Fréttatíminn - 17.12.2010, Blaðsíða 97
dægurmál 97Helgin 17.-19. desember 2010
Þú færð e-kortið í Arion banka.
Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins.
Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum
peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is
Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega
98 milljónir í endurgreiðslu í desember.
Hvernig greiðslu færð þú?Frá bústinni brúnku til
lögulegrar
ljósku
Breska brjóstabomban Katie
Price kann þá list, betur en flestir
aðrir, að vekja á sér athygli. Þetta
elgtanaða, sílíkonfyllta fljóð,
sem kallaði sig
lengst af Jordan,
hefur nú skipt
um háralit. Price,
sem hefur verið
brúnhærð undan-
farin tvö ár, sló
ljósmyndara og
aðra áhugamenn
um frægðarfólk
fullkomlega út
af laginu síðast-
liðinn laugardag
þegar hún mætti á
hnefaleikakeppni
í Las Vegas, þar
sem landi hennar
Amir Kahn
barðist, með ljóst,
barmasítt hár. Var
það mál manna
að Price hefði farið úr því að vera
bústin brúnka í lögulega ljósku.
Ástæðan fyrir breytingunni ku
vera sú að „ljóskur skemmta sér
betur“ að því er Daily Mail heldur
fram. Þessu útliti, sem sjá má á
einni af meðfylgjandi myndum,
var þó ekki náð án blóðs, svita og
tára – og átta tíma dvalar á hár-
greiðslustofu.
2007 Price litfríð og ljóshærð og
skemmti sér vel.
2008 Price sem
bústin brúnka,
hárið eins og
belgískt súkku-
laði á litinn.
2010 Price sem löguleg ljóska eftir átta
tíma á hárgreiðslustofu.
tónleikar StónS á Sódómu
Keith hylltur
Í slenska Rolling Stones-sveitin
Stóns blæs til
tónleika á Sódómu
Reykjavík laugardag-
inn 18. desember í
tilefni af því að þann
dag eru 67 ár liðin frá
því rokkgoðsögnin
Keith Richards
fæddist.
Stóns er skipuð
landsliðsmönnum
úr íslenska rokk-
heiminum, köppum
úr hljómsveitunum
Mínus, Lights on the
Highway, Motion Boys
og Esju, sem eiga það
sameiginlegt að hafa
spila bæði á sveittum
búllum og tónleika-
sölum um allan heim.
Stóns ætla, ásamt
góðum gestum, að
leika lög sem spanna
feril fyrirmynda
sinna í Rolling Stones,
sem þeir telja „elstu,
merkustu og bestu
rokkhljómsveit allra
tíma“.
Í tilkynningu frá
sveitinni er rifjað upp
að Keith var á sínum
tíma ítrekað valinn í
erlendum tónlistar-
miðlum líklegasta
rokkstjarnan til þess
að deyja. Hann stóð
þá spádóma alla af
sér og fagnar því á
laugardag að komast
á eftirlaunaaldurinn.