reglulegri við- komu á þeim auðvelda karlar sér daginn til muna. Tökum Kaupmannahöfn sem dæmi. Þangað fara flestir Íslendingar sem á annað borð leyfa sér utanlandsferðir um þessar kreppumundir. Leið flestra liggur um Strik- ið og nágrenni og fáir láta Magasin fram hjá sér fara, stórverslunina fornfrægu við Kóngsins Nýjatorg. Hún var um hríð í ís- lenskri eigu – eða að láni að minnsta kosti – og gjarna kölluð Nonnabúð í höfuð aðal- eigandans. Nú er hún Nonnabúð stekkur – en ekki Magasin sem slíkt. Stórverslunin blómstrar en nú í eigu enskra. Það virðist af einhverjum ástæðum fara minna í taug- arnar í dönskum en þegar krúnudjásnið var í íslenskum höndum. Í verslunarferð í Magasin er efsta hæðin mikilvægust hverjum karli sem þangað rat- ar inn í fylgd konu sinnar; skiptir sköpum. Hún er vin þar sem næra má kropp og hvíla fætur. Nái karl konu sinni þangað er honum borgið um stund. Í boði er smurbrauð sem engir gera betur en Danir. Úrvalið er mikið og hver sneið vel útilátin, hvort heldur valin er steik, áll, lax eða róstbíf. Mæla má með bjór með smurbrauðinu. Þorsti sækir á þegar þræddar eru hæðir. Í boði er lítill, miðlungs og stór. Hóf er best í þessum efnum eins og öðrum. Lít- ill dugar trauðla, slekkur ekki þorsta hins langþreytta. Stór er hins vegar full grófur skammtur í einu. Karlinn verður að hafa stjórn á sér, má ekki freistast í kæruleysi vímunnar. Miðlungsstóri bjórinn hentar með einni sneið. Ef valið er róstbíf rífur piparrótin vel í, hreinsar nefgöng og enn- isholur. Miðlungsstóri bjórinn gerir það að verkum að karlinn þolir næsta hálfan annan tímann í verslunarmiðstöðinni. Ef laust er pláss við glugga er sjálfsagt að setjast þar og horfa yfir iðandi borgarlífið. Þeir sem hraðast fara eru eflaust á leið á Hvít, þar sem Jónas drakk forðum. Margur Íslend- ingurinn hefur fylgt hans fordæmi, án þess þó að fótbrjóta sig. Elti menn konur sínar út úr miðbænum í enn stærri danska verslunarmiðstöð, t.d. Fields á Amager, gildir sama árveknin. Glöggur karl finnur þar átján veitingastaði. Flestir eru skyndibitastaðir, fólk er á hrað- ferð. Í boði eru borgarar, pitsur og pylsur en líka heldur fínni staðir, steikhús og jafnvel sushi-staður. Ólíklegt er að tími gefist til hangs á skárri veitingastöðunum. Því verða menn að miða á hina smærri með ákveðnu milli- bili, hvíla bein og kæta bragðlauka – og muna að halda sig við þann millistóra. Í Fields, eins og í Magasin, er það efsta hæð- in sem líknar göngumóðum. Þar er matur, þar er drykkur . Efsta hæðin er punkturinn yfir i-ið. Vegna hennar dvelur fólk lengur – og kaupir meira. Þetta vita þeir sem skipu- leggja þessi samkunduhús nútímans. Líkn göngumóðum Te ik ni ng /H ar i Þ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te  VIkAn SEm VAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.