Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1987, Page 35

Læknablaðið - 15.04.1987, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 1987;73:135-8 135 Birna Þórðardóttir KRISTNESSPÍTALI Árið 1918 var hafin fjársöfnun að tilhlutun Sambands norðlenskra kvenna til að setja á stofn heilsuhæli á Norðurlandi fyrir berklasjúklinga. Þegar Heilsuhælisfélag Norðurlands var stofnað 1925 var því afhent fjárhæðin og lét félagið reisa Kristneshæli. Byggingaframkvæmdir hófust í apríl 1926 og þeim lauk í september 1927, þætti það vel að verið í dag. Kostnaðaráætlun stóðst að mestu leyti og var Kristneshæli vígt þann 1. nóvember 1927. Fyrsti sjúklingur var lagður inn 17. nóvember og svo einkennilega vill til að það var amma núverandi yfirlæknis, Halldórs Halldórssonar og annar sjúklingurinn var móðursystir hans, þannig leika tilviljanirnar sér. Fyrsti yfirlæknir Kristneshælis var Jónas Rafnar. Er hann lét af störfum 1955 tók Snorri Ólafsson við og gegndi yfirlæknisstarfi til 1976. Eftirmaður Snorra var Úlfur Ragnarsson. Brynjar Valdimarsson var settur yfirlæknir frá ársbyrjun 1984, er hann lést í maílok sama ár var Brynjólfur Ingvarsson settur yfirlæknir fram á mitt ár 1985 er Halldór Hallórsson tók við starfi yfirlæknis Kristnesspítala. í.ferð Lœknablaðsins til Akureyrar var Kristnesspítali sóttur heim og leiddi Halldór blaðamann um sali. KRISTNESSPlTALI þjónar ólíkum SJÚKLINGUM Kristneshæli var upphaflega byggt sem berklahæli og ætlað 50 sjúklingum. Um 1950 var byggt við hælið og fengust þá samkomusalur og vinnustofur. Upp úr 1955 fer berklasjúklingum að fækka, sem betur fer, og 1960 er farið að taka við hjúkrunarsjúklingum í Kristnesi, án þess að nokkur formleg skipulagsbreyting væri gerð á starfsvettvangi spítalans. Líður svo fram til 1976 en þá fyrst var hreyft hugmyndum um að breyta Kristneshæli í hjúkrunar- og endurhæfingarsjúkrahús.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.